Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 30

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Vísnahorn Lengi vel var það siður í verstöðvum að yrkja for- mannavísur. Var þeim oft ýmislega snúið og mis- alvarlega á málum tekið. Um þann fræga Magnús Sálarháska var svo kveðið í formanna- vísum úr ,,Letingjavogum í Ómennskuveri:“ Veiði gála gafst ei hál, gjarn að málaráski, meiði stála með um ál Magnús Sálarháski. Síldarárin voru merkilegur tími og óvíst eða reyndar mjög ólíklegt að slíkir tímar komi aft- ur. Allt byggðist á síldinni og að vinna nógu mikið. Svo gat líka síldin brugðist eða komið fram einhversstaðar þar sem enginn átti von á henni. Það var löngu fyrir daga allra asdic- tækja og dýptarmæla sem Valdimar Össurar- son kvað: Síldina drauma dreymir, drauma um átu og sól. Minningar margar geymir: Mannanna vélatól sökk oft í sjóinn niður, síldin veiddist þar í, enginn var flóafriður fyrir morðvopni því. Síldin hélt sautján fundi, samþykkti að vaða ei neitt, en sprikla með sporði á sundi og spenna hann lítið eitt, svo að mennirnir mættu mænandi hana sjá, horfna úr allri hættu, hoppandi til og frá. Allt lífið byggist á keðjuverkun og samstarfi með einum eða öðrum hætti. Ekki er nóg að afla fiskjarins ef ekki er hægt að vinna hann og til lítils að vinna ef hann selst ekki eða fellur ekki hugsanlegum kaupendum í geð. Úr gömlum formannavísum úr Ólafsvík eru þessar stökur: Formenn einir orka’ ei neitt öflugir sveinar fá þeim veitt aðstoð beina, afls er neytt er við hreinan sæ er þreytt. Vélmenn þeyta vélina, vaskir neyta prófanna. Landmenn beita línuna; lofstír veitist háseta. Guð á hæðum geymi þá grundu bæði’ og sænum á; hjálpi’ af græði í höfn að ná, hæstu gæði vinir fá. Ást þeim votti auðarbrík. Auðna sprottin verði rík. Blómgist gott vor bæn er slík. Blessi Drottinn Ólafsvík. Mín sjóferðasaga er nú ekki meiri en það að gera út á grásleppu með eitt eða tvö net ásamt bekkjarbróður mínum þegar við vorum 12 og 13 ára. Ekki var róið djúpt eða langt og aflgjaf- inn aðeins handleggirnir. Ekki til í því að lík- indi væru með okkur og þeim mönnum sem nefndir eru til sögu í Trollmannarímu Guð- mundar Guðmundssonar: Á þeim fleytum flest er lið fjandi eitur harðsnúið er það leitar út á mið eða streitist trollið við. Ekki vorum við mikið að spekúlera í miðum á þessum árum en eftirfarandi vísur gætu átt við sjóleiðina milli Reykjavíkur og Akraness: Kollafjörðurinn miðjan má maður talinn vera, Lágafell og Lundey þá lítur saman bera. Fjarðarmótum einatt á er að vænta hviðu, bragnar segja beri þá borg i Vallárskriðu. Beri ekki bátinn fall brimils kviku jarðar, múlinn undir Akrafjall er á miðju fjarðar. Þeir sem ekki þjáir stolt, þurfa ei dýpra að slaga, beri háls í Brautarholti, brimleið fyrir Skaga. Á Sauðárkróki voru „í den“ bræður tveir allvaskir sjómenn og eftir þeim er höfð þessi miðavísa og mun þarna átt við Reykjadisk á Reykjaströndinni og hólma sem nefndur er Ingveldarstaðahólmi: Út á Strönd er diskur, hálfur í sjó. Rétt fyrir innan er anidiskur, allur í sjó. Á sumrin og vorin síldin er þar nóg. Eftirfarandi vísur munu ættaðar af Mýrun- um en gaman væri nú ef þeir sem kunna eitt- hvað af gömlum miðavísum myndu nú stinga þeim að mér því óþarfi er að þær glatist alveg. En semsagt: Hákarlakletti höldum frá, hann er ekki tryggur. Syðri kúlan Sandey á, sáta á Ölver liggur. Þarna er átt við Syðri Rauðamelskúlu. Sand- ey er ein af Hvalseyjum. Sáta er örnefni í Hjörsey. Svo er hér önnur í líkum dúr: Kletti grunna fórum frá, fiski kunnum ekki ná, Hjörseyjarstéttin Ölver á. Arnarklettur í Bælistá. Annar fyrrihluti við sama seinnipart hljóð- ar svo og geta menn þá ráðið hvernig þeir setja saman: Er menn Sviðu sigla á Sjávarmiðin vesturfrá. Stokkseyringar áttu skáld sem ortu við öll tækifæri. Eitt þeirra var Bárður Diðriksson, sem fór stundum á kostum á mannþingum, eða þegar landlegur voru og margt þurfti að spjalla. Hann var bróðir Önnu Diðriksdóttur, frægrar húsmóður á Tóftum. Skammt vest- an Stokkseyrarkirkju, þar sem nú er BP-skúr, stóð kofi kerlingar einnar og hét Aftanköld, en reikunarmaður bjó í plássinu og bar nafn af drykkjuskap sínum og kallaðist Einar romm. Að yrkja miðavísur var nokkur íþrótt á þess- um tíma sjósóknar, og brá Bárður Diðriksson því fyrir sig eins og fleiru. Hann var eitt sinn að leggja skötulóð og kvað: Mönnum voru miðin völd, margur hélt að gerði fjúk: Ingólfsfjall í Aftanköld, Einar romm í Þurrárhnjúk. Fyrr á árum var Lokadagurinn, eða vertíðar- lokin, mikill hátíðisdagur víða í sjávarþorpum og verstöðvum. Gengu menn þá gjarnan milli húsa og þökkuðu hver öðrum fyrir samstarf vetrarins og þágu veitingar ýmist í föstu formi eða fljót- andi. Ég held að það hafi verið Sigurdór Sig- urðsson sem kom út og sá kunningja sinn standa á miðri götunni við að kasta af sér vatni: Hér er nóg í fulla fötu, fossins úða glitrar á. Mígur úti á miðri götu maðurinn frá Geldingaá. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Á þeim fleytum flest er lið - fjandi eitur harðsnúið Gleðilegan sjómannadag Framlag sjómanna og íslenskur sjávar- útvegur skiptir okkur miklu máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.