Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Side 38

Skessuhorn - 03.06.2015, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ fyrsta sinni. Þá var reyndar ann- ar skipstjóri en sömu stýrimenn og nú. Þeir höfðu vistað alla sigl- inguna í fyrra inn í siglingatölvu skipsins og því var það leikur einn fyrir þá að sigla inn núna. Fram er mjög gott skip, vel búið, af- skaplega lipurt og fínt að snúa því í svona þröngri höfn eins og við höfum hér í Stykkishólmi,“ segir Hrannar. Fram gerði nokkurra stunda stopp í Stykkishólmi en hélt svo áfram til Vestfjarða. Hrannar segir að komum skemmtiferðaskipa til Stykkishólms muni fjölga mikið í sumar. „Það komu skip bæði 1. og 3. júní. Síðan mun skipið Ocean Diamond koma tíu sinnum hingað í sumar. Það má segja að skemmti- ferðaskipakomum til Stykkishólms sé að fjölga um þúsund prósent milli ára,“ segir Hrannar Péturs- son og hlær við. Á að sigla næstu þrjú sumur „Við höfum tekið Ocean Dia- mond á leigu yfir sumartímann næstu þrjú árin. Þetta er algerlega ný viðbót við ferðaþjónustu á Ís- landi,“ segir Sigríður Eysteins- dóttir, verkefnisstjóri hjá ferða- skrifstofunni Iceland Pro Travels í Reykjavík. Ocean Diamond mun taka farþega um borð í Reykjavík sem koma fljúgandi til landsins. „Svo verður siglt þaðan og stopp- að og farið í land í Stykkihólmi, á Ísafirði, Akureyri, Flatey á Skjálf- anda, Seyðisfirði og í Vestmanna- eyjum. Þetta verða þannig tíu daga ferðir þar sem við siglum á nótt- unni og skoðum landið á daginn. Við erum með söluskrifstofur víða í Evrópu og umboðsaðila í Banda- ríkjunum. Það hefur gengið mjög vel að selja í þessar ferðir,“ segir Sigríður. Umhverfis Ísland og til Grænlands Ocean Diamond er í eigu félags sem hefur sérhæft sig í siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóð- um og við Suðurskautslandi. Að sögn Sigríðar tók Iceland Pro Tra- vels við skipinu í maí. „Við fengum það afhent í Hamborg í Þýskalandi og seldum þaðan ferð með því frá Oban í Skotlandi og til Seyðis- fjarðar. Það byrjaði svo sigling- arnar umhverfis landið 3. júní og þær standa yfir til 6. ágúst. Þá ætl- um við að breyta til og fara þrjár ferðir til Grænlands. Ein þeirra er til Suður-Grænlands og svo til baka. Síðan verður siglt norður með vesturströnd Grænlands þar sem farþegar fljúga heim en aðr- ir koma um borð í staðinn. Síð- an verður siglt aftur til baka suð- ur með ströndinni og til Íslands. Við skilum skipinu svo af okkur 7. september en verður síðan með það aftur sumrin 2016 og 2017,“ segir Sigríður Eysteinsdóttir. mþh Sigfús Magnússon og fjölskylda ætla að opna ísbúð við höfnina í Stykkis- hólmi í sumar. Hann er fyrrum tog- arasjómaður sem fór í land í mars á þessu ári. Sigfús starfar nú hjá Fiski- stofu á Vesturlandi en hún hefur starfsstöð sína í Stykkishólmi. Hann flutti með eiginkonu sinni og þrem- ur börnum í Stykkishólm árið 2012. Starfar við Fiskistofu „Ég var búinn að vera alls í 13 ár á togaranum Helgu Maríu AK 16 þegar ég ákvað að hætta í vetur. Helga María var upphaflega Har- aldur Kristjánsson HF 2. Ég starf- aði á skipinu þegar það var selt frá Sjólaskipum til Haraldar Böðvars- sonar hf. sem þá var á Akranesi. Ég hélt svo áfram á skipinu eftir að það var komið á Akranesi. Ég var í áhöfn Helgu Maríu samfellt frá 1996 til 2004. Síðan réði ég mig aftur þar um borð 2011 en hætti svo núna og fór í land. Ég var kominn með um 20 ára sjómannsferil. Byrjaði upphaflega á bátum frá Hólmavík, en fór svo á togarann Hólmadrang. Svo var ég á Málmey SK áður en ég fór á Helgu Maríu HF. Um borð í Helgu Maríu kynntist ég mörgum góðum mönn- um, meðal annars frá Akranesi. Nú í vetur var svo auglýst eftir starfmanni hjá Fiskistofu. Mig langaði að breyta til og sótti um. Það voru margir um- sækjendur um stöðuna en ég var svo heppinn að vera ráðin þangað. Við erum þrjú sem erum hér á starfsstöð Fiskistofu í Stykkishólmi. Við förum mest um Snæfellsnesið og vestur á firði,“ segir Sigfús. Veglegar veitingar Í spjallinu við Sigfús kemur fram að eiginkona hans Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir er úr Stykkishólmi. Því hafi fjölskyldan flutt þangað fyr- ir þremur árum. „Hún starfar sem kennari við grunnskólann hér. Við búum hér ásamt þremur börnum okkar þeim, Kristínu Birnu 15 ára, Írisi Önnu 7 ára og Magnúsi Inga 5 ára. Þórdís Hrönn dóttir mín er at- vinnumanneskja í knattspyrnu úti í Svíþjóð. Þar spilar hún með Alta IF sem er í Stokkhólmi. Hugmynd- in um að opna ísbúð í Stykkishólmi kviknaði í vetur. Bærinn er skemmti- legur og mér fannst þetta vanta í flóruna. Hingað koma stöðugt fleiri ferðamenn og hentar þetta okk- ur ágætlega yfir sumartímann þeg- ar ekki er skóli. Kristín Birna dóttir okkar mun líka vinna þarna og sjálf- sagt fleiri. Við erum í þessu saman og höfum fest kaup á söluhúsi sem hef- ur aldrei verið notað áður. Við hlið- ina á okkur verður svo boðið upp á fisk og franskar en það er ekki á okk- ar vegum,“ segir Sigfús. Það verður boðið upp á ýmislegt góðgæti og hressingu í fögru um- hverfi Stykkishólmshafnar. „Við verðum með kúluís í vöffluformi, heitar sósur, kaffi og heitt kakó með rjóma sem fólk getur tekið með sér. Síðan bjóðum við líka upp á belg- ískar vöfflur. Við ætlum að opna 20. júní og hafa opið fram á haust. Fastur opnunrtími verður frá 11 á morgn- ana til 20 á kvöldin. Þegar veður leyfir og líf er í bænum verður opið eitthvað lengur fram eftir kvöldi. “ segir Sigfús Magnússon. mþh Sjómannadagurinn Sjómaður opnar ísbúð með fjölskyldunni í Stykkishólmi Búið er að hanna merki ísbúðarinnar sem fær nafnið Ískofinn. Sigfús Magnússon með Magnúsi Inga syni sínum við ísbúðina sem opnar á hafnar- svæðinu í Stykkishólmi í sumar. Ljósm. sá. Norska skemmtiferðaskipið Fram kom til Stykkishólms á dögun- um. Það er fyrsta koma slíks skips til Stykkishólms í sumar. Hrannar Pétursson hafnarvörður og hafn- sögumaður í Stykkishólmi fór um borð í Fram í Grundarfirði og fylgdi skipinu inni til Stykkis- hólms að bryggju þar. „Þetta var yndisleg ferð. Norð- mennirnir tóku mér með kost- um og kynjum. Mér var boðið í mat og fékk krabbakjöt. Þetta eru ótrúlega flinkir sjómenn og allt til fyrirmyndar. Þeir fóru létt með að sigla inn til Stykkishólms. Skip- ið kom hingað líka í fyrra og þá í Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Stykkishólm Norska skemmtiferðaskipið Fram við bryggju í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Skemmtiferðaskip á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu mun stunda hringsiglingar umhverfis Íslands í sumar með föstum við- komum í Stykkishólmi. Skipið Ocean Diamond hefur verið leigt til slíkra ferða næstu þrjú sumur. Skipið er 124 metra langt og 8.282 brúttórúmlestir. Hrannar Pétursson lóðs og hafnarvörður í Stykkishólmi fær í nógu að snúast við að taka á móti skemmtiferðaskipum í sumar. Norska skemmtiferðaskipið Fram fer frá Stykkishólmi og mætir flóabátnum Baldri sem reyndar var norskur og sigldi við Noreg um árabil þar til í vetur. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.