Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Side 44

Skessuhorn - 03.06.2015, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Rifshólmi ehf Kári II. SH 219 Bíldsey SH-65 Stykkishólmi Bíldsey SH-65 Stykkishólmi Verkalýðsfélag Akraness bob@aknet.is Sími: 431 2060 bob@aknet.is • Sími: 431 2060 Hjálmar ehf Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Sjómannadagurinn „Það var nokkuð algengt þegar ég var ungur að strákar byrjuðu á sjó árið sem þeir fermdust. Ég var fyrst munstraður á sjó fermingar- árið mitt þegar ég var 14 ára. Þá fór ég á 50-60 tonna bát sem hét Hafaldan. Skipstjóri á þeim báti og eigandi var maður sem var hér í Ólafsvík um tíma og hét Guðni Sumarliðason. Þetta var voðalegur koppur þessi bátur. Hann var svo stífur á sjónum og það kom bara alltaf sjór inn á hann. Ég byrjaði þarna strax upp á fullan hlut,“ seg- ir Einar Kristjónsson sjötíu og níu ára gamall fyrrum sjómaður í Ólafsvík. Hann segir fyrsta línu- róðurinn ekki hafa byrjað vel. „Í fyrsta róðri misstum við útbyrðis bróður skipstjórans og hann fannst aldrei. Við vorum að leggja lín- una og hann hefur sennilega stig- ið inn í síðustu bugtina á færinu og fór við það útbyrðis. Það var ekki skemmtilegt að horfa upp á það og ekki góð byrjun á sjómennskuferl- inum.“ Einar segist ekki hafa verið lengi á þessum báti en leiðin legið á ýmsa vertíðarbáta í Ólafsvík og líka til síldveiða fyrir norðan, með- al annars á nýjum báti sem smíðað- ur var á Akureyri og hét Jón Jóns- son en skipstjóri þar um borð var Jósteinn Halldórsson en báturinn var gerður út frá Ólafsvík. Bræðurnir keyptu saman bát Einar er fæddur á bænum Bug rétt fyrir innan við Ólafsvík en tólf ára gamall missti hann föður sinn og þá flutti móðir hans með börnin sín tíu út í Ólafsvík. „Ég var sjötti í systkinaröðinni. Þetta var auð- vitað erfitt fyrir mömmu. Hún fékk að finna fyrir því blessunin að vera ein um að koma öllum þess- um tíu börnum á legg.“ Einar seg- ist hafa flakkað milli báta alveg þar til hann fór út í eigin útgerð ásamt Birni bróður sínum árið 1963. „Þá keyptum við einn af svoköll- uðum Árnapungum. Þetta var 15 tonna trébátur sem hét Garðar. Við keyptum hann af Eiríki Ás- geirssyni sem síðar varð forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Eiríkur vildi að við héldum Garðarsnafn- inu á honum og við gerðum það. Bubbi bróðir var aðallega skip- stjóri en við skiptumst talsvert á um skipstjórnina. Ég var með pungapróf en tók svo skipstjórnar- próf um 1970 þegar boðið var upp á skipstjórnarnám hérna heima og fékk þá hundrað og tuttugu tonna réttindi. Ég fór líka í Vélskóla Ís- lands í Reykjavík rúmlega tvítugur og tók þar vélstjórnarpróf sem gaf réttindi á um 200 hestafla vélar. Annars mátti maður ekkert vera að því að vera í skóla á þessum árum. Það var alltaf nóg að gera að vinna.“ Framkvæmdastjórinn var ekki heill Þeir Einar og Björn bróðir hans keyptu svo annan bát árið 1967. „Þetta var rúmlega sjötíu tonna bátur frá Eyrarbakka sem hét Jó- hann Þorkelsson en fékk Garð- arsnafnið hjá okkur. Við áttum þann bát þar til við létum smíða Garðar II sem við fenguð árið 1974. Það var 140 tonna bát- Einar Kristjónsson sjómaður og útgerðarmaður í Ólafsvík: Er alveg hættur á sjó en dundar í netunum hjá frænda sínum Einar Kristjónsson í eldhúsinu heima hjá sér í Ólafsvík. Ljósm. hb.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.