Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Nafn: Steinar Þór Alfreðsson. Fjölskylduhagir/búseta: Gift- ur Jófríði Friðgeirsdóttur. Starfsheiti/fyrirtæki: Bílstjóri hjá Ragnar og Ásgeir ehf. Áhugamál: Golf og skotveiði. Mánudagurinn 1. júní 2015 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði 7:30, klæddi mig og burstaði tennurnar. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Cheerios. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 8, á bílnum mínum. Fyrstu verk í vinnunni: Að fá sér smá kaffi og fór svo og keyrði aðeins út vörum og vann svo í kæli og frystivagni. Hvað varstu að gera klukkan 10? Eftir kaffi hélt ég áfram að gera við vagninn. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fór heim í mat. Hvað varstu að gera klukkan 14? Ennþá að gera við. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Klukkan 17 fór ég og sótti fisk sem átti að fara í flug um nótt- ina. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór á golfæfingu. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Steiktur fiskur og Jó- fríður konan mín eldaði. Hvernig var kvöldið? Rólegt, horfði á sjónvarpið. Hvenær fórstu að sofa? Klukk- an 23:00. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Að bursta tennurnar. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Þetta var góður dagur, bæði í vinnunni og heima. Eitthvað að lokum? Þetta var frekar rólegur dagur. Er yfirleitt að keyra fisk af markaði á nótt- inni eða á daginn. Dag ur í lífi... Fiskflutningamanns RIF OG HELLISSANDUR: Föstudagurinn 5. júní Kl. 19:30: Unglingadeildin Drek- inn gengur í hús og selur barm- merki og sjómannadagsblaðið 2015. Kl. 21:00: Útgáfutónleikar Huldubarna í Hótel Ólafsvík. Flutt verða lög af plötunni Heimabæ. Laugardagurinn 6. júní Kl. 10:00: Dorgveiðikeppni í Ólafsvík og grillveisla. Kl. 12:30: Hátíðardagsskrá við Rifshöfn. Róðrakeppni karla- og kvenna, þrautakeppni milli áhafna. Fyrir yngri kynslóðina: Fleka- hlaup, reiptog og trukkadráttur. Þyrla Landhelgisgæslunnar læt- ur sjá sig. Skráning hjá Kristgeiri í síma 659-0034 og Emil í síma: 895-9669. Hoppukastalar í boði Landsbankans. Boðið verður upp á humarsúpa í Von. Unglingadeild- in Drekinn verður með blöðrur og nammi til sölu og býður upp á fría andlitsmálningu fyrir börnin. Kl. 15:00: Knattspyrnuleikur Ólafsvíkurvelli Umf. Víkingur – BÍ/Bolungarvík. Kl. 16:00: Leiksýning í Frystiklef- anum: Guðríðar Saga. Kl. 19:30: Sjómannadagshóf í Klifi. Húsið opnar 19:30 og borð- hald hefst stundvíslega kl. 20:00. Hótel Hellissandur sér um mat- inn, veislustjóri Björn Bragi. Alda Dís og Mummi munu stíga á stokk og Hljómsveitin Á móti sól held- ur uppi fjörinu fram á rauða nótt. Selt verður inn á dansleik eftir kl. 23:30, miðaverð 2.500 kr. Snyrti- legur klæðnaður. 18 ára aldurstak- mark. Sunnudagurinn 7. júní Kl. 11:00: Sjómannamessa. Kl. 13:00: Hátíðardagskrá í sjó- mannagarði Hellissands. Hátíðar- ræða, heiðraður aldraður sjómaður og verðlaunaafhending. Kl. 14:00: Leikhópurinn Lotta verður með leiksýninguna Hrói Höttur fyrir alla fölskylduna í sjó- mannagarðinum. Kl. 15.00: Sjómannakaffi slysa- varnardeildar Helgu Bárðar og Sumargjöf í björgunarmiðstöðinni Von, Rifi. Kl. 17:00: Skemmtisigling frá Rifi. Kl. 18:00: Grillveisla og hoppu- kastalar fyrir börnin í sjómanna- garðinum í Ólafsvík. Kl. 20:00: Leiksýningin Saga Guðríðar Clausen. Frábær sýning fyrir alla aldurshópa. Áhorfendur ráða miðaverðinu sjálfir. ÓLAFSVÍK: Föstudagur 5. júní Kl. 17:00: Formleg opnun sund- laugar eftir breytingar. Laugardagur 6. júní Kl.10:00: Dorgveiðikeppni í Ólafsvíkurhöfn. Kl. 12:30: Skemmtidagsskrá bryggjunni, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, kappróður, þrautir og reip- tog. Þrautir fyrir krakkana. Skrán- ingar hjá Berki í síma 690-0866 og Magnúsi í síma 861-4626. Kl. 13:00- 15:30: Hoppukast- alar í boði Landsbankans. Ung- lingadeildin Dreki verður með sölu, deildin sér einnig um gæslu í hoppuköstulunum. Kl. 14:00-15:30: Opið hús í Fisk- iðjunni Bylgju - boðið upp á fiski- súpu. Kl. 14:00-15:30: Opið hús í Ægi sjávarfang - boðið upp á léttar veit- ingar. Kl. 15:00: Knattspyrnuleikur, 1. deild karla á Ólafsvíkurvelli: Umf. Víkingur – BÍ/Bolungarvík. Jói í Jako verður í íþróttahúsinu. Kl. 20:00: Sjómannadagshóf í Klifi. Húsið opnar 19:15. Veislu- stjóri: Björn Bragi Arnarsson. Heiðrun sjómannskvenna. Minni sjómanna. Áskorendakeppni áhafna. Tónlistaratriði: Guð- mundur Reynir og Alda Dís. Ball: Hljómsveitin Á móti sól leikur fyr- ir dansi. Selt verður inn á ball- ið eftir kl 23:30, 18 ára aldurstak- mark. Miðaverð: 2.500 kr. Snyrti- legur klæðnaður. Sunnudagur 7. júní: Kl. 08.00: Fánar dregnir að húni. Kl. 13.00: Dagskrá í sjómanna- garðinum (fært inn í kirkju ef veð- ur er vont). Ræðumaður Sigurður Arnfjörð Guðmundsson formað- ur Verkalýðsfélags Snæfellinga. Heiðrun sjómanna og verðlauna- afhending. Nemendur úr GSNB flytja lög úr leikritinu Þengill verð- ur ástfanginn. Gengið til kirkju í sjómannamessu þar sem sjómanns- konur fara með ritningarlestur og sjómannalög verða sungin. Kl. 14.00 - 16.30: Sjómannakaffi slysavarnardeildar Helgu Bárðar og Sumargjöf í björgunarmiðstöð- inni Von. Kl: 17.00: Skemmtisigling. Guð- mundur Jensson SH, Egill SH og Gunnar Bjarnason SH. Kl. 18.00 - 19:00: Grillveisla í Sjómannagarðinum. Hoppukastal- ar fyrir börnin. STYKKISHÓLMUR: Laugardagur 6. júní Kl. 13:00: Skrúðganga frá Tón- listarskólanum. Gengið niður Skólastíg að höfninni. Kl. 13:30: Skemmtiatriði niður við höfn: Koddaslagur, stakkasund, brettahlaup, hreystigreip, kappróð- ur á kajak. Kl. 15:30: Kaffisala Björgun- arsveitarinnar Berserkja, í húsi Björgunarsveitarinnar við Aðal- götu. Sunnudagur 7. júní Kl. 8:00: Fánar dregnir að húni. Kl. 10:00: Blóm lögð við minn- ingarreit drukknaðra sjómanna í kirkjugarðinum. Kl. 10:30: Blóm lögð við minnis- varða látinna sjómanna. Kl. 11:00: Sjómannamessa. Sjó- menn heiðraðir GRUNDARFJöRÐUR: Fimmtudagur 4. júní Kl. 19:00: Leirdúfuskotmót á svæði Skotfélags Skotgrundar. Keppni milli sjómanna og land- manna, skráning hjá Jóni Pétri í síma 863-1718. Föstudagur 5. júní Kl. 17:30: Golfmót í boði G.Run. Keppt verður með vanur - óvan- ur fyrirkomulagi, skráning á golf.is eða hjá Gústa í síma 863-3138. Laugardagur 6. júní Kl. 10:30: Krakkasprell í sundlaug Grundarfjarðar, frítt í sund fyrir börnin í boði Grundarfjarðabæjar. Boðið verður upp á koddaslag og annað stuð fyrir krakkana. Foreldr- ar barna undir 10 ára aldri verða að fylgja börnunum, en þurfa ekki að fara ofan í. Foreldrar hvattir til að mæta og standa á bakkanum og hvetja börnin. Kl. 13:00: Skemmtisigling í boði útgerða bæjarins. Kl. 14:00: Grillaðar pylsur í boði Samkaupa og Svali í boði Láka Hafnarkaffi. Að grilli loknu hefst keppni á bryggjunni í nokkrum skemmtilegum greinum. Það þarf 4 í hvert lið og eru fyrirtæki hvött til að senda lið. Það þarf ekki að vera vanur sjómaður til að keppa, þannig að endilega safnið saman í lið og gerum þetta sem skemmti- legast. Einnig verður keppt í reip- togi um Pétursbikarinn sem lið Bjarna Jónassonar hefur unnið síðastliðin tvö ár og ætlar ekki að gefa hann svo auðveldlega frá sér. Skráning er hjá Jóni Frímanni í síma 693-4749. Kl 15:00: Áætlað er að þyrla Landhelgisgæslunnar komi og sýni listir sínar, en munum að það er alltaf með fyrirvara að áhöfnin sé Dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Vesturlandi ekki í öðrum verkefnum. Knatt- spyrnuleikur á sparkvellinum að lokinni Þyrlusýningu, sjómenn skora á strandveiðimenn í kappleik Sunnudagur 7. júní Kl. 14:00: Messa og heiðrun í Grundarfjarðarkirkju. Sr. Aðal- steinn Þorvaldsson messar. Karla- kórinn Kári syngur. Kl. 15:00: Kaffisala Kvenfélags- ins Gleym mér ei í samkomuhúsi Grundarfjarðar. AKRANES: Föstudagur 5. júní Eins og undanfarin ár munu full- trúar sjómannadeildar Verkalýðs- félags Akraness gleðja leikskóla- börn bæjarins og færa þeim harð- fisk. Sunnudagur 7. júní Kl. 10:00: Athöfn við minnisvarða um drukknaða og týnda sjómenn í kirkjugarðinum. Kl. 11:00: Sjómannamessa í Akra- neskirkju þar sem sjómaður verður heiðraður. Að messu lokinni verður gengið að Akratorgi og blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna. Þessar athafnir eru kostaðar og í umsjón Verkalýðsfélags Akraness. Kl. 13:30 – 16:30: Hefðbund- ið sjómannadagskaffi í Jónsbúð í höndum Slysavarnadeildarinn- ar Lífar. Frekari dagskrá á Akranesi lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. ÍBÚAR ALLRA BYGGÐAR- LAGA OG GESTIR ERU EIN- DREGIÐ HVATTIR TIL AÐ MÆTA OG TAKA ÞÁTT Í HÁTÍÐARHöLDUNUM. GLEÐILEGA SJÓMANNA- DAGSHELGI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.