Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 54

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Ég ætla á sjóinn í sumar. Það verður mánaðartúr í leiðangri þar sem telja á hvali og stunda rannsóknir á þeim. Þar verð ég í áhöfn á hafrannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni, seg- ir Hreggviður Hreggviðsson stýri- maður og útfararstjóri í Borgarnesi. Hreggviður hefur um margra ára skeið verið áberandi í starfi kirkjunn- ar þar í bæ. Færri vita að hann á einn- ig að baki langan og farsælan fer- il sem sjómaður. Við hittum Hregg- við nú í maí á heimili hans og Maríu Jónu Einarsdóttur eiginkonu hans í Borgarnesi. Á næsta ári eru fimm- tíu ár liðin síðan hann fór fyrst á sjó. Fimmtán ára gamall var ég munstr- aður á vertíð á hvalbát sumarið 1966. Það var Hvalur 6. Þarna byrjaði ég sjómennskuferilinn sem messagutti. Mitt starf var að hjálpa til í borðsaln- um og í matseldinni. Hreggviður hefur búið í Borg- arnesi um áratuga skeið. Hann er þó fæddur og uppalinn í Reykjavík. María eiginkona hans hefur hins veg- ar búið í Borgarnesi frá unglingsaldri. Þegar þau gengu í hjónaband bjuggu Hreggviður og María sér heimili þar í bæ. Ég átti alltaf sterk tengsl hing- að. Móðir mín var héðan úr Borgar- nesi, fæddist hér og ólst upp. Hún hét Sesselja Magnúsdóttir. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir frá Valbjarnarvöllum og Magnús Jóns- son sem var sparisjóðsstjóri hér í 41 ár. Hann var líka fyrsti kennarinn hér í Borgarnesi. Ég var mikið hér sem krakki hjá afa og ömmu og sex sum- ur í sveit í Selvoginum. Sem ung- lingspiltur var ég seinna þrjú sumur á Birkibóli rétt hjá Valbjarnarvöllum í Borgarhreppnum hjá bróður ömmu minnar. Móðurætt mín er þaðan og af Mýrunum. Hóf ferilinn á Hvali 6 Úr sveitastörfunum lá leiðin á hval- veiðar. Já, ég var í níu sumur á hvaln- um, rifjar Hreggviður upp. Ég byrj- aði sem messagutti eins og ég sagði áðan. Fljótlega þetta fyrsta sum- ar slasaðist hins vegar einn háset- inn. Sproðblaðka á búrhval slóst í höfuð hans þegar verið var að binda dauðan hvalinn á síðuna á Hval 6 og maðurinn kom ekki aftur um borð. Þá var ég hækkaður í tign og ráðinn sem háseti strax fimmtán ára. Ragn- ar Guðmundsson skipstjóri var bróð- ir stjúpa míns og ég fékk aldeilis að heyra það að ég væri ráðinn gegnum klíku, ég væri væskill og ég veit ekki hvað. Auðvitað kunni ég ekki mikið til verka í fyrstu, var frekar pervisinn og ekki mikill fyrir mann að sjá. En ég var svo spenntur og áhugasamur. Þetta var svo skemmtilegt og síðan gekk mér svo vel að sjá hvali. Hauk- frán sjón er eftirsóttur eiginleiki þeg- ar menn eru að eltast við hvali. Ég var alltaf hafður uppi í tunnunni í frammastrinu til að skima eftir hvala- blæstri með góðum árangri. Þar fór saman áhuginn og góð sjón. Níu vertíðar samfleytt á Hval 6 vitna auðvitað um að Hreggvið- ur kunni ákaflega vel við sig á hval- veiðum. Áhöfnin var góð og gott að vinna hjá Hval hf. Það var lítil breyt- ing á mannskap og góð þénusta. Á þessum árum voru svona álíka tekjur þarna og á góðum síldarbáti. Maður gat engu eytt alla vertíðina sem tók svona fjóra mánuði yfir sumarið. Við vorum alltaf úti á sjó og stoppuðum ekkert inni í Hvalfirði. Það var nán- ast eingöngu frí í tvo sólarhringa í Reykjavík á vertíð þegar var útblástur sem kallað var. Þá voru katlar hval- bátanna hreinsaðir. Þeir voru gufu- skip og eru enn. Berdreymi á búrhvalaveiðum Hreggviður kann ýmsar sögur af hvalveiðunum. Það kom fyrir að mann dreymdi fyrir hvölum. Eitt sinn var búin að vera þoka á miðun- um. Strax á útleiðinni frá Hvalfirði dreymdi mig að ég sæi allt í þoku og svörtum blettum og töluna 61 Ce- res. Á hvalveiðunum er það þannig að hafinu umhverfis landið er skipt í reiti sem eru númeraðir. Síðan er hverjum reit skipt í fjóra bókstafi; A, B, C og D. Þannig er 61 Ceres sama og 61C. Sigurður Gunnar Njáls- son sonur Njáls Þórðarsonar afla- skipstjóra á Akranesi var þarna orð- inn skipstjóri á Hvali 6 eftir að Ragn- ar hafði orðið að hætta vegna van- heilsu. Sigurður eða Diddi eins og við kölluðum hann var mikill áhuga- maður um drauma. Þegar ég vaknaði eitt sinn spurði Diddi mig eins og svo oft áður hvort mig hefði dreymt eitt- hvað. Ég gaf nú ekkert út á það í bili. Svo lentum við í þoku eins og hin- ir og urðum að stoppa og láta reka í reiðileysi. Þá sagði ég Didda draum- inn. Hann lyftist allur upp, kallaði strax niður í vél að setja strax á fulla ferð eins og hægt væri með stefnu á 61 Ceres. Um leið og við komum á mörkin 61D og 61C þá létti þok- unni. Það var sléttur sjór og það var allt fullt af búrhval í kringum skipið. Við fengum tvo hvali á svipstundu. Svo kom þokan aftur en við fórum í land með aflann og túrnum var bjargað. Eftir þetta hætti ég að segja frá draumum, þetta voru eiginlega einum of bókstaflegar draumfarir til að manni litist á blikuna. Hvalveiðarnar borguðu námið Eins og svo margir ungir menn í ár- anna rás þá notaði Hreggviður tekj- urnar af hvalvertíðunum til að fjár- magna nám á veturna. Ég átti allt- af námið skuldlaust, þökk sé hvaln- um. Þegar ég byrjaði fyrst um vorið 1966 þá var ég einmitt að taka inn- tökupróf í Verzlunarskólann. Þar var ég næstu vetur og svo í Stýrimanna- skólanum eftir það og alltaf á Hvali 6 á sumrin. Eftir Verzlunarskólann var ég svo eitt ár á Gullfossi sem háseti til að ná mér í siglingatíma því ég ætlaði í Stýrimannaskólann. Þar settist ég á skólabekk en var jafnframt á flutn- ingaskipum snemma á vorin áður en hvalurinn hófst. Einnig fór ég túr á línubáti. Það var mjög erfiður túr og lítið upp úr því að hafa. Þetta urðu einu kynni mín af fiskveiðum en sjó- maður skyldi ég nú samt verða. Hann lauk farmannaprófi 1975 og fékk strax stöðu sem stýrimað- ur hjá Eimskip. Ég neyddist til að hætta hvalveiðum. Það var mjög erf- itt og sárt að gera það. En ég varð að velja milli þess að fá fasta yfirmanns- stöðu hjá Eimskip eða hafa sum- arvinnu á hvalbátnum og búa síð- an við óörugga vinnu á veturna. Ég kaus fyrri kostinn en sá alltaf eftir því. Hjá Eimskip fékk ég strax stýri- mannspláss á Brúarfossi gamla. Mað- ur kynntist mörgum skemmtilegum mönnum á flutningaskipunum. Mér finnst þó nú í seinni tíð gert fullmik- ið úr glansinum við að vera á skip- um eins og Gullfossi. Við sem unn- um þarna um borð máttum ekki hafa nein samskipti við farþegana. Þetta var bara vinna hjá okkur. Yfirmenn- irnir voru líka svolítið stífir í þá daga, sérstaklega á Gullfossi. Það voru kannski helst þeir sem voru að byrja spariklæddir á stjórnpalli. Andinn var hins vegar ágætur um borð. Kristján Aðalsteinsson var skipstjóri meðan ég var þarna og svo var Þór Elísson yfir- stýrimaður. Hann var bróðir Más El- íssonar fiskimálastjóra. Seinna var ég svo stýrimaður hjá Þór á gamla Lag- arfossi eða Lagganum eins og hann var kallaður, og líka á Bakkafossi. Þór var alveg öndvegismaður. Sýndu betri hliðar með konum Hvað sem Hreggviður segir um glansmyndir farmennskunnar þá er millilandaskipið Gullfoss löngu orð- ið að hálfgerðri goðsögn í Íslands- sögunni. Þegar Hreggviður var um borð sigldi Gullfoss milli Reykja- víkur, Þórshafnar í Færeyjum, Edin- borgar í Skotlandi og Kaupmanna- hafnar í Danmörku. Skipið stopp- aði alltaf þrjá daga í Kaupmanna- höfn. Hún var okkur önnur heima- borg. Svo fór ég tvær vorferðir með Gullfossi. Þá sigldum við til Cork á Írlandi og Jersey í Ermarsundi, Rotterdam í Hollandi og San Se- bastian á Spáni. Þá voru margir úr áhöfninni með eiginkonurnar með í för. Það var alltaf betri andi um borð í skipunum ef konur voru með í för. Þá sýndu menn sínar betri hliðar og urðu kúltíveraðri í allir framkomu, segir Hreggviður og verður sposk- ur á svip. Hann var sjálfur einhleypur á þessum árum. Ég var fastráðinn sem stýrimaður hjá Eimskip til 1982. Ég fór eiginlega aldrei í frí. Við ungu mennirnir sem vorum á lausu vorum hiklaust látnir sigla yfir jól og ára- mót. Ef einhverjir veiktust eða fóru í frí var ég alltaf mjög tilleiðanlegur að leysa af. Það kom nokkrum sinnum fyrir að maður var á leið niður land- ganginn á leið í frí að ég sneri við til að fara í afleysingatúr. Það má vara sig á þessu, menn á sjó þurfa sín frí. Það var þó gaman af þessu. Með annan fótinn á sjó Þar kom þó að piparsveinalífinu til sjós lauk. Hreggviður kynntist Maríu Jónu og þá urðu kaflaskil á ferlinum. Þegar við gengum í hjónaband og fórum að eignast börn hætti ég sem stýrimaður hjá Eimskip. Ég ætlaði í land og hélt ég myndi gera gagn þar, en það var nú svona og svona. Það var erfiðara en segja það að ætla bara að axla sín skinn og ganga frá borði án þess að líta um öxl. Hreggviður var eftirsóttur hjá sinni gömlu útgerð. Eftir að ég hætti þá var ég alltaf að leysa af á skipunum hjá Eimskip. Ég átti kost á því að fara á skrifstofuna hjá fyrirtækinu því ég var með versl- unarpróf. María vildi hins vegar ekki flytja úr Borgarnesi. Við settumst að hér og stofnuðum heimili. Ég hélt þó áfram að leysa af bæði yfir hátíðar og á sumrin. Haustið sem Hreggviður hætti sem fastráðinn stýrimaður hjá Eimskip fór hann að vinna í sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga úti í Brákarey. Það var mjög skemmtilegt og ég kynntist þar mörgu sveitafólki. Síðan starfaði ég hjá Borgarverki sem skrifstofumaður. Ég átti líka viðkomu í matvörudeild- inni í Kaupfélaginu en vann svo í 11 ár sem sölumaður hjá Vírneti. Hreggviður Hreggviðsson stýrimaður og útfararstjóri: Byrjaði í hvalnum og endar í hvalnum Hreggviður Hreggviðsson á heimili sínu í Borgarnesi. Í bakgrunni er málverk af Hvali 6 eftir Andrés Magnússon sem um árabil var verkstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði. Á skólabekk í Stýrimannaskólanum. Hreggviður situr yst við borðaröð númer tvö talið framanfrá. Hvalur 6 í Hvalfirði. Þessa ljósmynd tók Hreggviður úr tunnunni niður yfir brúna á Hvali 6. Stjórpallur skipsins er opinn eins og sjá má. Hvalir eru á báðum síðum skipsins. Hreggviður klifrar upp í útsýnistunnuna í frammastrinu á Hvali 6. Þar þótti hann bæði árvökull og góður þar sem hann hafði góða sjón, þekkti tegundirnar og hafði brennandi áhuga á hvalveiðunum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.