Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 6
Hlynur Níels Grímsson Sitji Guðs englar Smásaga Einhvern tíma eftir miðnætti stóð hann upp og slökkti á sjónvarpinu. Stillimyndin hafði reyndar birst stuttu áður svo hann gerði ráð fyrir að dag- skránni hefði verið lokið en hann var hvort sem er ekki að horfa, ekki það hann myndi eftir alla- vega. Dagskrá ríkissjónvarpsins norska endar yfirleitt á kyrralífsmyndum af kvöldsól í norsku fjörðunum eða Harðangursfjöllum I klakabönd- um eða Finnmerkurskógum að sumri. Hann syfjaði alltaf við að horfa á þessa myndasýn- ingu enda var það eflaust tilgangurinn: Flóandi lyf fyrir nóttina, snuð fyrir fullorðna. Hann gekk að glugganum og horfði út. Skógurinn myrkur og þögull. Einhvers staðar neðst í dalverpinu straumhörð áin með skoluðu vatni eftir regnið, og á himninum lengst í suður, yfir firðinum, mótaði fyrir skýjum handa nýjum morgni i birtu frá minnkandi tungli. Hverfið svaf. Allir sváfu svefni hinna réttlátu í mjúkum rúmum í rauðmáluðum, hornréttum litlum húsum sem svo mikið var af í þessu landi. Hamingjusamar manneskjur dreymdi sól að morgni, og svo nýjan dag með sigrum með- an tölvan bakvið sjónvarpsskjáinn rúllaði áfram myndum af röð og reglu, friði, ró, öryggi, vissu. Meðan vélin rúllar getur ekkert slæmt gerst, hugsaði hann alveg ósjálfrátt en samt upphátt sem var auðvitað fáránlegt, það var jú enginn staddur í íbúðinni nema hann. Vélin rúllar og það er einfalt tæknilega, enda eru einföldustu lausnirnar alltaf bestar. Hann vissi það vel, enda gekk starf hans út á að leysa málin, taka ákvörðun, einfaldasta lausnin er oft besta lausnin eins og hann minnti að stæði í On Call og Clinical Problem Solving. Hann ákvað að róa sig aðeins niður, halda höfðinu köldu undir öllum kringumstæðum, halda höfðinu köldu, og gekk að geislaspilaran- um og byrjaði að róta í diskunum sem lágu í hrúgu á gólfinu. Fann ekkert sem hann var að leita að og kveikti þess vegna á sjónvarpinu aft- ur um leið og hann henti sér í sófann. Á skján- um birtust myndirnar ein af annarri, og það var þægilegt. í rauninni er ekkert vont til meðan vélin gengur, og allir sofa og vakna heilbrigðir en ekki veikir að morgni. Og enginn vak- ir eða seilist í töfluglasið á náttborðinu eða sprautar sig í æðina sem eftir er og enginn heldur framhjá í litlum rauðmál-j uðum hornréttum húsum eða hengirj sig aleinn í myrkum þöglum skógi, og hann horfði á skerminn og fannst hann ekki muna eftir að lífið hefði nokkurn tímann verið öðruvísi en næsta mynd af kyrrlátu kvöldi við fjörðinn. Hann sofnaði. Einhvern tíma seinna vaknaði hann við regn á einföldu glerinu. Það var ennþá nótt, og eldhús- klukkan tikkaði rólega áfram. Fyrst hélt hann að það myndi stytta upp, en svo hélt áfram að rigna þrátt fyrir að jörðin þyrfti ekki á rigningu að halda. Hann velti sér á grúfu í sófanum, setti koddann yfir höfuðið og mundi eftir sandinum sem molnaði í duft og síðan í ekki neitt þegar hann velti honum milli fingra sér. Hann mundi eftir landinu líka, landinu undir eilífri sól, þar sem meira að segja gróðurinn molnar í duft þegar komið er við hann. Hann mundi eftir að hafa staðið við gluggann á einni biðstofunni og horft út í von um regn, regn handa Eretz Yisra- e/báðu rétttrúaðir, en hann varekki einn þeirra. „Regn fyrir uppskerutímann!" var meira að segja krafa síðdegisþlaðanna, þrátt fyrir að öll þjóðin vissi að það yrði engin uppskera þetta árið. Hann var hins vegar ekki einn þeirra og bað þess vegna um regn bara svona fyrir sjálf- an sig enda var hitinn kæfandi alltaf og alls staðar. En hver var hann að gera kröfur, hann skiptineminn, útlendingurinn? Fyrst Guð bæn- heyrði innfædda ekki einu sinni var ekki um annað að ræða en að þurrka svitann úr andlitinu og þrauka. ----------------- Það var farið að rökkva samt alltaf kæfandi, alls ánægður með að eiga vak um kvöldið og yfir nóttin;. Sú deild var ein af fáum með loftkælingu, en innfæddir mistúlk- ennan dag en hitinn staðar, og hann var á gjörgæsludeildinni Hann mundi eftir landinu líka, landinu undir eilífri sól, þar sem meira að segja gróður- inn molnar í duft þegar komið er við hann uðu áhuga hans á næturvi inu allt of jákvætt og hann gerði ekkert til að le iðrétta það. Reyndar höfðu þeir til að byrja rreð líka of háar hug- myndir um getu hans í læknisfræði miðað við námsreynslu, og það hafíi hann útskýrt með ánægju enda þægilegt aði þurfa ekki að bera ábyrgð á öðru en því minTryta. Þaö slðasH" nefnda kom reyndar ekki fram í drögunum að greininni sem hann var að skrifa um skiptinemadvölina, „nóttin var heit" skrifaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.