Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 3
tmm bls. 1 Átök ísraelsmanna og Palestínumanna eiga langar rætur og sagan er blóði drifin. Lilja Hjart- ardóttir, stjórnmálafræðingur, fjallar ítarlega um deilurnar, upphaf þeirra og framvindu í fróðlegri og áhugaverðri grein sem hún kallar Hernaður, hryðjuverk og hernumið fólk. Eins og Lilja bendir á er hætt við að afleiðingar sl. vikna verði ekki síður alvarlegar fyrir gyðinga en araba enda berast nú þegar fréttir af aukinni andúð í garð þeirra og jafnvel gyðingahatri. „Mál er að linni eftir fjögur stríð, sem hafa ógnað friði og öryggi í heimsbyggðinni allri," skrifar Lilja enn fremur og minnir á að ísrael er hervæddasta ríkið í Mið-Austurlöndum og þótt víðar væri leit- að, með tæpa hálfa milljón gyðinga undir vopn- um. Átök ísraela og Palestínumanna leita einnig á Hlyn Níels Grímsson, lækni í Svíþjóð, eins og lesa má í smásögu hans Sitji Guðs englar. Söguhetja hans stendur andlaus við Grátmúr- inn og dettur ekkert í hug til að hripa á bæna- miða þótt hún hafi orðið áþreifanlega vör við of- beldið í landinu. Annað efni tmm er af ýmsu tagi: Kristján B. Jónasson skrifar um nýjustu bók þýska rithöf- undarins Gunters Grass, Krabbagang. Grass byggir bókina á raunverulegum atburðum úr síðari heimsstyrjöldinni, mesta skipsskaða sög- unnar, en talið er að 9.000 þýskir flóttamenn hafi farist er Wilhelm Gustloff var sökkt á Eystrasalti I ársbyrjun 1945. Kristján fjallar um viðtökur Krabbagangs en í Þýskalandi telja margir að bók Grass sé lóð á vogarskálar nýs sjálfsskilnings Þjóðverja sem miðist fremur við fórnarlambið en böðulinn. Bókmenntagagnrýnin heldur áfram með sama sniði og í síðasta hefti. Árni Óskarsson fjallar um Einar Kárason og feril hans en þó sér- staklega nýjasta verk hans, Óvinafagnað. Sig- urður A. Magnússon skrifar gagnrýna grein um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ármann Jakobsson hefur greinaflokk sinn um Agöthu Christie og Þorfinnur Skúlason lítur í bækur um viðskipti og vinnusemi undir yfirskriftinni Frá Kaupþingi til Casabianca. Aftast í tímaritinu er eftirtektarverð smásaga eftir Óla Jón Jónsson, Mannabein. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum þótt fáir vilji kannast við að slíkir at- burðir hafi tengst íslandi. Það er því áhugavert að lesa hana með hliðsjón af orðum Kristjáns B. Jónassonar um uppgjör þjóða við fortíðina. Síðast en ekki síst er að nefna tvo Frá ritstjóra rithöfunda sem eru ósparir á stóru orðin. Hall- grfmur Helgason skrifar sendiherranum í Was- hington um ástandið í íslenskri pólitík og Harold Pinter ræðir um alþjóðastjórnmálin; Afganistan, írak og Milosevic. Þetta eru rithöfundar sem eru óhræddir við að taka þátt í samfélags- umræðunni. Rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun sem sótti (sland heim á dögunum tjáði sig einmitt um slíka þátttöku rithöfunda f viðtali í Morgunblaðinu: „Rithöfundar eru alls staðar borgarar en marokkóskur rithöfundur myndi aldrei komast upp með að telja sig hafinn yfir samfélagið og þau mál sem þar eru efst á baugi hverju sinni. Almenningur gerir kröfur um að hann taki þátt." Að lokum er vert að minna á Listahátíð í Reykjavík. Dagskráin er fjölbreytt í ár; Argent- ína, Kúba, Rúmenía, -sápukúlur, sópransöngur og Eddukvæði. Hátfðin hefur í yfir 30 ár skipað veglegan sess í menningarlífi landsmanna. Margir minnast heimsþekktra listamanna sem Listahátíð hefur laðað til landsins, hvort sem það er Dylan eða David Bowie, Ingimar Berg- man eða Helgi Tómasson, Pavarotti eða Baren- boim. Listahátíð er ætlað að bjóða upp á stór- viðburði á öllum listsviðum; tónlistar og söngs, leik- og danslistar, bókmennta, myndlistar og byggingarlistar. Stjórn Listahátíðar hefur því vandasamt verkefni með höndum en ekki er annað að sjá en að vel hafi til tekist f þetta sinn. tmm lítur inn á Listahátíð. Argentfnski tangóinn sem danshópurinn El Escata stígur kallar á umfjöllun um heimaland þessarar blóð- heitu listar. Vigfús Geirdal sagnfræðingur skrif- ar um sögu og menningu Argentínu. Þá prýðir kápu tímaritsins nærmynd af verki eftir Mar- gréti H. Blöndal en verkið er hluti af sýningunni Mynd - íslensk samtímalist sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í tengslum við Listahátíð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.