Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 32
sitt síðasta embættisverk í borginni: Að bursta Björn & co í kosningunum í vor. Það verður ör- ugglega mjög gott fyrir Samfylkinguna að fá ÉSollu fyrir formann en kannski spurning hvort það verði jafn gott fyrir (sland. Hún er vinsæl og mun færa flokknum fylgi en gallinn við hana er sá að hún þorir ekki að vera óvinsæl. Og það hlýtur að vera mikill löstur á stjórn- i málamanni. Hún hefur ítrekað I veigrað sér við því að taka óvin- ----------® sælar ákvarðanir, sama hvort það er flugvöllinn burt eða byggingafram- kvæmdir á „Eyjabökkum Reykjavíkur"; „útivistarsvæðinu” góðkunna við Glæsibæ þar sem aldrei sést neinn fyrir utan manninn sem varð næstum því úti þar um árið. [ flugvallarmálinu tók borgarstjóri reyndar ákvörðun en ákvað að friða okkur með sýndarkosningum þegar hún heyrði kurr í sínum hópi. Og hinn óleysti leik- skólavandi er nú afsakaður með því að fólk hafi svarað vitlaust í skoðanakönnun árið 1994. Þörfin var víst meiri en fólk gaf upp. Já. Þegar allt kemur til alls er víst ekki svo gott að stjórna samkvæmt skoðanakönnunum. Eða eiga leið- togar að vera í eilífu lýðtogi? Vont er þegar valdsmenn óttast valdið. Það veldur engu nema vonbrigðum. Af helsta for- ystufólki Samfylkingarinnar höfum við annars- ye^ar þá sem völdin hafa en veigra sér við að beita þeim og hinsvegar þann sem engin hefur en hótar öllu og öllum með því. Væri ekki ráðið að finna hér einhvern milliveg? Ef til vill er maður þó að gera of miklar vænt- ingar til borgarstýrunnar og gleymir að taka til- lit til þess að hingað til hefur hún þurft að stjórna með þunga framsóknarkúlu um ökklann (sem fest er með línu kallaðri net) og nú bætist við síst óléttari vinstri-græn kúla um hinn ökklann á næsta kjörtímabili, kúla sem alls ekki má velta við án þess að það fari fyrst í umhverf- ismat. Þó ættu þær klyfjar ekki að afsaka alla þá varkárni sem vinstri meirihlutinn hefur sýnt af sér við stjórnun borgarinnar. Einn góður stuðn- ingsmaður borgarstjóra orðaði það svo við mig að ég væri í raun mónúmentalisti og góður borgarstjóri væri sá sem væri ósýnilegur og héldi bara í horfinu. Mér finnst slíkt tal bera merki um metnaðarleysi. Maður lifir bara einu sinni en sumir fá að verða borgarstjórar þrisvar og til hvers er fólk í pólitík ef ekki til að breyta og skilja eitthvað eftir sig? En hvað, maður má víst ekki vera of ósann- gjarn. Á næsta kjörtímabili mun R-listinn sjálf- sagt láta reisa Skuldasafn Reykjavíkur í Tryggvagötunni, við hliðina á Listasafni Reykja- víkur. Það verður gaman að sjá hvort það verði frftt inn. Kosturinn við Ingibjörgu Sólrúnu er samt sá að hún virðist að mestu hafa losað sig við gamla vinstri drauga og er realpólitíkus nýrra tíma. Það er Blair-blær yfir henni. Þetta gildir reyndar um Össur líka - eftir að hann losaði sig við kjafta-slaufuna og setti upp corporate-bindið - en það sem þau vantar er kjarkur og áræði, hugmyndir og þorið við að leiða, leiða okkur sauðina, svo ekki sé minnst á stefnuna, sjálfa „pólitíkina". Slíkt er nauðsynlegt ef takast á að búa til stóran og almennilegan miðjusækinn krataflokk á la New Labour. Við finnum ekki fyrir stórum mun á stefnu- málum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Að( minnsta kosti ekki í borginni, sem kann aðl vera skiljanlegt, og þó ekki. f þorgarmálunum| eru það Höfuðborgarsamtökin sem gefa okk- ur eina róttæka valkostinn með sinni skýru og| hugfrelsandi fersku miðborgarstefnu. Stórul framboðin tvö eru ennþá föst í hinni ömur- legu og úreltu úthverfastefnu sinni og hafal bæði jafnslæman smekk á arkitektúr eins ogj sannaðist í nýafstaðinni samkeppni um tón-| listarhús sem lítur út eins og ofurhönnuð ogi ísköld Bang & Olufsen samstæða (sjálfsagt íf von um jafngóðan hljómburð og því merkil fylgir). [ þeirri vinningstillögu er miðborginnij búinn hægfara steinsteypudauði; er ætlað að| blæða út á enn einu glæsitorginu sérhönnuðu| fyrir veður og vind. I landsmálum fylgja þessir flokkar einnigl stórt séð sömu stefnu sem kenna má við al-| menna skynsemi. Samfylkingin virðist (ath. virðist) jafnfylgjandi einkavæðingu, virkjun-: um, stóriðju, Kára Stefánssyni og lægri skött-J um á fyrirtæki og Davíðsflokkurinn, en mun-J urinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn leiðir enj Samfylkingin töltir á eftir. Sóknartækifæril hennar eru þó inn í raðir hins mjúka hægri-| fylgis, líkt og hjá Blair forðum, þar sem Evr-| ópumálin ættu að verða besta vopnið. En til þess skortir frumkyæðið; að vera á undan, og láta un\æðuK(a elta fengnar hugmyndir. Því miður virðast flestar nýj- ungar ennþá koma frá hægri. Fyrr í vetur varpaði Björn Bjarnason því fram að setja ætti leikskóla í skólaskyldu. Einföld og snjöll hugmynd sem myndi án efa leysa leikskólavandann í eitt skipti fyrir öll. Það merkilegasta við þessa til- lögu er þó sú einkennilega staðreynd að hún er í raun erkitýpísk kratahugmynd og átti því frem- ur að koma úr ranni Samfylkingar. En það að henni skuli hafa verið varpað útúr Valhöll sýnir okkur vel hversu flatt og lygnt hið pólitíska landslag er orðið og laust við gömlu vindáttirn- ar hægri og vinstri. Hafa allir vinstri menn losað sig við sína rauðu drauga? Hvað er vinstri-stefna í dag? Af hverju kallar sumt fólk sig vinstra-fólk? Gallinn við íslenska pólitík er sá að hér er ekkert að. Við búum í fullkomnasta þjóðfélagi sem jörðin hefur nokkru sinni séð. Allir hafa nóg að bíta og brenna. (Reyndar þarf alls eng- inn að bíta neinn né brenna neitt.) Tækifærin standa öllum opin. Rúllustigarnir í Leifsstöð flytja landann uppí allar heimsins vélar þrisvar á ári. Ef menn vilja gerast rithöfundar fá þeir 189.000 krónur á mánuði frá ríkinu hálft árið. Ef menn vilja læra tálknfræði í Austin, Texas greið- lir Lánasjóður götu. Allar stofur eru 40 gráðu heitar. Enginn sest ósaddur við sjónvarpið. Og enginn fer ólesinn í háttinn. Þeir sem hrjóta eru látnir sofa með súrefnisgrímur. Annar hver gít- \ argrípandi unglingur rambar á barmi heims- frægðar. Forsetinn er ástfanginn. Það þykir I vottur um fátækt ef menn láta sjá sig á þriggja ára gömlum bíl. Einstæðar mæður fá pössun um hverja helgi og krakkarnir nýjan pabba á mánudeginum. Á barnaheimilum eru börnin ! beðin að slökkva á farsímunum sínum á meðan | fóstrurnar lesa framhaldssöguna. Kæri Jón Baldvin. Er langt síðan þú komst til j islands? Hér hefjast fréttatímarnir á lækkuðu | verði á agúrkum og komu farfugla. Heitasta barátta dagsins er háð um ískalt grjót inná Öræfum. Á meðan sefur hver þjóðfélags- þegn í heitu rúmi. Öðruvísi okkur áður brá. Við lifum í hinu fullkomna velferðarríki: Meistaraverki kratismans. Þar sem öll bar- átta er afstaðin, þar sem öll mál eru í höfn. Við búum handan við vinstri og hægri. Öll aðalmál dagsins koma þvert á þær gömlu línur. Evrópusambandið hugnast fólki í öllum flokkum öðrum en sértrúar- söfnuðinum yst til vinstri þótt sjálfstætt þenkjandi sjálfstæðismenn viðskipta- I heimsins þori lítt að impra á því af ótta við að styggja okkar geðstirða forsætisráð- herra. Flestir eru sammála um umhverfis- mál á meðan þeir hafa efni á því. Verndun hálendisins er lúxus sem menn geta leyft sér á meðan hægt er að skreyta suður- ströndina með ál- og stálverum sem skila gróða í búið. Hin eilífa vonlausa byggða- stefna er afleiðing okkar fáránlegu kjör- dæmaskipunar sem mun taka á sig enn

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.