Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 35
Hallgrímur Helgason: Vinstra megin við Washington tmm bls. 33 The Language of Losers) en einkarekstur og einkaútboð er of mikið af því góða. Hugmyndir um einkarekstur í skólakerfinu eru kallaðar „uppboð á bðrnum" og frjáls útboð í heilbrigð- iskerfinu „sjúklingar til sölu". Rauðir draugar deyja seint. Það skiptir engu máli þótt löngu sé sannað að einkarekstur sé hagkvæmari en rlk- isrekstur og því vel reynandi að leyfa þeim fyrr- nefnda að athafna sig innan ramma og umsjár þess síðarnefnda. Hér ráða gamlir fordómar í garð alls þess sem tengist orðinu „einka" og er jafnvel stutt í hinn klisjukennda söng Vinstri- grænna um „gróðafyrirtækin" sem er einn af þeirra mest brúkuðu gripum úr dánarbúi gamla Alþýðubandalagsins þar sem menn ráku sín fyrirtæki helst með tapi og voru stoltir af. Óttinn við gróðann. Óttinn við valdið. Óttinn við breytingar. Óttinn við allt sem lífið hreyfir. Samfylkingarfólk er þó upp til hópa laust við sjálfshatrið sem einkennir grænhöfðana yst á vinstrikantinum; fólkið sem fyrirlítur það þjóðfé- lag sem það býr þó við. Samfylkingarliðið hefur upp til hópa sætt sig við að eiga „einka"bíla og lætur krakkana teyma sig (með mismiklum semingi) inn á McDonalds, leigir sér amerískar kvikmyndir um helgar og leyfir sér að fylgjast með Survivor og hlæja að Friends, les jafnvel „bækur sem seljast" og notar rafmagn frá Landsvirkjun (líklega vegna þess að það getur ekki hugsað sér ,,einka"virkjun). Allt þetta lærði vinstra-liðið af börnunum sínum. Það er erfitt að neita litlum prinsum og prinsessum um risa- eðlur og Pókemon-spjöld með þeim rökum að í þeim búi ógnir hins illa og fjölþjóðlega kapítal- isma. Fjögurra ára barn hefur lítinn skilning á nauðsyn þess að styrkja léttan handverksiðnað í Þingholtunum. Og fjórtán ára unglingur sem kemur frá sjónvarpslausu heimili lendir bara í einelti í skólanum. Honum er lítil huggun í því þó að Friends-lausir dagar hans séu bættir upp með ritsafni Marshalls McLuhans í fermingar- gjöf. Byltingin étur börnin sín en börnin björguðu Samfylkingunni, þótt enn sé þeim reyndar beint í háttinn með þeim orðum að ef þau fari ekki strax að sofa þá komi Hannes Hólmsteinn og éti þau. Samfylkingin er því í eðli sínu ekki mótfallin þjóðfélagi okkar, en hún er ættuð úr þeirri miklu mótvinds-átt og þarf því að skera endanlega á þau örfáu ættarbönd sem eftir lafa, útrýma rauðum draugum úr sálinni, og sækja inn á miðjuna, þora jafnvel að stinga stórutá yfir hana, inn í hægralandið. Hún þarf að láta af nei- kvæðu nöldri viðbragðapólitíkurinnar og setja upp jákvæðan sóknarsvip; halda fast í velferðar- kerfið sitt án þess að óttast lagfæringar á því í nafni einkageirans og þora að halda með mark- aðsþjóðfélaginu okkar og þá verður hægt að kjósa hana næsta vor, því nú er lag, þegar Dav- íð er orðinn þreyttur og þjóðin þreytt á Davíð. Ingibjörg Sólrún getur breytt Samfylkingunni en þá þarf hún líka að breyta sér aðeins fyrst og láta af óttanum við valdið. Vinstrimenn þurfa endanlega að læra að ótt- ast ekki hægrið; hætta að óttast hægrimenn og hætta að óttast það að verða kallaðir hægri- menn. Maðurinn hefur tvær hendur; hægri og vinstri, en í miðjunni situr þó höfuðið og stjórn- ar þeim báðum. 6. Faðir vor. Þú sem ert í Washington. Helgist þitt nafn og tilkomumikið er þitt ríki, svo á Fróni sem í Sverige. Þú þarft ekki heldur að óttast hægrið, því frá Washington að sjá er allt til vinstri. En ef þú vilt kalla „hægrivillu" þá tilraun mína að standa einn og óklæddur í mölétinn íþróttabúning stjórnmála síðustu aldar, tilraun mína til að hugsa sjálfstætt, þá er mér sama um það. Þú ættir samt að geta slappað af því ég verð þó alltaf vinstra megin við Washington. Og þaðan að sjá eru „hægri" og „vinstri" jafn- saklaus hugtök og stefnuljósin sem við gefum á næsta horni. í stjórnmálum Evrópu ríkir enn- þá vinstri umferð. Bestu kveðjur úr Reykjavík og bið að heilsa Bryndísi. - HH Hallgrfmur Helgason (f. 1959) er rithöfundur f 101-Reykjavík. Nýjasta bók hans, Höfundur Islands (Mál og menning, 2001), færði honum jslensku bókmenntaverðlaunin.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.