Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 36
Þorfinnur Skúlason Frá Kaupþingi til Casablanca Nokkrar undirstöður nýrrar heimsmyndar Eftir snúninginn í hringhurðinni stend ég inni á flísalögðu gólfi. Fyrir framan mig er mannlaust móttökuborð, þar að baki er glerveggur sem lokar af helming hæðarinnar. Ég stend kyrr fá- ein vandræðaleg augnablik en tek þá eftir hópi fólks handan við glerið. Sumir standa og halda á blöðum, aðrir sitja þétt hlið við hlið á bak við flata skjái. Allir eru spariklæddir. - Það hlýtur að vera veisla í verðbréfahöllinni í dag, segi ég. - Það held ég ekki, segir félagi minn sem er far- inn að færa sig nær hringhurðinni á ný. Allir dagar eru veisludagar þegar þú ert í verðbréfa- bransanum. Við áttum okkur á því að við erum að villast og forðum okkur út. Við erum þegar farnir að vekja eftirtekt fólksins. [slenska þjóðin gekk á undraskömmum tíma inn í veröld verðbréfa og markaðshugsunar undir lok síðustu aldar. Með þeirri inngöngu breyttust ýmis viðhorf og gildi sem áður höfðu verið talin góð og gild og ný komu í staðinn. Við föðmuðum öll sem eitt að okkur nýja strauma undir merkjum gamallar ungmennafélagshug- sjónar „allir með"! Drifkrafturinn var sú nýja staða sem komin var upp, almenningur gat eignast peninga án þess að vinna fyrir þeim á hefðbundinn hátt. í stað þess að sitja á bak við skrifborðið frá níu til fimm gátu skrifstofuþræl- ar sent peningabúnt í sinn stað til vinnu á morgnana sem kom sílspikað heim að kvöldi eftir ávaxtarsaman dag í kauphöllinni. Og sög- urnar hófust á loft. Starfsmenn bankanna fengu starfsmannabréf sem gáfu hundraðþús- unda króna ávöxtun á mánaðartíma á meðan menn á bláum frottesloppum drógu inn árslaun forstjóra yfir kaffibolla að morgni úr kauphöllum á Netinu. Vöxturinn var óstöðvandi, gullgerðar- vélin var loksins fundin. Áþekkar sögur voru á allra vörum í öllum fermingarveislum, jólaboð- um og afmælum. í kjölfarið fóru verðbréfasalar að skjóta upp kollinum á besta tíma á sjónvarpsskjá. Þar tí- unduðu þeir kosti og lesti fyrirtækja og lögðu faglegan heiður sinn að veði í veðmálinu um framtíðarvöxt þeirra. Erlend lán höfðu sjaldan verið hagstæðari og ef ekki var hægt að „kassa" inn á fyrirtækjavexti óx féð af sjálfu sér vegna gengisbreytinga og vaxtamismunar. Ný kynslóð kom út á vinnumarkaðinn sem fékk þau skilaboð frá umhverfinu að gera ætti kröfur til hlutdeildar í ágóða fyrirtækja og að vinnu- staðurinn væri eins konar sérútbúin félagsmið- stöð þar sem ætti fyrst og fremst að vera gam- an. Leikurinn væri það dýrmætasta sem hver einstaklingur hefði að færa fyrirtæki sínu, óheft hugmyndaflæði væri lykillinn að auðlegðinni. Að endingu fór vélin að hökta. Verðbréfasalarn- ir hurfu af skjánum jafnskjótt og þeir birtust þegar spár þeirra um plústölur urðu að sífellt meiri mínus. Margir vöknuðu upp við vondan draum eftir að hafa lagt lánsfé að veði í kapp- hlaupi fyrirtækjavaxtar. Erlend lán urðu óhag- stæð og allir kepptust við að koma verðmætum sínum í skjól áður en nokkrir rigningardropar yrðu að úrhelli. Á vinnumarkaði tók jakkafata- grár veruleikinn við af jogginggallabláum draumnum, gömlu lögmálin virtust óhagganleg eftir allt. Þó að almenningur væri munaðarlaus eftir fall verðbréfamarkaðanna var hann ekki arflaus. Þátttakan í verðbréfaleiknum arfleiddi samfé- lagið að nýrri hugsun, hugsuninni um að lífið sé nokkurs konar markaður. Nú hnitar markaðs- hugsunin um flesta þætti mannlegs lífs og teygir sig inn á svæði sem áður voru talin ósnertanleg. Menningarlífið er til að mynda metið eftir því hversu mikilli sölu afurðir lista- manna ná og hvaða frægð þær færa skapara sínum. Listamenn eru óspart búnir til eftir þeim formúlum sem mestan árangur gefa. En á sama tíma eru uppi kenningar innan markaðs- fræðinnar sem segja að atvinnulífið þurfi helst á menningunni að halda þar sem tengsl við menningarviðburði gefi fyrirtækjum rödd í fjöl- miðlum og veiti merkingarlausum fyrirtækja- nöfnum aðgang að háleitari gildum. Fyrirtækin þurfa á þessari hjálp að halda þar sem markmið dagsins er ekki einungis hagnaður, heldur meiri hagnaður á þeim ársfjórðungi sem er að líða en þeim sem á undan er genginn. Að baki þessum kröfum standa draumar fólks um peninga sem geta af sér peninga. Vissulega má segja að til- vera okkar byggi á fleiri og flóknari kerfum en hér er lýst. Engu að síður hafa þessir kraftar, sem hafa verið að verki í Bandaríkjunum í meira en öld, breytt því hvernig við horfum á heiminn. Nýlega rak á fjörur mínar tvær bækur sem hvor á sinn hátt varpa Ijósi á nokkra af burðar- bitum þessarar heimsmyndar. Önnur ber heitið Chasing Mammon (1992)1 og er eftir ferða- sagnaritarann Douglas Kennedy. Hin bókin, Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskipt-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.