Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 49
Sigurður A. Magnússon: Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fertug tmm bls. 47 kvæði, sem er gagnleg aðferð til að rýma burt verkum sem ekki njóta almenns stuðnings og beina kastljósinu að þeim sem fengið hafa bestan byr. Þarflaust er að taka fram, að loka- niðurstaðan er í engum skilningi endanlegur dómur, heldur speglar einungis viðhorf (og kannski fordóma) sundurleits hóps bók- menntapáfa sem er engu síður skeikull en hver annar hópur „sérfræðinga". Misjafnt val Eru bestu eða eftirtektarverðustu verkin ævin- lega tilnefnd? Það held ég sé fjarri lagi, einfald- lega vegna þess að dómnefndarmenn frá hverju landi eða málsvæði eru valdir af pólitísk- um ráðamönnum sem venjulega hafa litla eða enga þekkingu á bókmenntum. í tilviki íslands hefur afleiðingin orðið sú, að tilnefningar hafa tíðum endurspeglað íhaldssöm og mjög hefð- bundin viðhorf til bókmenntasköpunar. Þetta átti sérstaklega við á árunum 1961-1973, þeg- ar dómnefndarmenn voru Helgi Sæmundsson ritstjóri og Steingrímur J. Þorsteinsson pró- fessor. Fyrstu þrjú árin og það fimmta var að- eins tilnefnd ein bók, fyrsta árið skáldsaga eftir Halldór Laxness og 1967 leikrit eftir hann (leik- rit voru líka tilnefnd 1974 og 1989). Sú stað- reynd að Laxness hafði þegar verið sæmdur Nóbelsverðlaunum gerði tilnefningu hans hálf- vandræðalega, svo ekki sé meira sagt. Hitt skiptir þó meira máli, að á árunum 1961-1973 var gengið framhjá nokkrum bók- um sem mörkuðu tímamót, en i staðinn til- nefndar miðlungsbókmenntir. Meðal bóka sem gengið var framhjá voru þrjú timamótaverk eft- ir Guðberg Bergsson, Músin sem læðist, Tómas Jónsson metsölubók og Ástir sam- lyndra hjóna, skáldverk Ragnheiðar Jónsdóttur, Min liljan fríð, Og enn spretta laukar og Villield- ur, ásamt skáldsögum Stefáns Jónssonar, Veg- urinn að brúnni, og Steinars Sigurjónssonar, Ástarsaga. Þrír siðastnefndir höfundar komu aldrei til álita. Af 20 tilnefningum fyrstu 12 árin voru tilnefndar fimm Ijóðabækur, tvær eftir Jó- hannes úr Kötlum, tvær eftir Snorra Hjartarson og ein eftir Hannes Pétursson, allar óumdeilan- lega í besta gæðaflokki, en þrjú yngri og „rót- tækari" skáld voru sniðgengin, þeir Stefán Hörður Grímsson (tilnefndur 1989), Sigfús Daðason, og Þorsteinn frá Hamri (tilnefndur 1979, 1984 og 1992). Skipt um dómnefndarmenn Árið 1974 var loks skipt um íslenska dóm- nefndarmenn. Með þeim komu nýir höfundar á vettvang, meðal þeirra Guðbergur Bergsson. Nýju nefndarmennirnir voru Ólafur Jónsson rit- stjóri Skírnis og Vésteinn Ólason dósent. Þeir áttu því láni að fagna árið 1976 að fá f fyrsta sinn kjörinn til verðlaunanna íslenskan höfund, Ólaf Jóhann Sigurðsson, fyrir Du minns en brunn, sem var úrval úr tveimur Ijóðabókum hans. Árið 1977 var enn skipt um dómnefndar- menn og til starfans skipaðir Hjörtur Pálsson skáld og Njörður P. Njarðvík skáld og dósent. Þeir fengu því til leiðar komið að Snorri Hjartar- son varsæmdur verðlaununum 1981 fyrirljóða- bókina Hauströkkrið yfir mér. Á árunum 1982-1990 voru dómnefndarmenn þeir Jó- hann Hjálmarsson skáld og ritdómari og Heim- ir Pálsson cand. mag. fyrri fjögur árin en Sveinn Einarsson leikhússtjóri seinni fjögur árin. Þeir Jóhann og Sveinn fengu Thor Vilhjálmsson kjörinn til verðlaunanna 1988 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir. Árið 1990 var reglum um skipun dómnefnd- ar breytt þannig, að menn sætu fjögur ár í senn og annar þeirra ekki lengur en átta ár samfleytt. Bókmenntaverðlaunahafar Norðurlandaráðs 1962 Eyvind Johnson, Svíþjóð (Hans nádes tid) 1963 Váinö Linna, Finnland (Söner av ett folk) 1964 Tarjei Vesaas, Noregur (Is-slottet) 1965 William Heinesen, Færeyjar (Det gode Háb) Olof Lagercrantz, Svíþjóð (Frán helvetet till paradiset) 1966 Gunnar Ekelöf, Svíþjóð (Diwan över Fursten av Emgión) 1967 Johan Borgen, Noregur (Nye noveller) 1968 Per Olof Sundman, Svíþjóð (Ingenjör Andrées luftfárd) 1969 Per Olov Enquist, Svíþjóð (Legionárerna) 1970 Klaus Rifbjerg, Danmörk (Anna, jeg, Anna) 1971 Torkild Hansen, Danmörk (Slavernes öer) 1972 Karl Vennberg, Svíþjóð (Sju ord pá tunnelbanan) 1973 Veijo Meri, Finnland (Sergeantens pojke) 1974 Villy Serensen, Danmörk (Uden mál - og med) 1975 Hannu Salama, Finnland (Kommer upp i tö) 1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson, fsland (Du minns en brunn) 1977 Bo Carpelan, Finnland (I de mörka rummen, i de Ijusa) 1978 Kjartan Flogstad, Noregur (Dalen Portland) 1979 Ivar Lo-Johansson, Svíþjóð (Pubertet) 1980 Sara Lidman, Svíþjóð (Vredens barn) 1981 Snorri Hjartarson, ísland (Höstmörkret över mig) 1982 Sven Delblanc, Svíþjóð (Samuels bok) 1983 Peter Seeberg, Danmörk (Om fjorten dage) 1984 Göran Tunström, Svíþjóð (Juloratoriet) 1985 Antti Tuuri, Finnland (En dag i Österbotten) 1986 Rói Patursson, Færeyjar (Likasum) 1987 Herbjorg Wassmo, Noregur (Hudlös himmel) 1988 Thor Vilhjálmsson, ísland (Grámossan glöder) 1989 Dag Solstad, Noregur (Poman 1987) 1990 Tomas Tranströmer, Svíþjóð (För levande och döda) 1991 Nils-Aslak Valkeapáá, Samaland (Solen, min far) 1992 Fríða Á. Sigurðardóttir, ísland (Mens natten gár) 1993 Peer Hultberg, Danmörk (Byen og Verden) 1994 Kerstin Ekman, Svíþjóð (Hándelser vid vatten) 1995 Einar Már Guðmundsson, ísland (Universets ánglar) 1996 Oysten Lonn, Noregur (Hva skal vi gjöre i dag? og andre noveller) 1997 Dorrit Willumsen, Danmörk (Bang. En roman om Herman Bang) 1998 Tua Forsström, Finnland (Efteratt ha tillbringat en natt bland hástar) 1999 Pia Tafdrup, Danmörk (Dronningeporten) 2000 Henrik Nordbrandt, Danmörk (Drömmebroer) 2001 Jan Kjærstad, Noregur (Oppdageren) 2002 Lars Saabye Christensen, Noregur (Halvbroren)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.