Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 56
Óli Jón Jónsson Mannabein Smásaga Þegar ég stóð fyrir framan voldugt dyraportið á húsinu sem merkt var Jurgenstrasse 9 fór mér að líða hálf einkennilega. Ég varð allt í einu dá- lítið hissa á sjálfum mér fyrir að vera kominn á þennan stað. Að maður skyldi hafa látið til leið- ast eftir öll þessi ár. Samt var ég ákveðinn í að ganga inn. Ég var meira að segja orðinn ákafur í að halda áfram. Það var eins og eitthvað tog- aði í mig. Eins og þessi gömlu bein væru að kalla mig til fundar við sig á ný. Ég reyndi að hafa mig allan við til að skilja kon- una í afgreiðslunni. Hún ruddi út úr sér orðun- um og benti á meðan eitthvað út í loftið með vísifingri. Konan sýndi engin svipbrigði þótt hún væri nánast óðamála. Ég náði ekki smáatriðun- um en kinkaði kolli um leið og ég gekk af stað - þriðja hæð, inn ganginn. Ég tók lyftuna. Þegar ég kom upp á þriðju hæð- ina las ég á nafnspjöldin á hurðunum. Það tók ekki langan tíma að finna þá réttu og ég hringdi þjöllunni. Eftir nokkrar sekúndur stóð hann í dyrunum. Herra Dresner var miðaldra maður, hávaxinn og grannur, með hvítt hár og ferkönt- uð gleraugu. Þegar við tókumst í hendur brosti hann kurteislega. Hann var með stórt skarð milli framtannanna. Við byrjuðum á því að skiptast á nokkrum kurteislegum orðum - hvort ég hefði verið áður í Berlín, hvort ég ætlaði að skoða mig um og þar fram eftir götunum. Svo sneri ég mér að efninu. Hann stoppaði mig fljótlega með því að veifa bréfinu, sagðist vera nýbúinn að lesa það aftur: - Ja, ja, sagði hann. - lch verstehe. Ég sagði honum að málið væri persónulegt og ég væri ekki þarna af fræðilegum áhuga, eins og ég hafði reyndar útskýrt í bréfinu. Hann spurði einskis og virtist ekki hafa áhuga á að vita neitt meira. Mér létti þegar ég sá að það voru engin formsatriði í veginum. Hann sagði mér að í kjallara hússins væru nokkrir skápar með ýmsu dóti sem hefði ekki eyðilagst í stríðinu. Þar á meðal væru einhverj- ir munir sem tengdust starfsemi „þeirrar stofn- unar" sem ég hefði nefnt (bréfinu. Ég veit ekki hvort þetta var viðkvæmt fyrir honum, en hann nefndi hana að minnsta kosti ekki á nafn. Þjóð- verjar af hans kynslóð hafa margir aldrei náð því að tala opið um þessi mál. Hann sagði mér að það hefði lítið verið hreyft við þessu dóti meðan „Die Kommunisten" voru við völd en eftir sameiningu hefði verið rætt um hvað ætti að gera við þetta. Nú stæði til að fara i gegnum skráninguna og koma þessu í skikkanlegt horf. Síðan þagði hann smástund. Setti svo skeifu á munninn og sagði með hægð: - En yður er velkomið að fara yfir skrárnar og skoða munina, ef ske kynni að það sem þér leitið að sé þar einhvers staðar innan um. Ég byrjaði á því að skoða skrárnar. Þetta voru stórar og þungar möppur. Ég átti í fyrstu erfitt með að átta mig á öllum táknunum. En eftir dá- litla yfirlegu rak ég augun í ýmislegt sem mér fannst að gæti passað. Ég sá ekki betur en ýmsir munir og skjöl sem hefðu tilheyrt stofn- uninni væru geymdir í skápum merktum KWI 1-8. Ég stóð upp og sýndi verðinum númerin sem ég hafði skrifað á miða. Vörðurinn var maður á mínu reki og var greinilega forvitinn um það sem ég var að gera. Ég sá það á því hvernig hann gjóaði augunum í áttina til mín öðru hverju meðan ég sat og blaðaði í skránni. Hann gerði það mjög laumulega og hélt örugg- lega að ég tæki ekki eftir því. Það var líklega ekki algengt að hingað kæmu útlendingar og væru að bardúsa eitthvað í kringum allt þetta drasl. Skáparnir voru stórir og með þungum renni- hurðum úr stáli. Við opnuðum fimm þeirra. Vörðurinn stóð við dyrnar meðan ég fór inn. Ég gramsaði eins og ég þorði. Hér var alls konar dót, fleiri metrar af möppum og lausum blöð- um, bækur, Ijósmyndir, krukkur, og kassar af ýmsum stærðum og gerðum, bæði úr timbri og pappa. Á hverjum kassa var texti sem sagði til um innihaldið. Ég þóttist viss um að það var enginn af þeim. En þegar við opnuðum sjötta skápinn, sem var merktur KWI-6, fann ég á mér að eitthvað myndi gerast. Á gólfinu voru nokkrir kassar úr timbri ( mannhæðarháum stafla. Ég mundi ekki hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.