Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 31
tekur bara „einn dag í einu" en dettur samt alltaf í það; gamla forarsporið fullt af heilagri reiði sem slettir mestu á þann sem í því spólar. ( gær var það Símamálið, í dag er það álverið, á morgun Evrópubandalagið. En rauða þráðinn vantar. Hann sem gerðist appelsínugulur um tíma er nú orðinn alveg litlaus. í allri viðbragða- pólitíkinni vill það gleymast að þótt þingmenn Samfylkingarinnar séu fullir vandlætingar á sölu Landsímans eru þeir í raun fylgjandi henni, eða er það ekki? Maður er ekki alveg viss. Og þeg- ar reiðilestrinum um álversklúðrið er lokið í þingsal kemur í Ijós að Samfylkingin er samt fylgjandi álveri, eða er það ekki? Maður er ekki alveg viss. Sá er gallinn við Samfylkinguna. Maður er aldrei alveg viss um hvað hún vill. Vegna þess að hún er það ekki sjálf. í Evrópumálunum ákvað hún að láta gera skoðanakönnun. Á flokksþinginu var jafnvel borin upp tillaga um að gera skyldi skoðanakönnun meðal þjóðarinnar; hún skyldi spurð hvort henni þætti líklegt að það yrði fylkingunni til fylgisaukningar ef hún setti Evrópumálin á oddinn. How low can you go? Hvers vegna er það ekki borðleggjandi að flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu skuli afdráttarlaust stefna inn í meistaraverk hinnar evrópsku jafnaðarstefnu? Hvers vegna hafa menn sem hafa pólitík að atvinnu ekki getað myndað sér sjálfstæða skoðun á stærsta póli- tíska máli tímans og hafa þó haft til þess tíu ár? Hvernig stendur á því að stjórnmálaforingjar skuli frekar ætla að treysta fávísum almenningi eins og mér til þess að taka stærstu ákvarðan- irnar fyrir sig? Hver á að leiða hvern? Okkur leiðast þeir sem ekki þora að leiða okkur. Þess vegna snýr fólk sér lengra til vinstri, til Stein- gríms Joð, eða til hægri að Davíð, og Evrópu- sinnarnir snúa sér svo kannski til Framsóknar. Það væri hin fullkomna háðung ef þungstígum bændaflokki fortíðar tækist að stela framtíðar- pólitíkinni, sjálfri Evrópustefnunni, frá Samfylk- ingunni, því nóg er víst búið að taka frá henni: Sjálfstæðisflokkurinn stal frá henni skynsem- inni og Vinstri-grænir hirtu það sem eftir var: Vitleysuna. Þegar maður er villtur í frumskóginum er kannski ekki rétta leiðin sú að láta gera skoð- anakönnun um það hvernig maður eigi að kom- ast út úr honum. Fólk talar um forystuvanda, að Össur sé ekki að gera sig. Og satt er að hann hefur meira ver- ið að gera í sig og af sér. Fólk segir að allt muni reddast þegar Ingibjörg Sólrún er búin að vinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.