Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 18
ur neyðst til að fremja þvert gegn vilja sínum. Andlit yngri bræðra þeirra Sturlu og Þórðar sem Kolbeinn lét drepa ásækja hann og halda fyrir honum vöku um nætur (209) svo minnir á draumfarir Makbeðs hjá Shakespeare. Kol- beinn óttast „að aldrei verði hægt að enda þessa skálmöld af skynsemi og yfirvegun, - alltaf munu upp rísa nýir ofsamenn sem virðast ekkert annað þrá en að fá að farast í sínum einka heimsslitum" (143-4). „Óraunsæi" Þórð- arog hugdirfska rugla hann í ríminu:.kannski er það óhugnanlegast, hvað öll hans för er óskiljanleg" (95). Þegar Kolbeinn lendir í aftaka- veðri á heiðum uppi í herleiðangri gegn Þórði og missir marga menn talar hann um „gjörn- ingaveður", að það sé „eitthvað göldrótt við þetta allt saman" (172). ( þessu felst aðalmun- urinn á þessum tveimur höfuðandstæðingum. Hryllingurinn hefur ekki enn náð heljartökum á huga Þórðar, þótt hrollurinn skeki hann um síð- ir og að honum sæki „svipir þeirra manna sem grjótið kramdi" eftir Flóabardaga (239). Það er styrkur hans að horfa á málin frá öðru sjónar- horni en aðrir landsmenn og draga af þeim „órökréttar" ályktanir. Hann er dirfskufullur og til alls vís, en Kolbeinn er maður skynsemi, yf- irvegunar og stöðugleika. Bölsýni Kolbeins fær staðfestingu í bókarlok þar sem fram kemur að vígaferlin haldi áfram. Með því að gera foringjann Kolbein að efa- hyggjumanni með þessum hætti er lögð áhersla á að framvindan sé það örlagahjól hefnda, vígaferla og ringulreiðar sem enginn mannlegur máttur fær stöðvað líkt og í kon- ungaleikritum Shakespeares þar sem hver höfðinginn á fætur öðrum hefst til skamm- vinnra valda til þess eins að bíða ósigur í nýrri og blóðugri valdabaráttu. í Óvinafagnaði er Kolbeinn gerður að trú- manni sem gengur í klaustur eftir að hafa gef- ist upp fyrir Þórði, en það styðst ekki við Þórð- ar sögu kakala í Sturlungu. Þar kemur á hinn bógínn glöggt fram að Þórður hafi verið trúaður maður og því er lýst að fyrir Flóabardaga hafi hann heitið „á guð almátkan og heilaga Maríu móður guðs og hinn helga Ólaf konung til árn- aðarorðs. Var því heitið að allir menn þeir er þar voru með Þórði skyldu vatna allar föstunætur innan þeirra tólf mánaða og fasta laugardaga alla til vetrar fram og láta kaupa tólf mánaða tíð- ir fyrir sál Haralds konungs Sigurðarsonar."5 í Óvinafagnaði er Þórður ekki bendlaður við trú- mál. Hann er engínn spekingur en hefur sterka siðferðiskennd, er andvígur óþörfum vígaferl- um og leitar ekki uþpi einstaklinga úr liði and- stæðingsins til að drepa þá þótt hann sé rekinn áfram af hefndarkvöð. Að þessu leyti er hann andstæða Tuma bróður síns og Ásbjarnar Guð- mundssonar sem vinna tilgangslaus níðings- verk. Tuma er lýst sem hégómlegum upþ- skafningi og hann verður Þórði raunar aðeins til trafala og sþillir samningum hans við Skálholts- bískup með vígaferlum í nágrenninu. Búklegar þarfir Það er líka fróðlegt að bera saman það sem snýr að mannslíkamanum í Þórðar sögu kakala í Sturlungu og Óvinafagnaði. í Þórðar sögu kakala ber líkamann einkum á góma þegar lýst er áverkum manna af vígaferlum í setningum á borð við: „Kom sþjótið á Högna upp í hrærana og renndi ofan í lærið. Var það sár mikið og ban- vænt." Eða „... og hjó síðan og kom á hand- legginn uppi við öxl. En sverðið renndi með beininu og skar úr allan vöðvann allt ofan í öln- bogabót. Var það allmikið sár."6 Sagan morar í lemstruðum og sundurhöggnum skrokkum. Þar er horft á líkamann utan frá sem viðfang of- beldis og uppsprettu þjáninga. í Óvinafagnaði beinist athyglin á hinn bóginn í meira mæli að innri þörfum líkamans. í Örlygsstaðabardaga flýja liðsmenn Sturlunga inn í kirkju, en þó svo að ekki sé sótt að þeim þar með vopnum er kirkjan þeim ekki raunverulegur griðastaður því að þar geta menn ekki gengið örna sinna öðru- vísi en að saurga kirkjuna. í kirkjunni þrífast þeir aðeins skamma hríð, þeir eru dreittir inni. Þannig er brugðið upp mynd af skelfingu lostn- um bardagamönnum sem eru næstum að skíta í buxurnar: „... hugsunín um að komast á kam- ar varð brátt öllum öðrum yfirsterkari ..." (31). Það er líka til marks um áhersluna á líkamlega þætti í sögunni að það eina sem Sigvarður bisk- up hefur á Þórð og liðsmenn hans í umsátrinu um Skálholtsstað er að þeir hafi svalað sínum búklegu þörfum og bannfærir þá „fyrir að hafa drukkið flautir og áfir og spillt sýrukerjum gam- allar ekkju hér íTungunni!" (141). Ófriður út af engu Mannlýsingar í sögunni eru margar skemmti- legar og litríkar. Sérstaklega nýtur háðsk sýn Einars sín vel í lýsingunni á lítilmenninu Hálf- dani á Keldum, tækifærissínnanum Gísla á Rauðasandi og veimiltítunni Sigvarði biskupi. Steinvör, systir Þórðar og eiginkona Hálfdanar, er mikill kvenskörungur og helsti talsmaður hefndarskyldunnar í sögunni. Eru viðskipti þeirra hjóna í sögunni öll hin kímilegustu. Þá er það til marks um skopskyn höfundar að hann lýsir hinum óárennilegu vígamönnum, Dufgussonum, sem hálftröllum en gerir þá jafnframt hálfbarnslega og skrækróma. Eftir- minnileg er líka sú svipmynd sem hér er brugð- ið upp af Halldóru Tumadóttur, móður Þórðar. Hún „sem var auðugust (slenskra kvenna" hef- ur misst eiginmann og þrjá syni í vígaferlum og allar eigur sínar og ráfar nú um „í flokki förukell- inga, á snöpum á milli bæja norðanlands" (19). Þessar persónur eru látnar lýsa sjálfum sér og öðrum með kjarnmiklu en einföldu tungutaki sem höfundur er þekktur fyrir úr fyrri bókum sínum. Hann er mikill meistari i að lýsa fólki gegnum talsmáta þess og þeir hæfileikar njóta sín hér vel. Sagnaritarinn Sturla Þórðarson, frændi Þórðar, birtist hér sem maður sem horf- ir á atburði með yfirsýn og andlegri spekt. Hann reynir að skilja orsakir ófriðarins sem verið hef- ur í landinu í rúma hálfa öld, en kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé „ekki út af neinu" og dregur viðhorf sitt saman með þessum listilega hætti: „Hérna gerist það kannski að ótindur strákur úr einu goðorði hittir griðkellingu úr því næsta, og skömmu síðar fer hún að þykkna undir belti. Þau verða ekki á eitt sátt um hvort hann hafi gengið þar um garða. Og hún klagar hann til síns goða eða hann kvartar við sitt yfirvald um að sitja undir fölsku ámæli, og goðarnir fara að senda menn hver til annars með stefnur og hótanir og brátt er það komið út í móðganir og líkamsmeiðingar. Annar þarf þá að hefna og lætur dreþa syni hins sem kann ekki önnur ráð en að fara að næturlagi og brenna hús ofan af hinum, og þetta verður að hjaðningavígum og fólkorrustum sem endast jafnvel nokkra mannsaldra, þetta fer að snúast um heiður og sóma tveggja höfðingjaætta. En enginn man lengur það strákfífl eða þá kellingu sem hittust fyrst og enn síður krógann sem kann að hafa verið ávöxtur þeirra funda." (90) Veldi hlátursins ( sögunni kemur Þórður kakali sem frelsandi afl til landsins þar sem vonleysi og ótti hafa búið um sig áratugum saman vegna slíkra hjaðn- ingaviga. Hann birtist sem leiðtogi af nýrri teg- und, hugdjarfur og glaðvær og laus við vald- hroka og metorðagirnd. Hann er alþýðlegri en bræður hans, Sturla og Tumi, fer manna fremstur í bardögum ólíkt Sturlu sem „hélt sér yfirleitt til hlés ef blóði var úthellt" (170) og guggnaði þegar á reyndi. Mikil áhersla er lögð á það hve fáliðaður Þórður er og er hann ekki lát- inn ganga jafnhart fram í liðssöfnuninni og í Þórðar sögu kakala. Liði hans er lýst sem „ör- reytislegum" förumannaflokki (115) og vegna liðsmunarins verða helstu hervirkin í sögunni, umsátrið um Skálholtsstað og Flóabardagi, grótesk í aðra röndina: örfáir æpandi og hlæj- andi menn sem sitja um fjölmennt lið í Skálholti á miðju yfirráðasvæði óvinarins og svo frum- stætt grjótkast úr lélegum fleytum sem lýkur með sigri Þórðar og hans manna og minnir á söguna af Davíð og Golíat. Hláturinn er kennimark Þórðar og hlátur liðs-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.