Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 25
Engu að síður, ef litið er á tvo höfuðsnillinga
argentínskrar knattspyrnu, Alfredo di Stéfano
og Diego Armando Maradona, þá er ekki svo
fráleitt að líkja þeim við tangódansara.
Segja má að í hinum fyrrnefnda hafi speglast
hin fágaða, jafnvel aristókratíska útgáfa tangós-
ins sem ratað hefur inn í fínustu samkvæmis-
sali heimsins.
Snilld Maradona minnir hins vegar meira á
frumtangóinn sem dansaður var af melludólg-
um og götustrákum sem höfðu til að bera allt í
senn elegans, prakkaralega ósvífni og lítt dulda
hugarkvöl.
[ raun og veru
er fátt vitað með
vissu um tilurð
tangósins nema
að hann er jafnar-
gentínskur og
ið tangó sé leitt af latnesku sögninni „tangere"
sem þýðir að snertast og vilja þá um leið skýra
orðið út frá hinni nánu snertingu dansaranna.
Því hefur verið haldið fram að tangódansinn
sé að töluverðu leyti sprottinn upp úr milonga,
alþýðudansi íbúanna á Pampas, sléttunni miklu
þar sem hin sanna karlmennskuímynd Argent-
ínu, gauchóinn, ríður um á fáki sínum. Milonga
er sagður tvinnaður saman úr indjánskri hrynj-
andi, evrópskum polka og síðast en ekki síst
kúbanska habaneradansinum.
Þannig renna saman í tangónum hinir þrír
meginstraumar menningar I „nýja heiminum",
menning frumbyggjanna, menning afrískra
þræla og menning evrópskrar al-
þýðu.
Þessi dans sem fátækustu og
aumustu innflytjendurnir í Argentínu
hugga sig við í örmum gleðikvenna
verður síðan öðrum listformum
fremur til að endurspegla raunir
þessa fólks og harmsögu, ekki bara
þeirra heldur allrar álfunnar. Um leið
hefur hann líka með vissum hætti
gauchóinn, argentínski
kúrekinn.
Með vissum hætti
segir verk argentínska
tónskáldsins Astors Pi-
azolla, „Histoire du
Tango", allt sem vitað
er um sögu tangósins. Fyrsti þátturinn heitir
„Bordello", annar „Café", þriðji „Night-club"
og sá fjórði og síðasti „Concert d'aujourd'hui".
Þarna er með öðrum orðum stiklað á eftirfar-
andi póstum: Tangóinn vaknar í gleðihúsum
Buenos Aires, ratar síðan inn á kaffihús Parísar,
verður vinsæll dans í fínustu samkvæmissölum
Vesturlanda og að síðustu tónlist sem fram-
sækin tónskáld semja undir áhrifum frá klass-
ískri tónlist og djassi (líkt og Piazolla gerði sjálf-
ur).
Menn eru ekki einu sinni á eitt sáttir um upp-
runa orðsins tangó. Sumir vilja meina að orðið
sé upprunalega heiti á trommunni sem notuð
var við dansa afrískra þræla. Síðar hafi orðið
svo færst yfir á þá staði þar sem þrælarnir
komu saman til að dansa í Buenos Aires og
Montevideó í upphafi 19. aldar, og að síðustu
yfir á dansinn sjálfan, söngtextana og músíkina
sem leikin var undir.
Þeir eru einnig til sem halda því fram að orð-
orðið tákn í frelsisþaráttu argentínskra lág-
stétta.
Um 1880 var tangóinn orðinn sérstakur dans
sem dansaður var á kjötkveðjuhátíðum og (
vændishúsum í skuggahverfum Buenos Aires-
borgar. í fyrstu var leikið undir á flautu, fiðlu,
hörpu og gítar, en um 1885 barst til Argentínu
sérstök harmónikkugerð frá Þýskalandi, band-
óneón, sem með sínum tregablandna hljómi
átti eftir að verða einkennishljóðfæri tangósins.
Einhvern tíma á árunum 1907-14 barst
tangóinn til Parísar og eftir það varð hann fljót-
lega einn vinsælasti samkvæmisdans heimsins
Vigfús Geirdal: Tangó Argentínó tmm bls. 23
og ruddi brautina fyrir fleiri latínameríska dansa
og djassinn.
Tangóinn var enn lágstéttarfyrirbrigði og fyr-
irlitinn af yfirstéttinni í Argentínu þegar hann
barst til Parísar. Sagt er því að þar hafi margir
argentínskir góðborgarar fyrst tekið hann í sátt
og í raun uppgötvað hann. Þetta fólk á síðan að
hafa flutt hið raffíneraðra evrópska afbrigði
tangósins aftur til Argentínu.
Páfi íhugar bann
Blómaskeið tangósins í Evrópu er á þriðja ára-
tug 20. aldar. Stóran þátt í vinsældunum er
sagt að átt hafi kvikmyndin „The Four
Horsemen of the Apocalypse", eða öllu heldur
stjarnan Rudolf Valentino sem dansar tangó í
myndinni.
Svo rammt kvað að vinsældum tangósins á
þriðja áratugnum að páfadómur íhugaði að
bannfæra dansinn af siðsemis sökum. Sagt er
að Píus páfi 10. hafi jafnvel lagt það á sig að
horfa sjálfur á par dansa tangó.
Á hann svo að hafa komist að þeirri niður-
stöðu að dansinn væri svo flókinn og krefðist
slíkrar einbeitingar að engar saurugar hugsanir
gætu komist að dönsurunum meðan þau döns-
uðu. Og því engin ástæða til að banna hann.
Að sjálfsögðu stóð blómaskeið tangósins
mun lengur yfir í Argentlnu en í Evrópu og
Bandaríkjunum. Sumir segja að það hafi varað í
30 ár, aðrir að því hafi aldrei linnt.
Ýmsir pólitískir Argentínumenn vilja líka
draga úr þeirri kenningu að tangóinn hafi fyrst
orðið almennt vinsæll þar í landi eftir að hann
varð vinsæll í París.
Þeir benda á að það hafi fylgst að, almennur
kosningaréttur karla árið 1912 og vaxandi vin-
sældir tangósins. Sama hafi gerst á fimmta ára-
tugnum samfara ýmsum félagslegum umbót-