Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 65
Óli Jón Jónsson: Mannabein tmm bls. 63 Ég tók snemma þá ákvörðun að þegja um hlutdeild mína í þessum leiðangri. Eftir stríð þótti nefnilega allt annað en fínt að hafa komið nálægt einhverju svona löguðu. Þá voru breytt- ir tímar. Þær hugmyndir sem bjuggu að baki þóttu ekki lengur gild vísindi. Menn hættu líka alveg að ræða um þessi mál í stéttinni, að minnsta kosti á þann hátt sem þeir höfðu áður gert. Reyndar hef ég aldrei sagt orð um þessa atburði við nokkurn mann, ekki heldur mína nánustu. Þetta hefur verið mitt prívat-leyndar- mál í meira en 65 ár. Ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af Ragnari. Ég veit með nokkurri vissu að hann minntist aldrei á mig þegar hann ræddi við aðra um þessa hluti. Ég held að hann hafi skilið að þetta var viðkvæmt fyrir mig. Það eina sem ég veit um aðra leiðangursmenn er að þeir hurfu úr landi skömmu eftir þessa atburði og sáust aldrei framar. Örlög þeirra gilda mig einu. En þegar ég stóð öllum þessum árum síðar og virti fyrir mér beinin úr Þjórsárdal, skildi ég hvað það var sem hafði dregið mig ofan í þenn- an kjallara. Fram að þeirri stundu hafði ég ekki gert mér Ijóst hvers vegna ég var reiðubúinn til að leggja ferðalagið á mig. Af hverju mér fannst ég verða að fara á staðinn og kanna málið. Af hverju mér fannst eins og eitthvað togaði í mig. Nú skildi ég loksins hvað það var sem hafði ver- ið að vefjast fyrir mér öll þessi ár. Fyrir augum mér lágu jarðneskar leifar fólks sem fyrir langalöngu hafði verið lagt til hinstu hvílu í afskekktum dal á fslandi. Þar hafði það fengið að vera í friði þangað til dag einn að menn birtust sem grófu það úr jörðu og höfðu á brott með sér. Þann dag hafði ég tekið þátt í að fremja óhæfuverk - níðingsverk - og allar götur síðan hafði ég átt óuppgerða skuld við þetta fólk. Ég hafði gert því rangt til. unar af alveg sérstöku tagi. Varð allur léttari. Var búinn að grafa aftur yfir beinin. VI. Eftir því sem líður á daginn, magnast ónotatil- finningin. Ég reyni þó að láta á engu bera. Mér er sagt að ég eigi bara að grafa niður á beinin, ofan af þeim og f kringum þau, þannig að gott sé að komast að þeim. Hinir sjá um restina. Stúdentinn og Úlfur bera beinin afsíðis og raða þeim upp í sandinum. Þar krýpur stúdentinn yfir þeim og párar eitthvað í skrifblokk. Menn segja fátt en stúdentinn og Úlfur skrafa eitt- hvað sfn á milli í hálfum hljóðum. Svona geng- ur það fyrir sig næstu þrjá klukkutímana. Inn á milli verður mér litið á Ragnar. Hann er allt í einu orðinn mjög alvarlegur á svipinn. Það er allt krökkt af beinum og ég gref niður á hverja hauskúpuna á fætur annarri. Þær eru langflest- ar heilar en ekki hvítar á litinn heldur rauðar eða brúnar. Margar eru af börnum. Mér finnst orðið óþolandi heitt, svitinn renn- ur niður bakið á mér og ég þarf að taka góðar pásur inn á milli tarna. Ég er þurr í munninum og á vörunum. Ég sé útundan mér hvar Ragnar fórnar hönd- um yfir einni gröfinni, Svo beygir hann sig nið- ur og tekur upp hauskúpu. Hún er mjög stór, eiginlega ótrúlega stór. Ragnar fer að handleika hauskúpuna og þá losnar neðri helmingurinn frá, allt fyrir neðan augntóftir. Hann leggur neðri helminginn varlega frá sér á jörðina en tekur svo efri hlutann og mátar á höfuðið á sér. - Þetta passar alveg akkúrat, æpir hann og mænir svo f átt til mín sposkur á svip. Hann lít- ur út eins og maður með beinsjúkdóm, með of- vaxið höfuð. Mér verður flökurt, finnst að þetta ætli aldrei að taka enda. Dagurinn líður hægt og undir lok- in er ég orðinn dauðuppgefinn. Þegar loksins stúdentinn kallar til okkar að þetta sé líklega að verða komið gott er sólin horfin og skýin aftur farin að hrannast upp yfir Heklu. Úli Jón Jónsson (f. 1969) býr í Vesturbænum í Reykjavík. Sagan er að nokkru leyti byggð á atburðum sem áttu sér stað á fyrri hluta síðustu aldar. Þegar ég hafði opnað alla kassana, lokað þeim aftur og staflað upp á nýjan leik, var eins og þessu ástandi væri aflétt. Ég fann til vellíð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.