Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 42
siðferðislega sannfæringu sem er í algerri and- stöðu við hikandi og tilviljanakennda orðræðu flestra af persónum leikrita hans. Þó má greina snerpu í málnotkun hans sem við könnumst líka við hjá persónunum sem hann hefur skap- að. Hann gengst fúslega við því að þykja auð- veldara að ræða alþjóðamál en að greina sín eigin verk. Eins og margir leikritahöfundar virð- ist hann telja að persónur hans eigi að fá að tala sínu eigin máli. „Mér finnst ákaflega erfitt að ræða mín eig- in verk á gagnrýninn hátt, eða á nokkurn hátt yfirhöfuð," viðurkennir hann. Þrátt fyrir það tekst mér að fá hann til að ræða þá hugmynd mína að í truflandi orðræðu þeirra verka hans sem lýsa óhugnanlegu heimilislífi megi finna djúpstæðar pólitískar tilvísanir. „Ég skil hvað þú átt við þegar þú talar um það hvernig ég nota ofbeldí og vald í leikritum mínum. Það er eflaust rétt hjá þér," segir hann. „Þar má finna enduróm af pólitískri hugsun, í breiðasta skilningi þess orðs. Ég held að fyrstu leikritin mín hafi vissulega verið ákaflega póli- tísk, eins og The Birthday Party, The Dumb Waiter og The Hothouse. Verk mín hafa geng- ið í gegnum margs konar ferli aðferða og ég hef stöðugt verið að kanna ný svæði og upp- götva nýja hluti." Hvað No Man's Land varðar, leikritið sem hann leikstýrjði] í nýrri sviðsetningu hjá The National Theatre í London [fyrr í vor] þá telur hann sig greina þar, undir tvíræðum og mein- hæðnum samræðunum, tilvistarleg átök. Þungamiðja verksins eru tveír karlmenn á sjö- tugsaldri, sem í fyrstu sviðsetningunni voru leiknir af Sir Ralph Richardson og Sir Laurence Olivier, og þegar höfundur verksins ræðir það nú notar hann hugtök sem kalla fram í hugann leikritun Becketts, en áhrif hans á verk Pinters eru ótvíræð. „Ég held ekki að No Man's Land sé pólitískt leikrit," segir hann. „Þessa dagana er ég að leikstýra því, og uppgötva það á ný með leikur- unum, og ég nýt þess. Það fjallar að mínu mati um marga ólíka hluti, en fyrir mér er það aðal- lega gamanleikrit um dauðann, þar sem önnur persónan þráir dauðann en hin neitar að deyja." Að þvf sögðu virðist hann nánast ganga út frá því sem gefnu að notkun hans á ógnandi málfari og hin leikrænu straumhvörf verksins Ijái því aukna, dramatíska dýpt. „Það fjallar að sjálfsögðu líka um það að valdahlutföll geta breyst á ofsafenginn og sviplegan hátt í okkar daglega lífi. Mér finnst ég vissulega geta tengt þetta því stjórnmálaástandi sem við búum við dag hvern, en ég vil forðast að leggja of mikla áherslu á þau tengsl þegar No Man's Land er annars vegar. Ég held þó að flest verka minna séu pólitísk í einum eða öðrum skilningi. Eigin- lega sé ég ekki hvernig annað mætti vera." Leikhús Pinters er, á sama hátt og leikhús Becketts, erfitt að setja í tiltekinn bás. Þó að leikrit hins breska Pinters gerist í skilgreindari tíma og rúmi en verk hins írska Becketts ein- kennast þau um leið af óhlutbundinni, almennri orðræðu sem gjarnan verkar bæði truflandi og heillandi á áhorfendur. Gagnrýnendur róta fram og til baka í samheitaorðabókunum sínum í leit að réttu orðunum til að lýsa sérkennilega kraft- mikilli leikritun hans en sjálfur kýs hann mjög lágstemmd lýsingarorð til að lýsa þvf á hvern hátt hans verk eru ólík verkum annarra og póli- tískt meðvitaðri leikritahöfunda. „Ég hef aldrei skrifað leikrit sem fjallar um stjórnmálasamtök," segir hann og nefnir David Hare sem dæmi um slíka leikritun. Hann bætir við: „Ég held reyndar að sumar rannsókna hans [Hare] á slíku atferli hafi skilað ríkulegri uppskeru. En ég get ekki gert slíkt hið sama, svo ég held bara áfram að einbeita mér að því sem gerist í lífi hverrar manneskju fyrir sig, út frá mörgum mismunandi sjónarhornum." Hare er ekki eina samtímaleikskáldið sem Pinter segist hrifinn af. Hann er líka hrifinn af Gagarin Way, frumraun skoska leikskáldsins Gregory Burke, en leikritið sló í gegn á Edin- burgh Fringe hátíðinni [í fyrra og var aftur á fjöl- unum hjá National Theatre og the Arts Theatre frá febrúar og fram í lok apríl]. Hann hrósar hár- beittri málnotkun Burkes, en lætur í Ijós efa- semdir um eiginlegt innihald þess. „Mér fannst ákaflega gaman að sjá Gagarin Way," segir Pinter. „Mér fannst verkið mjög gott. En ég var efins í sambandi við sjálft morð- ið á manninum. Það gerðist í rökréttu sam- hengi, það var mér Ijóst og ég virti það. Um leið velti ég því fyrir mér hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið myrtur. Að sumu leyti efast ég um að morðið sé aðalumfjöllunarefni leikrits- ins." Þó að Pinter sé kannski of hæverskur til að segja það sjálfur felur lof hans um leikritun Burkes í sér talsvert hrós um hans eigin verk, einhvers konar viðurkenningu á því sem skörp orðræða skoska leikritahöfundarins og orðræða hans sjálfs eiga sameiginlegt. Sé hann beðinn að tjá sig eitthvað frekar um þau djúpstæðu áhrif sem þessi framandi málnotkun á leiksvið- inu hefur á samfélagið beinir hann umræðunni samstundis aftur inn á það pólitíska svið sem honum er svo eiginlegt. „Hvað tungumálið varðar þá er til gamalt orðtæki: „Lífið lætur ekki að sér hæða", og að því leyti getur leikhúsið aldrei keppt við lífið sjálft," ályktar hann. „Þegar Pinochet var ( stofufangelsi hér í Bretlandi kom Margaret Thatcher í heimsókn til hans og drakk með honum te. Hún á að hafa sagt: „Hershöfðingi, mig langar að þakka þér fyrir að hafa komið á lýðræði í Chile. " Ef þú skoðar þessa setningu þá sérðu að hún er í raun afkáraleg. Pinochet kom ekki á lýðræði í Chile, heldur steypti af stóli lýðræðislegri stjórn og í kjölfarið pyntaði hann og myrti 3-4.000 manns. Landið breyttist í helvíti undir hans stjórn. Það helvíti kallar Thatcher lýðræði og með lýðræði á hún við að þetta hafi verið viðskiptalega hagkvæmt." Hversu ógnvekjandi sem tungutak leik- skáldsins Pinters kann að vera er það Ijóst að hann telur ríkjandi stjórnkerfi, sem er það sem staðföst og síkvik heíft hans beinist að enn í dag, hafa skapað mun skelfilegra orðfæri. „Við höfum skelfilegt kúgunartæki þar sem er vald okkar á tungumálinu," segir hann og nefnir sem dæmi um þetta að tæki á borð við vopn, tæki sem eru til þess ætluð að tæta fólk í sund- ur skuli vera álitin tákn „lýðræðis" og „frels- is"." Það virðist koma valdhöfum Bretlands og Bandaríkjanna í opna skjöldu að þeir skuli sæta slíkum árásum af hendi mesta núlifandi leikrita- höfundar Bretlands. Þó skyldi engan undra. Vilji menn taka sér hlé frá venjubundinni og stilli- legri félagslegri hegðun og kynnast óvæntari og afbrigðilegri hliðum mannlífsins þurfa þeir ekki annað en að fara að sjá leikrit eftir Harold Pinter. Harold Pinter (f. 1930) er eitt helsta núlifandi leikskáld Breta. Hann hefur skrifað tugi leikrita og kvikmyndahandrita og bæði leikið og leik- stýrt sjalfur. Auk þess hefur hann sent frá sér Ijóð og prósa og fjölda pólitískra greina. Á vefsíðu hans er m.a. að finna nýjasta Ijóð hans, ort eftir að hann greindist með krabbamein í vor: www.haroldpinter.org Viðtalið tók Mark Brown fyrir The New Scotsman. Halla Sverrisdóttir þýddi.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.