Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 29
tmm bls. 27 Lausn undan sögunni íslendingar hafa ekki mikla reynslu í að gera upp söguna. Þeim finnst þeir mæta til leiks í nýjasta nútímanum án nokkurra skuldbindinga. Þetta má sjá af nýafstöðnum umræðum um sekt hins meinta kommúnista Halldórs Lax- ness. Þar var sektin aukaatriði. Aðalatriðið var að Halldór Laxness var sekur. Umræðunum var fremur ætlað að búa til sekt en að draga fram veruleika sektarinnar. Þessi staðhæfing skýrist betur þegar Krabbagangur er lesinn. í fyrsta lagi ber bókin vitni þeirri virðingu fyrir heimildum sem áralöng umhugsun um sektina hefur alið af sér í Þýskalandi. Ef einhver er talinn sekur verður að reka málið gegn honum með hald- bærum rökum, nákvæmni er þörf. Þetta dregur Grass fram með smásmugulegum lýsingum á ævi kafbátaforingjans sem sökkti Wilhelm Gustloff og með því að rekja aðdragandann að því að skipið var nefnt í höfuðið á nasístaflokks- manninum Wilhelm Gustloff eftir að hann var ráðinn af dögum af gyðingi í Sviss. Þessi ná- kvæmi er afar vanmetinn þáttur í skáldskap en er algerlega ómissandi í bók sem þessari. En fyrst og fremst dregur hann fram vægi fortíðar- innar með því að segja söguna í gegnum tvær raddir sem takast á um málefni Wilhelms Gust- loffs á netinu. Önnur röddin er nýnaslsk, hin er gyðingleg, síonísk. Báðar raddirnar nota mælskufræðikæki sinnar orðræðu. Með þeim nær Grass mætavel að sýna að þegar rætt er um sögulega sekt er mikilvægara að leiða fram öll gögn í málinu en kveða upp dóm. Harmleik- urinn hefst þá fyrst að dómsorðið er kveðið upp - eins og sýnir sig þegar raddirnar stíga út úr sínum stafræna heimi og taka á sig efnislega mynd. í öðru lagi dregur Grass fram veruleika sekt- arinnar með því að tefla fram söguhetju, Peter Pokriefke, sem hefur ekki sterka meiningu um sekt og sakleysi. Kannski mætti segja að hann sé táknmynd fyrir þá manngerð sem Evrópubú- ar eru nú að reyna að hrista af sér með hægri- dugnaði sínum og ákalli um að „tekið verði til hendinni". En sögusamúðin er hans. Þegar mælskulist síonisma, nasisma og stalínisma lifnar skyndilega við á spjallrásum netsins hjá yngstu kynslóðinni í upphafi 21. aldar veit mað- ur að þessi uppkokkaða öfgastefna er ekki að- eins hjákátleg. Hún er hættuleg því hún vill halda áfram réttarhöldunum. Lýsa yfir sekt og sakleysi. Skipta heiminum í júða og ættjarðar- vini, bolsévísk óargadýr og ástvini frelsisins. Flóttafólk Eftir svo sem áratug verða aðeins örfáir á lífi í Þýskalandi sem muna flóttann úr austrinu. Rétt áður en þessum kafla í lifaðri reynslu kynslóð- anna lýkur skrifar Grass verk sem leitast við ekki endilega að rétta hlut þessa fólks, því í eðli sínu getur það enginn, heldur draga fram enn og aftur að óbreyttir borgarar liðu alltaf í seinna stríði. Þar skipti engu hvort öxulveldi eða bandamenn áttu í hlut. Það skiptir meiru að túlkun þessara atburða snúist ekki upp í rétt- lætingu fyrir voðaverkum nú á 21. öldinni. Hins vegar telja margir í Þýskalandi að bók Grass sé einmitt lóð á vogarskálar nýs sjálfsskilnings Þjóðverja sem miðist fremur við fórnarlambið en böðulinn. Því er haldið fram að mörgum vin- sælustu bókum síðari ára eftir þýska höfunda sé ætlað að breiða yfir sektina. Þar ber fyrst að nefna Krabbagang en einnig bók Bernhards Schlink, Lesarinn (Der Vorleser 1997, fsl. þýð- ing Arthúr Björgvin Bollason 1998) sem varð mikil metsölubók um heim allan, ekki síst í Bandaríkjunum. Þess má einnig geta að sagn- fræðingar hafa einnig tekið þetta efni upp nú nýverið. Dæmi um það er bók eftir Guido Knopp sem skrifaði merkar bækur um nasis- mann: Hjálparkokkar Hitlers (Hitlers Helfer) um SA og SS-sveitirnar og Stríðsmenn Hitlers (Hitlers Krieger) um þýska herinn, Wehrmacht. Nýjasta bók hans Flóttinn mikli (Die grolJe Flucht) er átakanleg frásögn af voðaverkum, of- beldi og hefndarþorsta sem keyrirá köflum svo um þverbak að maður verður að leggja bókina frá sér. Grass er hins vegar langt í frá á þessum gleymskuslóðum, það er misskliningur. Nýlega kom til að mynda út á íslensku önnur bók um örlög flóttafólksins, Hinn týndi (Der Verlorene 1998, ísl. þýðing Árni Óskarsson 2001) eftir Hans-Ulrich Treichel sem segir frá fjölskyldu sem er líkt og lömuð eftir að foreldrar týna barni sínu á flóttanum. í frábærum ritgerðum um skáldskaparfræði sína hefur höfundur reif- að þann doða og þann þunglyndislega andblæ sem vofði yfir heimilum flóttafólksins. Sögu- laust, slitið úr samhengi við fortíð sína reyndi það að gleyma sér í vinnu á milli þess sem heimahagakvöld voru haldin þar sem gamla Alexander Marínesko, skipstjóri sovéska kafbátsins sem sökkti Wilhelm Gustloff. málið var talað, eldaður matur frá heimaslóðun- um og rifjaðar upp sögur sem alltaf voru þær sömu því það gerðist ekkert nýtt í veröld þess brottflúna. Tíminn hafði numið staðar. Þannig eru líka þær persónur sem Grass sýnir í sinni bók. Þær eru flestar dapurlegar strengjabrúður mælskulistar stjórnmálahreyfinga 20. aldar, Fólk sem talar eins og það heldur að það myndi hafa talað ef það hefði verið uppi á árunum 1933-1945. Tvennt getur forðað okkur frá slíkri eilífri endurtekningu þess sama: Nákvæm skoðun þeirra gagna sem við höfum um sög- una og fordómaleysi andspænis gerendum sögunnar sem geta hvorki verið sekír né sak- lausir lengur í augum annarra en okkar sem nú lifum. Kristján B Jónasson (f. 1967) er útgáfustjóri Forlagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.