Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 57
Óli Jón Jónsson: Mannabein tmm bls. 55
hafði staðið nákvæmlega í skránni um þennan
skáp og merkingarnar á kössunum voru máðar
svo að erfitt var að lesa hvað utan á þeim stóð.
Ég spurði karlinn hvort ég mætti opna einn
kassann. Hann var fyrst óákveðinn á svipinn en
jánkaði svo nokkrum sinnum og bandaði eitt-
hvað með höndunum. Ég hugsaði með mér að
ég væri heppinn að hann skyldi vera forvitinn.
Ég lyfti efsta kassanum. Mér kom á óvart
hvað hann var léttur. Þegar ég lagði hann frá
mér á gólfið heyrði ég ekki betur en að hringl-
aði í honum. Eins og þurrt spýtnabrak. Hjartað
tók kipp - þetta hljóð.
Ég kraup niður að kassanum og losaði var-
lega um spennurnar á lokinu. Svo lyfti ég því
hægt af. Ég dró andann djúpt.
Og þarna lágu þau. Liturinn var meira að
segja eins og í minningunni. Ég var ekki í vafa.
Það var eiginlega stórmerkilegt, ég var hand-
viss um leið. Ég reis á fætur og varpaði öndinni.
Stóð svo um stund og virti fyrir mér hauskúp-
urnar.
Ég ákvað að fara fótgangandi aftur á hótelið.
Þetta var dálítill spölur en á leiðinni gafst mér
tóm til að hugleiða uppgötvun mína. 1 miðjum
Tiergarten gekk ég fram á verkamenn sem
voru önnum kafnir við að grafa skurð þvert
gegnum stíginn. Ég vissi ekki fyrr en ég stóð
nánast á brúninni og það munaði reyndar
minnstu að ég dytti ofan í skurðinn. Einn mann-
anna leit upp og benti mér á göngubrú sem lá
yfir skurðinn skammt frá. Hann var með gulan
plasthjálm á höfði.
Þá mundi ég allt ( einu eftir honum, með
brúna skelina á höfðinu, glottandi í átt til okkar
hinna. Eins og honum fyndist þetta allt saman
vera eitthvert grín. Með hausinn inni í haus-
kúpu annars manns.
II.
Dagana á undan hafði ég verið á fundi hjá fé-
lagsskap sem við norrænir fæðingarlæknar á
eftirlaunum höfum með okkur. í þetta sinn
höfðum við komið saman í Helsinki. Það er
reynt að hafa fundina til skiptis í höfuðborgum
landanna. Stundum hafa fundirnir verið haldnir
úti í sveit en það hefur þó ekki gerst oft, mætti
gera meira af því. Ég er reyndar hættur að fara
á þessa fundi núorðið. Maður er eiginlega orð-
inn of lélegur fyrir þessi ferðalög. En þetta byrj-
aði sem sagt á fundinum í Helsinki.
Vorið var óvenju snemma á ferðinni þetta
árið og það var meira að segja hlýtt þegar mað-
ur kom út á morgnana. Samt var apríl ekki
nema nýbyrjaður og allt á kafi í snjó heima. En
þrátt fyrir góða veðrið var ég eiginlega farinn að
hlakka til að komast aftur heim. Ekki svo að
skilja að mér hafi leiðst félagsskapurinn. Síður
en svo. Margir í þessum hópi eru fyrir löngu
orðnir góðir vinir mínir. Við sendum hver öðrum
jólakort og skiptumst á heimsóknum.
Mér fannst borðhaldið síðasta kvöldið vera
farið að dragast dálítið á langinn, ræðurnar voru
að verða óþarflega orðmargar og hægt gekk á
mælendaskrána. Menn voru margir orðnir
nokkuð við skál og brandararnir orðnir eftir því,
enda ekki margar konur í salnum. í félaginu eru
fáar konur eins og gefur að skilja. Það er auð-
vitað bara fyrst núna sem þær eru farnar að
streyma inn í stéttina. Ég bað kollegana við
borðið að hafa mig afsakaðan og laumaðist
fram í lobbí. Líklega hefur eirðarleysi mitt ekki
síst stafað af því að ég var ekki búinn að fá mér
vindil eftir matinn eins og ég var vanur. Nú er
maður líka hættur því, eins og öllu.
Ég settist í stóran hægindastól við barinn og
kveikti mér í. Gólfteppið var með skrautlegu
munstri. Það var dökkbrúnt og alsett hvítum og
appelsínugulum kössum. Það minnti á ein-
hvers konar völundarhús. Ég byrjaði að reyna