Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 40
Mark Brown Leikhús stríðsins Viðtat við Harold Pinter Að sækja Harold Pinter heim í vinnustofu hans í vesturhluta London er í fyrstu eins og að koma í heimsókn til hvaða vel menntaða Breta á áttræðisaldri sem vera kynni. Bókahillurnar svigna undan leikritum, skáldsögum og Ijóða- bókum, auk yfirgripsmikils safns af tímaritinu Wisden, biblíu krikkettaðdáandans, og stórt málverk í impressjónískum stíl af krikketleik gefur hreint ekki til kynna að hér sé vinnustað- ur leikskálds sem með staðfastri og ósiökkvandi róttækni sinni er enn þann dag i dag talsverður þyrnir í augum breska menning- arsamfélagsins. Leikskáldskapur hans, gagnrýninn og oft trufl- andi, hefur gegnum árin orðið samofinn vitund bresku þjóðarinnar og alið af sér hugtakið „Pintereska" í leikhúsumræðu samtímans. Upp á síðkastið hefur Pinter, í krafti einarðlegra stjórnmálaskoðana sinna, hlotið formlegan sess í nútíma þjóðfélagsumræðu, en kannski ekki á sérlega jákvæðan hátt. David Aar- onovitch, blaðamaður á Independent, sem er yfirlýstur stuðningsmaður stríðsreksturs, vísaði í nýlegrí grein til fyrirbæris sem hann nefndi „Pinterisma", stjórnmálastefnu sem honum virtist fyrirmunað að aðgreina frá þeirri andúð á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum sem andstæðingar styrjaldarinnar í Afganistan eru gjarnan sakaðir um. „í sannleika sagt læt ég það ekki ergja mig þegar nafn mitt er notað á þennan hátt, hvort sem menn búa til úr því nafnorð eða lýsingar- orð," segir Pinter. „Það sem Aaronovitch gerði úr því og það sem hann var að reyna að segja með því var einfaldlega heimskulegt. Fyrir vikið gef ég því enn minni gaum. Þetta er dæmi um þá yfirborðslegu blaðamennsku sem stundum er iðkuð hér í landi og mér finnst tæpast taka þvf að hneykslast á henni. Háðsglósur af þessu tagi frá blaðamönnum á borð við þennan hafa svo oft beinst að mér að það er eins og að skvetta vatni á gæs. Með öðrum orðum, mér er andskotans sama." Þegar leikskáldið ræðir um árásir blaða- manna á hann sjálfan og verk hans gerir hann það með skemmtilegri blöndu af fyrirlitningu og kímni. í því hefur hann mikla þjálfun - enda árásir blaðamanna á hann orðnar æði margar gegnum tíðina. Nýjasta uppþotið varð þegar einn blaðamanna The Guardian túlkaði andstöðu hans við réttar- höldin yfir Slobodan Milosevic sem stuðningsyf- irlýsingu við þennan fyrrverandi einræðisherra Serbíu. Slíkur hráskinnaleikur er, að mati Pinters, „gamalkunnug rökleysa og afbökun. Ég átti að hafa sagt orðrétt við Guardian: „Milosevic er saklaus," en það sagði ég aldrei. Ég hef hvorki haldið fram sakleysi hans né sekt, en þarna stóð þetta svart á hvítu. Þessu neyddist Guardian að sjálfsögðu til að biðjast afsökunar á." Þó að þetta tilfelli hafi vakið hvað mesta athygli er það ekkert einsdæmi. Nýlega mátti Guardian (aftur) senda bæði Pinter og blaðamanninum John Pilger formlega afsökunarbeiðni í kjölfar harðorðrar greinar sem birt var eftir fyrrum rót- tæklinginn Christopher Hitchens. Blaðamaður- inn, sem starfar í Washington, hafði haldið því fram, eins og Pinter útlistar það, „að við Pilger hefðum sagt að Bandaríkjamenn hefðu 'kallað yfir sig' árásirnar [þann 11. september 20011, en það hafði hvorki ég né hann sagt." Raunin er sú að skoðanir leikritahöfundarins bæði á átökunum í kjölfar árásanna 11. septem- ber og á réttarhöldunum í Haag eru, eins og ætla mætti, talsvert ígrundaðri en þetta helsta málgagn frjálslyndra í London virðist telja. Pint- er hefur aldrei reynt að halda því fram að Milos- evic sé saklaus, né heldur að hann ætti ekki að koma fyrir rétt. Hins vegar sér hann ýmsa meinbugi á eðli og framkvæmd Haag-dóm- stólsins. „Milosevic var rænt ólöglega," segir hann. „Ef þú ætlar þér að standa fyrir réttarhaldi sem á að fara fram samkvæmt alþjóðalögum og fremur síðan lögbrot með því að ræna einstak- lingnum sem á að færa fyrir rétt gerir það alla framkvæmdina ákaflega grunsamlega frá upp- hafi." Pinter er heldur ekki mótfallinn hugmyndinni um alþjóðlegan dómstól. „Ég held að það sé mjög góð hugmynd, og mjög raunhæf hug- mynd, að setja á stofn alþjóðlegan dómstól, fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og með fullu samþykki þjóða heimsins." Vandamálið liggur að mati Pinters í því að Bandaríkin eru mótfall- in slíkum dómstól. „Mér þótti mjög spaugilegt þegar ég frétti af því að nú hafa verið samþykkt lög á þandaríska þinginu sem kveða á um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.