Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 54
Mynd 6 Norræna húsið í Vatnsmýrinni Mynd 5 Dagdraumar rómantíkurinnar Mynd 7 Ráðhús Reykjavíkurarkitektanna í Stúdíó Granda. Mynd 8 Hið nýbyggða baðhús við ylströndina í Nauthólsvík Módernisminn, sem hefur nánast verið alls- ráðandi hugmyndafræði frá upphafi 20. aldar, hefur boðið upp á beislun nýrra efna og hag- kerfa. Þannig höfum við búið um okkur í stór- um, björtum vistarverum, næsta óheft af uppá- tækjum veðurs eða nágranna, með rennandi vatn og ósýnilegt rafmagn í eilífum sumarhita. Ýmislegt bendir þó til þess að hin hvíta bjart- sýni sé ekki endanlegt svar við sannleikanum frekar en aðrar undangengnar hugsjónir mann- anna. Margt bendir raunar til þess að svigrúm sé að aukast fyrir aðrar myndir velmegunar og krafan um betri nýtingu lands og náttúruauð- linda verður sífellt sterkari. Ný stefna í jafnvægislistinni milli fram- kvæmdagleði mannsins og þanþols jarðar er bæði knýjandi og óumflýjanleg, þó að andstæð- ir hagsmunir þvælist enn fyrir mönnum, eins og glögglega má merkja á umræðum hérlendis um framtíðarskipulag höfuðborgarinnar og dreifbýlisins, og hugsanlegar virkjanir og stór- iðnað í stórbrotnu og brothættu landslagi eld- fjallaeyjar. Mynd 9 Yfirgefið Ijóskastarahús her- manna við Atiantshafið Menning Skipta má Evrópu á grófan hátt í tvö menning- arsvæði: Norður og suður. Suðrið stendur á margan hátt fyrir stöðugleika og fastheldni, enda upphaf vestrænnar menningar að finna á þessum slóðum. Þar er ávallt hægt að treysta sólinni til að rísa og hníga á svipuðum tíma sól- arhringsins allt árið um kring yfir aldagömlum ólífutrjám, meðan Norðrið einkennist frekar af ótömdum náttúruöflum, síbreytilegu veðri og dyntóttum árstiðum - eirðarleysi sem greina má í frelsisþörf íbúanna og einstaklingshyggju. Það er ekki síst birtan, eða hin mismunandi birtingarform hennar, sem lita skynjun og lest- ur þess sem fyrir augu ber á þessum ólíku slóð- um. í suðri virðast allir hlutir og litir skýrir undir sterkri sólinni sem stendur hátt á lofti og send-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.