Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 59
Óli Jón Jónsson: Mannabein tmm bls. 57 var í mjög vel pressuðum buxum og með bind- ið hnýtt fast um grannan hálsinn. Skórnir voru í öðrum lit en fötin, brúnir en fötin svört. Þessi ungi maður var mjög barnalegur í útliti. Ef ekki hefði verið múnderingin hefði ég haldið að hann væri á svipuðum aldri og ég var sjálfur. Samt var einhver harka í svipnum sem gerði hann fullorðinslegri. Þessi svipur sást langar leiðir. Stúdentinn gekk mjög ákveðið að mér. Hann tók í barðið á hattinum um leið og hann bauð mér góðan daginn. Wolfgang var svifaseinni. Ég veit ekki hvort hann var þá þegar þekktur í bænum undir nafn- inu Úlfur, eða hvort það gerðist seinna. Hann var allur mjög dökkur, svarthærður og með mjótt yfirvararskegg. Þeir voru báðir grannir, stúdentinn eiginlega grindhoraður. Ég held að þeir hafi verið á svipuðu reki en Úlfur leit samt út fyrir að vera miklu eldri. Úlfur var myndarlegur maður, sólbrúnn og hafði á sér allt annað yfirbragð en menn á sama reki hér. Hann var greinilega útiendingur. Ég heyrði seinna að hann hefði vaðið í kvenfólki þessar vikur sem hann var hérna. Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem hann var kallaður Úlfur. Hann heilsaði mér með því að kinka til mín kolli. Stúdentinn spurði eftir Ragnari verkstjóra. Ég sótti hann inn á verkstæði. - Já, þið eruð komnir, sagði Ragnar þegar hann kom út og sá gestina. Hann heilsaði stúdentinum og sneri sér svo með útrétta hönd að Úlfi: - Ich heise Ragnar Gestsson, sagði hann hátt og snjallt og hneigði höfuðið í snöggri dýfu. Þetta var mjög kumpánleg kveðja og ein- hvern veginn passaði hún ekki Ragnari. Úlfur rétti honum höndina og kynnti sig á móti. Svo hurfu þeir allir þrír bak við hús. Ég hélt áfram að sópa. Líklega hef ég farið að velta því fyrir mér hvað þessir herramenn væru að vilja Ragnari - þessir útlendingar. Eftir smástund kom Ragnar aftur og vatt sér að mér: - Ertu nokkuð að gera á laugardaginn, ísi minn? spurði hann hátt og hlammaði annarri höndinni á öxlina á mér - við þurfum að fá hraustan mann með okkur austur fyrir fjall í smá bísness, bætti hann við. Mér kom þetta boð mjög á óvart og þótti upphefð að því, svona nýbyrjaður. Ég vildi auð- vitað gera allt til að koma mér í mjúkinn hjá Ragnari. - Ha, já já, svaraði ég og varð um leið dálítið hissa, átti ekki von á spurningunni. Ég hafði verið ráðinn upp á það að vinna á laugardögum og vissi ekki hverju ég átti að svara: - Hvað stendur annars til? - Við þurfum að moka sand hér uppi í sveit og ná í drasl, svaraði Ragnar um leið og hann hvarf aftur fyrir hornið. Ég spurði ekki meira út í þetta. Pældi ekkert í þessu, Sjálft verkefnið skipti mig litlu máli. Maður var bara í vinnunni. Þeir birtust um sjöleytið. Ragnar ók trukknum og stúdentinn sat í sætinu við hliðina á honum. Wolfgang sat á bekknum aftur í. Ég var fljótur að stíga um borð og skella á eftir mér. Ragnar hafði ekki haft fyrir því að kynna mig fyrir þeim þegar þeir höfðu komið niður á stöð. Það gerði hann heldur ekki núna. Ég lét mér nægja að kinka kolli til þeirra beggja. Þeir kinkuðu kolli á móti. Bekkurinn var harður og óþægilegur yfir Hell- isheiðina. Á pallinum voru hakar og skóflur sem dönsuðu til og slógust saman í holunum. Þar voru líka tveir bensínbrúsar sem virtust vera fullir því þeir högguðust varla í hristingnum. Ég reyndi að sofna. Líklega hef ég dottið út í heilan klukkutíma því þegar ég opnaði augun vorum við að beygja inn á Skeiðaafleggjarann. Þá var komið glaðasól- skin og næstum heiðskírt. Strekkingsvindurtók f bílinn og það hvein með öllum rúðum. Ég hafði enn enga hugmynd um hvert ferðinni væri heitið eða hvað stæði til. Líklega hef ég ímyndað mér að við værum að fara til að sækja dót sem ætti að nota á stöðinni eða eitthvað í þá veruna. Ragnar var iðinn við að lýsa staðháttum og atburðum úr Njálu. Stúdentinn þýddi það yfir á þýsku. Úlfur sat og svaraði kurteislega ,,ja ja" og ,,mm...mm". Inni á milli ræddu þeir stúdent- inn og Úlfur um vatnsöfl og virkjanir og mögu- leika á kornrækt á Suðurlandsundirlendinu. Úlf- ur spurði spurninga og stúdentinn svaraði. Ragnar var ekki sleipur í þýskunni, ég sá það á svipnum á honum. En ég náði hverju einasta orði. Einhverra hluta vegna skildi ég allt sem sagt var þótt ég væri ekki búinn með nema eitt ár í menntaskólanum. Ég hafði einhvern tím- ann, líklega strax um fermingu, komist í kennslubók í þýsku og orðið heillaður af mál- inu. Þá var meira um að ungt fólk lærði þýsku eða frönsku, enskan var ekki orðin allsráðandi. Ég hafði lagt mig fram um að reyna að skilja málið, reyndi að lesa eins og ég gat í blöðum og bókum sem ég komst í. Og mér til nokkurr- ar undrunar skildi ég nú nánast allt það sem þeir sögðu. Ég var þó reyndar aldrei neinn sér- stakur tungumálamaður. Ég hef stundum hugsað um það hvort Ragn- ari hafi aldrei þótt neitt athugavert við þetta allt saman. En líklega hefur hann ekki haft neinar efasemdir. Ég held að ég sé ekkert ósanngjarn þótt ég segi að hann hafi einfaldlega ekki verið þeirrar gerðar. Hann lagði það ekki í vana sinn að hika við hlutina. í þá daga var heldur ekki til siðs að efast um það sem gert var í nafni vís- indanna. Þetta var allt hávísindalegt í hans aug- um, reikna ég með. Svo var hann náttúrlega í hópi þeirra sem aðhylltust þessar kenningar. Ég veit þó ekki hvað það risti djúpt hjá honum. Við Ragnar töluðum aldrei um leiðangur okkar þennan dag, hvorki á þessum árum né síðar. Þegar við áttum ekki langt eftir að Árnesi fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.