Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 23
Vigfús Geirdal: Tangó Argentínó tmm bls. 21
ríkin í norðri standa ein fyrir um það bil 25%
vergra þjóðartekna í heiminum.
Það er líka risaveldið í norðri sem haldið hef-
ur Rómönsku Amertku ( heljargreipum sínum
og ber mesta ábyrgð á því að þar hafa ekki orð-
ið þær efnahagsframfarir sem búast mátti við.
Það var þó ekki alla tíð fyrirsjáanlegt að
svona færi. Á seinni hluta 19. aldar stefndi
miklu fremur í að Brasilía, Argentína og Chile
gætu orðið þróuð velmegunarþjóðfélög.
Monrókenning og frelsisbarátta
Á tímabilinu 1500 til 1810 þróaðist landnám
Spánverja í Ameríku þannig að smám saman
mynduðust þar ein fjögur landstjóraumdæmi:
Fyrst Nýi Spánn með Mexíkóborg sem höfuð-
borg, þá Nýja Kastilía með miðstöð í Lima, svo
Nýja Granada með landstjórasetur í Bogatá og
að síðustu Ríó de la Plata þar sem höfuðborgin
varð Buenos Aires.
Smám saman óx upp í þessum spænsku ný-
lendum auðug landeigendastétt kreóla, það er
að segja fólks af spænskum uppruna sem fætt
var (nýlendunum.
Þetta fólk bjó á stórum búgörðum, haci-
endas, og var hin ráðandi yfirstétt ( nýlendun-
um en naut hins vegar ekki fullra réttinda þeg-
ar það kom til gamla landsins, „föðurlandsins".
Þessar kringumstæður í Rómönsku Amer-
íku, og skyldar aðstæður í ensku nýlendunum í
norðri, leiddu til þess, segir félagsmannfræð-
ingurinn Benedict Anderson, að í „nýja heimin-
um" myndaðist fyrr en í þeim „gamla" vísir að
þjóðernishyggju, sem hann hefur kallað kreóla-
nasjónalisma.
Ensku nýlendurnar þrettán í Norður-Ameríku
urðu sem kunnugt er fyrri til að klippa á nafla-
strenginn við „móðurríkið" í byltingunni árið
1776. Spáni tókst hins vegar að halda öllu and-
ófi niðri í nýlendum sínum á 18. öld og fram að
Napóleonsstyrjöldunum á öðrum tug 19. aldar.
Þá hefst frelsisbarátta spænsku nýlendnanna í
Suður-Ameríku af fullum krafti, undir forystu
einkum tveggja manna, Símons Bólivars, „El
Libertador", kreólsks landeiganda frá Venezú-
elu, og José de San Martins, herforingja frá
Argentínu (reyndar upphaflega frá Spáni).
Þessi frelsisbarátta stóð frá 1810 til 1825.
Bólivar frelsaði Venezúelu, Kólumbíu og
Ekvador meðan San Martin stjórnaði frelsis-
stríði Argentínu og Chile. Þeir frelsuðu síðan í
sameiningu Perú og Bólivíu undan stjórn Spán-
verja.
Sjálfstæði spænsku nýlendnanna þróaðist
hins vegar með nokkuð öðrum hætti en Bólivar
hafði séð fyrir sér. í „Manifiesto de Cartagena"
hafði hann lagt til að spænsku landstjóraum-
dæmin sameinuðust í eitt stórt sambandsríki
að bandarískri fyrirmynd.
Honum tókst þó aldrei að mynda stærra ríki
en það sem kallað var „Gran Colombia" og
náði nokkurn veginn yfir sama land og land-
stjóraumdæmið Nýja Granada. Bæði Venezúela
og Ekvador rifu sig út úr þessu ríki skömmu fyr-
ir dauða Bólivars 1830. Og 1903 var svo
Panama stofnað út úr Kólumbíu fyrir tilstyrk
Bandaríkjanna.
[ stað eins sameiginlegs ríkis varð útkoma
frelsisstríðs spænsku nýlendnanna semsé
mun fleiri og smærri einingar en landstjóraum-
dæmin. Viðskilnaður Brasilíu við Portúgal gekk
hins vegar nokkurn veginn friðsamlega fyrir sig.
Andstæður suður-amerískra stjórnmála, lýð-
ræðisbarátta og fámennisstjórn, birtast að
mörgu leyti í hnotskurn í persónu frelsishetj-
unnar Símons Bólivars. Hann hreifst ungur af
lýðræðishugsjónum bandarísku og frönsku
byltinganna en hneigðist síðan smám saman til
íhaldsemi og einræðishyggju.
Hin ungu Bandaríki Norður-Ameríku fylgdust
með frelsisstríði spænsku nýlendnanna af
áhuga og samúð, en þó ef til vill einnig með
framtíðarvöld og hagsmuni í huga.
Og jafnskjótt og útlit virtist fyrir að Evrópu-
veldin, undir merkjum Heilaga bandalagsins,
ætluðu að blanda sér í atburðarásina með bein-
um hætti þá gaf forsetinn, James Monroe, út
yfirlýsingu árið 1823 þar sem hann varaði Evr-
ópuveldin við íhlutun í málefni vesturhvelsins.
Samkvæmt þessari yfirlýsingu, Monrókenning-
unni svokölluðu, var sérhver íhlutun Evrópurík-
is í málefni Ameríku árás á Bandaríkin.
Monrókenningin var því í raun ekkert annað
en yfirlýsing um að Rómanska Ameríka væri
bandarískt áhrifasvæði, Bandaríkin ein hefðu
þar rétt til hernaðaríhlutunar.
Bandaríkin hafa líka óspart notfært sér þenn-
an sjálftekna einokunarrétt til valdbeitingar í
vesturálfu. Frá því að kenningin var sett fram
árið 1823 er hægt að telja upp hátt í hundrað
dæmi um beinar hernaðaríhlutanir Bandaríkj-
anna í nær öllum ríkjum Rómönsku Ameríku.
Eru þá ótaldir glæpir alríkislögreglunnar FBI og
leyniþjónustunnar CIA í þessum löndum.
Öll þessi ríkisrekna hryðjuverkastarfsemi
hefur verið stunduð til að tryggja þau hreðjatök
sem bandarískir auðhringar hafa á efnahagslífi
Rómönsku Ameríku.
Þetta er helsta skýringin á fátækt þessa
heimshluta sem í raun er svo auðugur að nátt-
úrugæðum.
Öfugnefnið Argentína
Nafnið Argentína, „Silfurlandið", felur með
nokkrum hætti í sér grátbroslega minningu um
græðgi konkvistadoranna í eðalmálma. Sann-
leikurinn er sá að í Argentínu finnst sáralítið silf-
ur þótt landið sé að öðru leyti ríkt að margs
konar öðrum gæðum.
Sú staðreynd að landið liggur að mestu leyti