Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 23
Vigfús Geirdal: Tangó Argentínó tmm bls. 21 ríkin í norðri standa ein fyrir um það bil 25% vergra þjóðartekna í heiminum. Það er líka risaveldið í norðri sem haldið hef- ur Rómönsku Amertku ( heljargreipum sínum og ber mesta ábyrgð á því að þar hafa ekki orð- ið þær efnahagsframfarir sem búast mátti við. Það var þó ekki alla tíð fyrirsjáanlegt að svona færi. Á seinni hluta 19. aldar stefndi miklu fremur í að Brasilía, Argentína og Chile gætu orðið þróuð velmegunarþjóðfélög. Monrókenning og frelsisbarátta Á tímabilinu 1500 til 1810 þróaðist landnám Spánverja í Ameríku þannig að smám saman mynduðust þar ein fjögur landstjóraumdæmi: Fyrst Nýi Spánn með Mexíkóborg sem höfuð- borg, þá Nýja Kastilía með miðstöð í Lima, svo Nýja Granada með landstjórasetur í Bogatá og að síðustu Ríó de la Plata þar sem höfuðborgin varð Buenos Aires. Smám saman óx upp í þessum spænsku ný- lendum auðug landeigendastétt kreóla, það er að segja fólks af spænskum uppruna sem fætt var (nýlendunum. Þetta fólk bjó á stórum búgörðum, haci- endas, og var hin ráðandi yfirstétt ( nýlendun- um en naut hins vegar ekki fullra réttinda þeg- ar það kom til gamla landsins, „föðurlandsins". Þessar kringumstæður í Rómönsku Amer- íku, og skyldar aðstæður í ensku nýlendunum í norðri, leiddu til þess, segir félagsmannfræð- ingurinn Benedict Anderson, að í „nýja heimin- um" myndaðist fyrr en í þeim „gamla" vísir að þjóðernishyggju, sem hann hefur kallað kreóla- nasjónalisma. Ensku nýlendurnar þrettán í Norður-Ameríku urðu sem kunnugt er fyrri til að klippa á nafla- strenginn við „móðurríkið" í byltingunni árið 1776. Spáni tókst hins vegar að halda öllu and- ófi niðri í nýlendum sínum á 18. öld og fram að Napóleonsstyrjöldunum á öðrum tug 19. aldar. Þá hefst frelsisbarátta spænsku nýlendnanna í Suður-Ameríku af fullum krafti, undir forystu einkum tveggja manna, Símons Bólivars, „El Libertador", kreólsks landeiganda frá Venezú- elu, og José de San Martins, herforingja frá Argentínu (reyndar upphaflega frá Spáni). Þessi frelsisbarátta stóð frá 1810 til 1825. Bólivar frelsaði Venezúelu, Kólumbíu og Ekvador meðan San Martin stjórnaði frelsis- stríði Argentínu og Chile. Þeir frelsuðu síðan í sameiningu Perú og Bólivíu undan stjórn Spán- verja. Sjálfstæði spænsku nýlendnanna þróaðist hins vegar með nokkuð öðrum hætti en Bólivar hafði séð fyrir sér. í „Manifiesto de Cartagena" hafði hann lagt til að spænsku landstjóraum- dæmin sameinuðust í eitt stórt sambandsríki að bandarískri fyrirmynd. Honum tókst þó aldrei að mynda stærra ríki en það sem kallað var „Gran Colombia" og náði nokkurn veginn yfir sama land og land- stjóraumdæmið Nýja Granada. Bæði Venezúela og Ekvador rifu sig út úr þessu ríki skömmu fyr- ir dauða Bólivars 1830. Og 1903 var svo Panama stofnað út úr Kólumbíu fyrir tilstyrk Bandaríkjanna. [ stað eins sameiginlegs ríkis varð útkoma frelsisstríðs spænsku nýlendnanna semsé mun fleiri og smærri einingar en landstjóraum- dæmin. Viðskilnaður Brasilíu við Portúgal gekk hins vegar nokkurn veginn friðsamlega fyrir sig. Andstæður suður-amerískra stjórnmála, lýð- ræðisbarátta og fámennisstjórn, birtast að mörgu leyti í hnotskurn í persónu frelsishetj- unnar Símons Bólivars. Hann hreifst ungur af lýðræðishugsjónum bandarísku og frönsku byltinganna en hneigðist síðan smám saman til íhaldsemi og einræðishyggju. Hin ungu Bandaríki Norður-Ameríku fylgdust með frelsisstríði spænsku nýlendnanna af áhuga og samúð, en þó ef til vill einnig með framtíðarvöld og hagsmuni í huga. Og jafnskjótt og útlit virtist fyrir að Evrópu- veldin, undir merkjum Heilaga bandalagsins, ætluðu að blanda sér í atburðarásina með bein- um hætti þá gaf forsetinn, James Monroe, út yfirlýsingu árið 1823 þar sem hann varaði Evr- ópuveldin við íhlutun í málefni vesturhvelsins. Samkvæmt þessari yfirlýsingu, Monrókenning- unni svokölluðu, var sérhver íhlutun Evrópurík- is í málefni Ameríku árás á Bandaríkin. Monrókenningin var því í raun ekkert annað en yfirlýsing um að Rómanska Ameríka væri bandarískt áhrifasvæði, Bandaríkin ein hefðu þar rétt til hernaðaríhlutunar. Bandaríkin hafa líka óspart notfært sér þenn- an sjálftekna einokunarrétt til valdbeitingar í vesturálfu. Frá því að kenningin var sett fram árið 1823 er hægt að telja upp hátt í hundrað dæmi um beinar hernaðaríhlutanir Bandaríkj- anna í nær öllum ríkjum Rómönsku Ameríku. Eru þá ótaldir glæpir alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustunnar CIA í þessum löndum. Öll þessi ríkisrekna hryðjuverkastarfsemi hefur verið stunduð til að tryggja þau hreðjatök sem bandarískir auðhringar hafa á efnahagslífi Rómönsku Ameríku. Þetta er helsta skýringin á fátækt þessa heimshluta sem í raun er svo auðugur að nátt- úrugæðum. Öfugnefnið Argentína Nafnið Argentína, „Silfurlandið", felur með nokkrum hætti í sér grátbroslega minningu um græðgi konkvistadoranna í eðalmálma. Sann- leikurinn er sá að í Argentínu finnst sáralítið silf- ur þótt landið sé að öðru leyti ríkt að margs konar öðrum gæðum. Sú staðreynd að landið liggur að mestu leyti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.