Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 27
tmm bls. 25 Aðfaranótt 31. september árið 1945 sökk þýska farþegaskipið Wilhelm Gustloff í Eystra- salti eftir að sovéskur kafbátur hafði hæft það með þremur tundurskeytum. Því hafði verið hleypt af stokkunum í Hamborg í maí 1937 að viðstöddum sjálfum Adolf Hitler; fyrsti farkost- urinn af mörgum sem flytja átti þýskt verkafólk í ódýr frí til útlanda á vegum orlofsstofnunar Þriðja ríkisins, „Kraftur með kæti", Kraft durch Freude, sem byggði á sömu meginhugmynd og ferðabransi nútmans: Ódýrar ferðír til út- landa réttlæta leiðinlega vinnu heimafyrir. Skip- ið sigldi með verkafólk til Noregs, aðelns fínna fólk til Miðjarðarhafsins og sótti „strákana okk- ar" þegar þýska Condor-fasistasveitin kom aft- ur frá því að hjálpa Franco að berja á kommún- istunum á Spáni. Það þótti mikil undrasmíð. Skartaði bíósölum, bókasöfnum og mósaík- lagðri sundlaug. Það tók 2000 farþega. Kristján B. Jónasson Biluð plata sögunnar Um nýjustu bók Gunters Grass, Krabbagangur í ársbyrjun 1945 var Wilhelm Gustloff bundið við bryggju þar sem þá hét Gothenhafen en nú Gdynia í Póllandi. Það þjónaði sem sjúkra- og þjálfunarskip og hafði legið þarna nær öll styrj- aldarárin. En nú skyldi haldið til hafs. Fáeinum dögum áður hafði rauði herinn náð til Eystra- salts í kverkinni þar sem nú eru landamæri Pól- lands og Kalínígrad-héraðs í Rússlandi og slitið Austur-Prússland frá þýska ríkinu. Ein og hálf milljón manna var innikróuð í sovéskri herkví og hafði enga ástæðu til að ætla að henni yrði þyrmt. Þriggja ára útrýmingar- og ógnarstjórn Þjóðverja á herteknum svæðum Sovétríkjanna hafði magnað upp hatursanda sem sovésk hernaðaryfirvöld sáu að var máttugur baráttu- hvati og því var hermönnum rauða hersins gef- inn laus taumurinn. Þegar um haustið 1944 bár- ust fréttir af fjöldamorðum á óbreyttum þýsk- um borgurum, nauðgunum og limlestingum. Nú brast á flóttamannaalda vestur á bóginn. Á næstu mánuðum voru yfir 15 milljónir Þjóðverja reknar burt frá heimkynnum sínum til margra alda og vísað til heimilis vestan Oder-Neisse- línunnar þar sem þeim var tekið fálega af þeim sem fyrir voru. Þeir sem þó komust þangað prísuðu sig sæla. Þetta var kaldasti vetur í manna minnum. Fólk fraus í hel, örmagnaðist, féll fyrir skotum Sovétmanna eða bandóðra nasista sem heimtuðu þátttöku hverrar sálar í hinu „algera stríði". Mesti skipskaði sögunnar Þegar landleiðirnar lokuðust var tekið að flytja fólk sjóleiðina vestur á bóginn yfir Eystrasalt til hafna í Norður-Þýskalandi og Danmörku. Að vísu aldrei f tíma því áfram var hamrað á því að „berjast til síðasta manns", en þegar Sovét- menn voru komnir langleiðina að heimahöfn Wilhelms Gustloff var ákveðið að leggja í hann. Eins og fyrr segir stóð á pappírum að skipið tæki 2000 farþega en á endanum voru þeir orðnir milli 10 og 12 þúsund. Nákvæmar tölur skortir. Það var hætt að telja þegar 7956 nöfn voru komin á farþegalistann. Og svo sökk Wilhelm Gustloff. Um 1400 manns komust lífs af, einkum þeir fáu karl- menn sem voru um borð, þar á meðal allir hæstráðendur skipsins. Varlega áætluð tala lát-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.