Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 27
tmm bls. 25
Aðfaranótt 31. september árið 1945 sökk
þýska farþegaskipið Wilhelm Gustloff í Eystra-
salti eftir að sovéskur kafbátur hafði hæft það
með þremur tundurskeytum. Því hafði verið
hleypt af stokkunum í Hamborg í maí 1937 að
viðstöddum sjálfum Adolf Hitler; fyrsti farkost-
urinn af mörgum sem flytja átti þýskt verkafólk
í ódýr frí til útlanda á vegum orlofsstofnunar
Þriðja ríkisins, „Kraftur með kæti", Kraft durch
Freude, sem byggði á sömu meginhugmynd
og ferðabransi nútmans: Ódýrar ferðír til út-
landa réttlæta leiðinlega vinnu heimafyrir. Skip-
ið sigldi með verkafólk til Noregs, aðelns fínna
fólk til Miðjarðarhafsins og sótti „strákana okk-
ar" þegar þýska Condor-fasistasveitin kom aft-
ur frá því að hjálpa Franco að berja á kommún-
istunum á Spáni. Það þótti mikil undrasmíð.
Skartaði bíósölum, bókasöfnum og mósaík-
lagðri sundlaug. Það tók 2000 farþega.
Kristján B. Jónasson
Biluð plata sögunnar
Um nýjustu bók Gunters Grass, Krabbagangur
í ársbyrjun 1945 var Wilhelm Gustloff bundið
við bryggju þar sem þá hét Gothenhafen en nú
Gdynia í Póllandi. Það þjónaði sem sjúkra- og
þjálfunarskip og hafði legið þarna nær öll styrj-
aldarárin. En nú skyldi haldið til hafs. Fáeinum
dögum áður hafði rauði herinn náð til Eystra-
salts í kverkinni þar sem nú eru landamæri Pól-
lands og Kalínígrad-héraðs í Rússlandi og slitið
Austur-Prússland frá þýska ríkinu. Ein og hálf
milljón manna var innikróuð í sovéskri herkví og
hafði enga ástæðu til að ætla að henni yrði
þyrmt. Þriggja ára útrýmingar- og ógnarstjórn
Þjóðverja á herteknum svæðum Sovétríkjanna
hafði magnað upp hatursanda sem sovésk
hernaðaryfirvöld sáu að var máttugur baráttu-
hvati og því var hermönnum rauða hersins gef-
inn laus taumurinn. Þegar um haustið 1944 bár-
ust fréttir af fjöldamorðum á óbreyttum þýsk-
um borgurum, nauðgunum og limlestingum.
Nú brast á flóttamannaalda vestur á bóginn. Á
næstu mánuðum voru yfir 15 milljónir Þjóðverja
reknar burt frá heimkynnum sínum til margra
alda og vísað til heimilis vestan Oder-Neisse-
línunnar þar sem þeim var tekið fálega af þeim
sem fyrir voru. Þeir sem þó komust þangað
prísuðu sig sæla. Þetta var kaldasti vetur í
manna minnum. Fólk fraus í hel, örmagnaðist,
féll fyrir skotum Sovétmanna eða bandóðra
nasista sem heimtuðu þátttöku hverrar sálar í
hinu „algera stríði".
Mesti skipskaði sögunnar
Þegar landleiðirnar lokuðust var tekið að flytja
fólk sjóleiðina vestur á bóginn yfir Eystrasalt til
hafna í Norður-Þýskalandi og Danmörku. Að
vísu aldrei f tíma því áfram var hamrað á því að
„berjast til síðasta manns", en þegar Sovét-
menn voru komnir langleiðina að heimahöfn
Wilhelms Gustloff var ákveðið að leggja í hann.
Eins og fyrr segir stóð á pappírum að skipið
tæki 2000 farþega en á endanum voru þeir
orðnir milli 10 og 12 þúsund. Nákvæmar tölur
skortir. Það var hætt að telja þegar 7956 nöfn
voru komin á farþegalistann.
Og svo sökk Wilhelm Gustloff. Um 1400
manns komust lífs af, einkum þeir fáu karl-
menn sem voru um borð, þar á meðal allir
hæstráðendur skipsins. Varlega áætluð tala lát-