Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 10
Lilja Hjartardóttir Hernaður, hryðjuverk og hernumið fólk Deilur Ísraelsríkis og Palestínumanna Framboð á steinum til að stöngva í höfuð ísra- elskra hermanna verður nægilegt á næstunni eins og myndir af húsarústum á Vesturbakkan- um og Gaza sýna. Margir eiga harma að hefna og herinn mun sprengja enn fleiri byggingar í hefndarskyni. Samkvæmt upplýsingum Rauða hálfmánans í Palestínu, 23. apríl, hafa nær 1.500 manns týnt lífi frá byrjun uppreisnarinnar (nefnd al-Aqsa intifada) sem hófst í september 2000, um 19.000 hafa særst og a.m.k. 4.000 manns eru heimilislausir. Enn á ný er samféiag araba í Palestínu niðurbrotið og efnahagslífið lamað; heimili margra I rúst, leiðtogar niður- lægðir, aftökur án dóms og laga, lokaðir skólar og útgöngubann dögum og vikum saman. Astandið er kunnuglegt fyrir eldri kynslóðirnar sem lifðu uppreisnina miklu 1936-1939. Hinir yngri muna uppreisnina á herteknu svæðunum sem hófst árið 1987, þegar tuttugu ár voru lið- in frá hernámi Vesturbakkans og Gazasvæðis- ins. Frá desember 1987 til sama tíma 1993 voru hundruð bygginga rústuð, um 1.100 manns týndu llfi, þar af um 240 börn og ung- lingar. Fjöldi látinna ísraelskra hermanna skipti tugum. Síðastliðin 15 ár hefur verið unnið að því að byggja upp traust milli leiðtoga Palestínumanna og ísraela. Friðarviðræður hófust í Madríd á Spáni árið 1991 þar sem lagðar voru fram áætl- anir sem fólu í sér hægfara þróun í þá átt að ísr- ael léti af hendi hernumið land í skiptum fyrir frið. Áttu Palestínumenn smám saman að fá sjálfstjórn á þeim svæðum, en stofnun sjálf- stæðs ríkis var ekki til umræðu. (sraelsk stjórn- völd viðurkenndu PLO, Frelsissamtök Palest- ínu, sem lögmætan samningsaðila árið 1993 en samtökin viðurkenndu tilvist og tilverurétt ísra- els og hættu hryðjuverkastarfsemi. Sama ár var Óslóarsamkomulagið undirritað og Palestínu- menn fengu takmarkaða heimastjórn á Gaza og í Jeríkó. Arafat sneri aftur til Palestínu eftir ára- tuga útlegð sem kjörinn forseti hinnar nýju heimastjórnar. Nokkrum mánuðum áður, í des- ember 1994, höfðu hann, Shimon Peres og Yitzhak Rabin fengið friðarverðlaun Nóbels. Rabin galt fyrir samkomulagið með lífi sínu ári síðar. Nóbelsnefndin hefur nú krafist þess að Peres afsali sér verðlaununum en ekki Arafat. Óslóarsamkomulagið var byggt á veikum vilja, tortryggni og andúð beggja aðila. And- staða heima fyrir og lítill áhugi alþjóðasamfé- lagsins réð þó meiru um örlög þess. Hvorir tveggja reyndu að hámarka kröfur sínar og fórna sem minnstu. í kjölfar Óslóarsamkomu- lagsins fylgdu millisamningar, tillögur, skýrslur og áætlanir um framkvæmd þess, s.s. Karó- samþykktin 1994, Millisamningur 1995, Hebr- on-samþykktin 1997, Wye-minnisblað ári Palestínumönnum finnst þeir illa sviknir, fyrst af Bretum, sem lofuðu aröbum sjálfstæðu ríki eftir fall Tyrkjaveldis, síðan af öðrum ríkjum araba sem hafa brugðist í tilraunum sínum til að frelsa Palestínu, og að lokum skipti alþjóðasamfélagið landi þeirra og gerði þá að réttlaus- um flóttamönnum í eigin landi og öðrum ríkjum. Meintir afkomendur gyðinga frá fjarlægum og fátækum ríkjum flytjast nú í æ meira mæli til velferðarríkisins ísrael. Frá tíma per- estroiku í Sovétríkjunum 1989 hefur um ein milljón manna flutt þaðan til (sraels. Þá hafa um 60.000 gyðingar frá Eþíópíu gerst ríkis- borgarar á síðastliðnum árum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.