Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 17
þeim talmálslega og lipra stíl sem höfundur er þekktur fyrir. Hann sviðsetur líka atburði með áhrifamiklum hætti án óþarfa útúrdúra. Þótt háðinu sé hér einnig stillt í hóf og það beinist ekki að aðalpersónunum tveimur, Þórði kakala og Kolbeini unga, geymir sagan samt sem áður mörg skopleg atvik og fyndnar mannlýsingar. Og sé það rétt að „hinn fádæma læsilegi stíll Einars kall[i] á frásagnarverða viðburði", eins og Guðmundur Andri Thorsson hefur haldið fram,3 þá hefur hann komist í feitt þar sem eru stormasamar sviptingar Sturlungaaldar. Úr skáldsögu Williams Faulkner, As I Lay Dying, hefur Einar þegið frásagnaraðferð þar sem hver kafli ber nafn þeirrar sögupersónu sem þar hef- ur orðið. Úr þessu verður margradda frásögn sem hentar vel til að miðla þeirri togstreitu sem ríkir milli manna á hinni miklu vígaöld og rjúfa atburðarásina án þess þó að slaka á spennunni. Einar hefur einnig lýst því í viðtali við DVhvern- ig þessi aðferð hafi gert sér kleift að „draga fólk, sem okkur virðist fjarlægt, upp að okkur". Með því að nota breytilegt sjónarhorn á þenn- an hátt er hægt að lýsa persónum og atburðum „innan frá" og frá ýmsum hliðum og auka blæ- brigði í frásögninni. Kolbíturinn Fremst í bókinni er tileinkun til þeirra Faulkners og Ásgeirs Jakobssonar sem skrifaði bók um sama efni og Einar, Þórður kakali, fyrir rúmum áratug. Þar dregur hann saman efni um Þórð úr Sturlungu, Arons sögu Hjörleifssonar, Þorgils sögu skarða og Hákonar sögu auk þess sem bókin hefur að geyma margvíslega snjalla leik- mannsþanka um sögu Þórðar og persónur hennar. Augljóst er af lestri bókar Ásgeirs að saga Þórðar hefur lengi verið honum hugleikin og ekki ólíklegt að Einar hafi fært sér saman- tekt hans og ýmsar hugleiðingar í nyt. Til að mynda virðist hann byggja á þeirri túlkun Ás- geirs að Þórður hafi staðið í skugganum af Sturlu bróður sínum sem var eftirlæti föður þeirra, það hafi „ekki verið pláss fyrir þá báða, Sturlu og Þórð" á íslandi og því hafi Þórður far- ið utan, en um þetta eru engar ritaðar heimild- ir.4 í Óvinafagnaði segir Tumi yngri bróðir Þórð- ar hann á einum stað vera „með eitthvað meint ofdekur á Sturlu bróður á heilanum" (87). Þetta, ásamt þvl að Þórður fær sýnilega ekki mikinn frama í konungsgarði í Noregi og leggst í óreglu þar ytra, veldur því að hann fær á sig yf- irbragð kolbítsins í ævintýrunum sem flestir hafa afskrifað en sýnir þegar í harðbakkann slær hvers hann er megnugur. Sagan hefst í Noregi árið 1238 þar sem Þórð- ur situr að sumbli í Niðarósi og fær þær fréttir að faðir hans, Sighvatur, og bræður þrír hafi verið drepnir á Örlygsstöðum og þar með sé endi bundinn á veldi Sturlunga. Fregnirnar af Örlygsstaðabardaga kippa grundvellinum und- an ónytjungstilveru hans. Þótt hann virðist manna ólíklegastur til að gerast leiðtogi og heyja styrjaldir er hann orðinn eignalaus, getur ekki slegið lán lengur og við lýsingar á svívirði- legum drápum á föður hans og bræðrum fyllist hann stolti og hættir ólifnaðinum. Þó hefur hann ekki annað í hyggju þegar hann siglir til ís- lands en að endurheimta arf sinn. Strax þegar Þórður kemur til Eyjafjarðar finn- ur lesandinn að landið er í hálfgerðum álögum vegna þeirrar óaldar sem þar hefur ríkt um langt skeið. Þegar Sturla Þórðarson frændi hans spyr hann hvernig honum lítist á blikuna, ,,[m]eð augum útlagans", svarar Þórður: „Það eru allir eins og á glóðum ... Það virðast allir vera með hjartað í buxunum." (89) Líkt og drengurinn sem kunni ekki að hræðast stígur Þórður ósmeykur fram á þetta svið og fer brátt að sækja að veldi Kolbeins unga þótt við of- urefli sé að etja og þótt flestir telji að hann sé að ana út í opinn dauðann. Hann er þó lengi vel óviss um hvað hann skuli gera á íslandi. Hann er fyrst og fremst með hugann við að hefna föður síns og bræðra og endurheimta eignir sínar en virðist ekki ala með sér neina drauma um landsyfirráð. Eftir að til íslands er komið fer hann þó smám saman að meta stöðu sína raunsætt og það setur að honum geig en hann hristir af sér alla uppgjaf- arþanka. Hann finnur að hann verður að taka af skarið og gerast leiðtogi fyrir því liði sem hann hefur safnað um sig. Þáttaskil verða þegar hann tekur ákvörðun um að ráðast á Skálholts- stað, á honum verður eins konar umbreyting sem lýst er svo að „... það glóði í kringum hann ..." (137). Fylgi við hann eykst og hann verður hissa á þeim umskiptum sem orðið hafa á hans högum. Skyndilega er hann orðinn höfð- ingi og farinn „að eignast ýmsa bandamenn í „stríðinu" við Kolbein unga, - stríði sem ég var varla farinn að gera mér grein fyrir sjálfur..." (206). Bölsýnn efahyggjumaður [ Þórðar sögu kakala gengur Kolbeinn ungi miskunnarlaust fram í morðum og vígaferlum til að tryggja völd sín án þess að lesandinn fái að skyggnast inn í þann hug sem þar býr að baki. Einar lýsir honum sem manni sem hefur ófús sogast inn í vítahring ofbeldisins en þráir að losna út úr honum. Hann lítur á vígaferlin án allrar glýju, kveðst vera „enginn vígamaður eða landstjórnandi, hvað þá fursti eða jarl, ... bara bóndi, dreymdi um að vera skáld og fá að yrkja mína jörð f friði og kveða lof mínum himna- smiði líkt og föðurbróðir minn Kolbeinn eldri..." (43). Hann er þjakaður maður, skemmdur á lík- ama og sál af þeim voðaverkum sem hann hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.