Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 21
Þær hugmyndir sem menn hafa reynt að
gera sér um mannlíf Ameríku, bæði fyrir og
skömmu eftir „landafundina", eru að meira að
minna leyti reistará kenningum sem litaðareru
af „pólitík" og fordómum evrópskrar vísinda-
hyggju.
Það ertil dæmis ekki meira en aldarfjórðung-
ur síðan vistfræðingurinn og heimspekingurinn
John Lewis Collis hélt því blákalt fram að sam-
félög Norður-Ameríku hefðu í upphafi 16. aldar
verið 6000 árum á eftir evrópskri siðmenningu!
Byggði hann þessa skoðun sína meðal annars
á þeirri tilgátu James Mooneys, mann-
fræðings, að íbúar þess landflæmis
sem við þekkjum sem Norður-Amer-
íku hafi ekki verið nema rétt rúmlega
milljón talsins (íbúar Bretlandseyja
voru um sama leyti um fimm milljón-
ir).
Það er í sjálfu sér umhugsunarefni
hvort lífsseigla þessarar kenningar
Mooneys, sem hann setti fram árið
1910, segi ekki sína sögu um viðleitni
til að gera minna en efni standa til úr
útrýmingarherferð þeirri sem farin var gegn
frumbyggjum Vesturheims, líklega mestu hel-
för sem sagan greinir frá.
Nú á tímum gera menn ráð fyrir að íbúar
Norður-Ameríku hafi í lok 15. aldar verið á bilinu
10 til 25 milljónir, og að íbúar allrar vesturálfu
hafi þá verið á milli 75 og 100 milljónir, eða um
það bil fimmtungur jarðarbúa.
Menningarsamfélög frumbyggja Ameríku í
lok 15. aldar voru margfalt fjölbreytilegri en evr-
ópsk þjóðfélög á sama tíma. Þarna mátti finna
allt frá samfélögum safnara og veiðimanna til
þróaðra akuryrkjusamfélaga á borð við ríki Inka
í Perú og þjóðfélög Maya og Azteka í Mexíkó.
í Suður-Ameríku er ætlað að verið hafi um það
bil 500 sjálfstæð menningarsamfélög. Þessi
samfélög voru svo ólík sum hver, að milli ein-
stakra tungumála þeirra var í mörgum tilvikum
ekki meiri skyldleiki en milli til að mynda ís-
lensku og kínversku.
Eitt áttu frumbyggjarnir þó sameiginlegt sem
átti eftir að reynast þeim dýrkeypt. Þeir höfðu
enga mótstöðu gegn þeim sjúkdómum sem
Evrópubúar fluttu með sér, hvort heldur það
var venjulegt kvef, mislingar, bólusótt eða
svarti dauði.
Dauðinn ykkar eigin sök
„Þeir yrðu góðir þrælar," skrifaði Kólumbus.
Sem ekki átti eftir að reynast orð að sönnu.
Þeir þoldu þrælkunina afar illa. Kólumbus og
hans menn tóku fljótlega til við að murka úr
þeim lífið þegar þeim mislíkaði við þá eða þótti
þeir einfaldlega standa vel til höggsins.
Sjúkdómar og vond meðferð voru þó stór-
tækasta meðalið til að útrýma þeim. Einhver
fyrsti sýklahernaður sem sögur fara af fólst til
dæmis í því að teppum, sýktum af bólusóttar-
bakteríum, var dreift meðal indjána.
Þegar Páfinn í Róm skipti Ameríku milli
Spánar, Portúgals, Frakklands og Englands
sendi hann frumbyggjum álfunnar þau tilmæli
að viðurkenna kaþólsku kirkjuna og hans herra-
dóm sem sitt
æðsta vald.
... Og ef þið
verðið ekki við þessu ... þá
skal ég með Guðs hjálp láta
ykkur finna fyrir öllum mínum
mætti, og ég skal efna til
stríðs á hendur ykkur, alls
staðar og með öllum tiltæk-
um meðulum, og ég skal
þvinga ykkur til fullkominnar hlýðni undir oki
Kirkjunnar og Almættisins, og ég skal taka kon-
ur ykkar og börn, og ég skal gera þau að þræl-
um, selja þau og koma þeim á markað sam-
kvæmt skipun Almættisins, og ég skal gera
ykkur allt það illt og allt það tjón sem ég get. Og
ég skal sjá til þess að allur sá dauði og tortím-
ing sem af þessu hlýst verði ykkar eigin sök.2
Kólumbusi og mönnum hans tókst á fáein-
um áratugum að þurrka út allt upprunalegt
mannlíf f Vestur-lndíum.
Sem dæmi um afköstin við útrýminguna má
nefna að frá 1492 til 1508 hafði indjánum á
Hispanjólu (Haítí) fækkað um þrjár milljónir að
ætlað er af völdum styrjalda, þrældóms og sjúk-
dóma. Aðeins sextíu þúsund voru enn eftir.
Um miðja 16. öld má heita að búið hafi verið að
útrýma upphaflegum íbúum Vestur-lndía.
í kjölfar Kólumbusar héldu þeir Hernán
Cortes, Franzisco Pizarro og konkvistadorarnir
uppi merki evrópskrar siðmenningar í Mið- og
ar var meira en helmingur þrælaverslunarinnar í
höndum kaupmanna í Liverpool.
Talið er að um 1850 hafi alls verið búið að
flytja 15 milljónir svartra þræla til Ameríku. Um
1860 er ætlað að 6 milljónir þræla starfi (álfunni
allri. Þegar þrælaverslunin náði hámarki sínu á
árunum 1740 til 1810 voru um 60 þúsund þræl-
ar fluttir til Amerfku á hverju ári.
Þetta var svo sannarlega ábatasöm verslun.
Fyrir hvern þræl sem keyptur var fyrir þrjú pund
í Afrfku var hægt að fá fimmtán pund í Ameríku.
En hún kostaði Afríku líka sitt í mannslífum.
Það er ætlað að ekki hafi nema þriðjungur
þeirra Afríkumanna sem hnepptir voru í þræl-
dóm og seldir til Ameríku lifað af ferðina til
„nýja heimsins". Með öðrum orðum má ætla
að Afríka hafi misst alls um 50 milljón manns af
þessum sökum, ýmist beint í dauðann eða í
þrældóm í Ameríku.
Þeim til uppörvunar sem enn trúa á mátt
síns betri manns skal þó sagt að þrælaverslun-
in leið ekki undir lok fyrir tilstilli „hinnar ósýni-
legu handar markaðarins" heldur vegna baráttu
mannúðarhreyfinga um og eftir miðja 19. öld.
Suður-Ameríku meðan púrítanarnir létu ekki
sitt eftir liggja í norðurhlutanum, Virginíu og
Massachusetts.
Á innan við öld eftir „landafundina" má ætla
að indjánum Suður-Ameríku hafi fækkað um
90%.
Spurt hef ég 50 milljón manns ...
Þegar Ijóst var að frumbyggjarnir dygðu ekki
sem þrælar og eftir að landnám hvítra manna í
vesturálfu var hafið fyrir alvöru þá varð Ijóst að
leita þurfti annað eftir ódýru vinnuafli. Lausnin
fólst í svörtu þrælahaldi.
Strax um 1520 var farið að flytja svarta þræla
til nýlendna Spánverja í Vestur-lndíum og slðan
á meginlandi Suður-Ameríku. Þrælaverslunin
var fyrst í höndum Portúgala en færð-
ist síðan yfir í hendur Frakka, Hollend-
inga og að lokum Breta. í lok 18. ald-