Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 52
‘•Öí^^y ■ ' A . WMdiÉizi. Mynd 1 Reykjavík árið 1836 Mynd 2 Tryggvagata stærsta íbúðarhús bæjarins. Innst eru svo kirkjugarðurinn og (dórm-) kirkjan. A Ijósmyndinni af Tryggvagötu (mynd 2) sem tekin var fyrir stuttu er ekki að sjá nokkurn skyldleika með fyrri myndinni, ef undan er skil- in lega sjálfrar götunnar. Reglufesta hins mann- gerða umhverfis smábæjarins tvöhundruð árum fyrr, þar sem þörf og notkun stýrðu stað- setningu og afstöðu bygginga og gatna, er sundruð. Þó var skipulagið bæði auðskiljanlegt og „fal- legt", að því leyti sem það las sig með lands- laginu. Eins og gatan kemur fyrir í dag eru tengslin milli hafs og byggðar illa skilgreind, götumynd- inni má helst líkja við tannlaust gamalmenni, þar sem tilviljanakenndar eyður milli húsa af öll- um stærðum og gerðum magna upp vindinn og gera götuna fráhrindandi og karakterlausa. Auðu lóðirnar, sem væru með dýrmætari eign- um víða erlendis, eru undirlagðar af bílastæð- um. Þessi gata er, eins og svo margar aðrar í borginni, minnislaus. Hin margræða skynjun þess að ganga í mörgum vfddum samtímis, þar sem spor fyrri kynslóða og stórviðra lita leið dagsins í dag er hér - meðvitað eða ekki - máð og fjarlæg. Lestur og túlkun sjónræns áreitis Að umhverfi okkar eigi sér sögu er augljóst mál. Hver einasti tindur og dalverpi ber nafn, sum svæði eru mettaðri en önnur af frásögnum og atburðum, sem líta upplifun okkar og túlkun á því sem fyrir augu ber. Skagafjörður minnir á hraustleg stóð hesta og öflugan kórsöng, Eyr- arbakki á ramma sjávarlykt og gula kuðunga á strönd við þéttan undirtón hafsins. En hvaða augum skyldu menn fyrri tfma hafa litið sama umhverfi, hvaða möguleika og hindr- anir sáu þeir og hvað mátu þeir til verðmæta? Skynjun landslagsins eða umhverfisins og túlk- un hins sjónræna áreitis er sterklega háð hug- arástandi þess sem horfir. Bóndinn, sjómaður- inn, nýbakaða móðirin og ferðamaðurinn ganga þannig hvert í sínu landslagi, þótt öll séu þau stödd í Heiðmörk. Skilgreining þeirra á fegurð og Ijótleika, nytsemi og nytleysi, er f beinu sambandi við stöðu þeirra og erindi. Sumum þeirra finnst trjágróðurinn þrengja að sér og byrgja sýn, aðrir fyllast vellíðan í kyrrðinni milli birkigreinanna. Einhverjir fyllast gleði og bjart- sýni við að lesa hvernig hrauntungan sem mæt- ir skógarbrýninu hörfar í þykkurm vexti mosans, aðrir tilhlökkun þegar drunur flugvéla fylla loft- ið, kannski með fjölskylduna að vestan ... Hugar-landslag Einars Benediktssonar sá ekkert því til fyrirstöðu að beygja Gullfoss und- ir hönd mannsins í upphafi síðustu aldar. Það var í fullu samræmi við heimsmynd hans um undirgefni náttúrunnar gagnvart framtakssemi og tækniuppgötvunum mannsins. Á sama tíma undruðust sjómenn í Vestur- Noregi vaxandi straum ferðamanna að hafinu. Veðurbarðar heiðar og kaldranalegar klappir sópuðu til sín áhugasömum náttúrunautna- mönnum sem eyddu gjarnan frístundum sínum í langar gönguferðir í roki og sjávarseltu, stungu sér jafnvel til sunds í svalar öldur og töldu það allra meina bót. Ný gerð híbýla kom fram í formi sumarbú- staða og strandgistihúsa, sem voru staðsett og hönnuð í sama anda. Þar mátti líta vistarverur með stóra glugga snúið gagngert að dásemd- um hafsins, sólsetrinu og veðurofsanum. Því hrikalegra, þeim mun betra! Húsakostur heimamanna sneri að öllu jöfnu baki í þennan ógnvald daglegs lífs þeirra, áhugi þeirra á veðr- inu og hafinu tengdist annars konar gagnsemi, þar sem líf manna og afkoma var bókstaflega í veði. Hugmyndir um lækningamátt og stillingu hugans við öldukastið voru þeim illskiljanlegar, þeir voru stundunum fegnastir þegar hægt var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.