Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 50
Á því ári skipaði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra okkur Dagnýju Kristjánsdóttur lektor í nefndina til fjögra ára, en seinni fjögur árin sat ég í nefndinni með Jóhanni Hjálmarssyni. Þórð- ur Helgason cand. mag. og skáld var varamað- ur bæði kjörtímabilin. Árið 1998 kom Dagný aft- ur inní nefndina með Jóhanni Hjálmarssyni sem varð að hætta á miðju kjörtímabili vegna veikinda, en við tók varamaðurinn Sveinbjörn I. Baldvinsson. Jóhann var þannig skipaðurtil 16 ára í dómnefndina (1982-1990 og 1994-2002), þó hann gegndi ekki störfum nema 14 ár. Svo löng seta sama manns er augljóslega vafasöm frá mörgum sjónarmiðum og vitnar öðru frem- ur um pólitískt siðleysi og menningarlega blindu þeirra forráðamanna Sjálfstæðisflokks- inS'Sem hafa vanið sig á að hygla flokksmönn- um og öðrum meðreiðarsveinum án minnsta tillits til verðleika og án vitneskju um tilvist fjöl- margra hæfra einstaklinga í starf af þessu tagi. Einsog fyrri daginn er framtak sjálfstæðis- manna í menningarefnum markað fáfræði og misbeitingu valds. Meðan ég sat í dómnefndinni voru tveir ís- lenskir höfundar kjörnir til norrænu verðlaun- anna, Fríða Á. Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður (1992) og Einar Már Guð- mundsson fyrir skáldsöguna Englar alheimsins (1995). Síðan ekki söguna meir. Áberandi gloppur Þegar litið er yfir framlag íslendinga í fjóra ára- tugi blasir við að mörg ágætisverk hafa verið til- nefnd til verðlaunanna, einkanlega síðustu tvo áratugi, en gloppurnar eru líka sláandi, einnig á seinni árum. Veigamikil verk hafa alltof oft verið látin víkja fyrir annars og þriðja flokks verkum. Það er meðal annars orsök þess að tilnefndar bækur gefa ekki rétta mynd af því sem samtíma- bókmenntir okkar hafa best að bjóða. Verkin fimm sem fundu náð fyrir augum dómnefndar verðskulduðu vissulega heiðurinn, en voru ekki fortakslaust bestu verkin sem samin voru á tímabilinu. Þar hef ég sérstaklega í huga smá- sagnasafnið Gefið hvort öðru og skáldsögurnar Leigjandinn og Gunnlaðar saga eftir Svövu Jak- obsdóttur, fjórar tilnefndar skáldsögur Guðbergs Bergssonar, Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí, Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans og Svanurinn. Þorsteinn frá Hamri hefði líka átt skilið að hreppa verðlaunin fyrir einhverja af þremur frábærum skáldsögum sínum, Himin- bjargarsaga eða Skógardraumur, Möttull kon- ungur eða Caterpillar og Haust í Skírisskógi (ein- ungis sú fyrsta var tilnefnd), ekki síður en fyrir klassísk Ijóð sín. Sama á við um leiftrandi Ijóðlist Hannesar Péturssonar, Stefáns Harðar Gríms- sonar og Sigfúsar Daðasonar, sem aldrei var til- nefndur. En Ijóðlistin hefur ævinlega átt erfiðara upp- dráttar en prósinn. Þegar haft er í huga að gengið hefur verið framhjá skáldum á borð við Olav H. Hauge, Stein Mehren, Jan Erik Vold, Bjorn Aamodt frá Noregi, Werner Aspenström, Katarina Frostensson, Göran Sonnevi frá Sví- þjóð, Thorkild Bjornvig, Inger Christensen, Ivan Malinovski frá Danmörku, Claes Andersson og Paavo Haavikko frá Finnlandi, þá er kannski ástæðulaust að kvarta, en vitaskuld vonar mað- ur að þýðingar íslenskrar Ijóðlistar séu frum- textunum samboðnar. Af 42 verðlaunuðum verkum eru 26 skáld- sögur, 11 Ijóðabækur, 3 smásagnasöfn (Borgen, Seeberg og Lönn) og 2 fræðirit (Lag- ercrantz og Sörensen). íslenska hlutfallið var 3 skáldsögur og 2 Ijóðabækur, sem bendir til að hérlend Ijóðlist haldi í við prósann að mati dóm- nefndar. Sé greint á milli þjóða, þá hafa sænsk- ir höfundar hreppt verðlaunin 12 sinnum, danskir og norskir 8 sinnum hvorir, finnskir 6 sinnum (þaraf tveir sænskumælandi), íslenskir 5 sinnum, færeyskir tvisvar (annar skrifandi á dönsku) og samískur einusinni. Verðlaunin hafa ekki fallið í skaut grænlenskum höfundi. Eitt af furðulegustu og klaufalegustu atvik- um í sögu verðlaunanna tengdist veitingunni árið 1965, þegar einum helsta meistara norrænnar sagnalistar, William Heinesen, var gert að deila verðlaununum með sænska skáld- inu og ritstjóranum Olof Lagercrantz fyrir bók hans um Dante og Gleðileikinn guðdómlega. Vissulega verðskuldaði Lagercrantz Norður- landaverðlaun, en hann hefði ekki átt að deila þeim með öðrum. Hann var reyndar tilnefndur aftur árið 1993 fyrir bókina Att lása Proust, og þótti satt að segja undarlegt val. Leikrit voru öðruhverju tilnefnd til verðlaun- anna, sem að mínum dómi var misráðið, með- því leikverk nýtur sín ekki til fulls, er ekki full- skapað fyrren það er komið uppá svið, enda hreppti leikrit aldrei verðlaunin. Meðan ég sat í dómnefndinni tilnefndu Svíarnir leikrit Lars Noréns, Endagsvarelser, en mér og ýmsum fleiri reyndist erfitt að lesa það og nálega ókleift að ráða í hvernig það tæki sig út á leiksviði. Nú eru komin til sögunnar sérstök norræn leiklist- arverðlaun sem væntanlega svara þörfum þessa tiltekna tjáningarforms. Einnig eru kom- in til skjalanna sérstök norræn barnabókaverð- laun sem hafa að meira eða minna leyti hreins- að dómnefndina af áburði um hlutdrægni gagn- vart barnabókmenntum. Nýir farvegir Af þessu stutta yfirliti ætti að vera Ijóst að til- nefningar til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs spegla einungis með höppum og glöppum það besta sem fram kemur í norræn- um bókmenntum, en það dregur í engu úr mik- ilvægi framtaksins. Með öllum sínum annmörk- um og pólitísku slagsíðum hafa verðlaunin tví- mælalaust stuðlað að víðtækari og líflegri um- ræðu um norrænar bókmenntir, bæði í fjölmiðl- um og meðal lesandi almennings, og þau hafa opnað nýja farvegi til kynningar og dreifingar á bókmenntum smærri málsvæða sem voru að meira eða minna leyti einangruð þartil verð- launin komu til sögunnar. Þau hafa átt veruleg- an þátt í að koma hérlendum bókmenntum á framfæri erlendis, þótt ýmislegt annað hafi lagst á sömu sveif. Án þeirra mundum við tæp- lega geta státað af því, að nú hafa ekki færri en sjötíu íslenskir höfundar fengið verk sín birt á öðrum tungum, skáldsögur, smásagnasöfn, leikrit og Ijóðasöfn - að viðbættum fjölmörgum sýnisbókum á mörgum tungum (m.a. dönsku, finnsku, norsku (3), sænsku (2), ensku (3), þýsku (3), rússnesku, búlgörsku og kínversku). Fáir munu hafa ímyndað sér þvílíka þróun þeg- ar stofnað var til verðlaunanna fyrir 40 árum. Sigurður A. Magnússon (f. 1928) er rithöfundur og þýðandi. Hann hlaut menningarverðlaun DV 1980 fyrir uppvaxtarsögu sfna Undir Kalstjörnu. Nýjustu verk hans eru Undir dagstjörnu (2000) og Á hnlfsins egg (2001). Sams konar úttekt Sigurðar á Bókmenntaverðlaunum Nóbels var birt (1. hefti tmm 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.