Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Síða 61
Óli Jón Jónsson: Mannabein tmm bls. 59 menn leituðust auðvitað við að setja niður deil- ur sínar á þingum að germönskum sið. Úlfur settist og tók fram litla skrifblokk. Hann byrjaði að pára eitthvað með stálgráum skrúf- blýanti. Síðan leit hann upp aftur. Þá hélt stúd- entinn áfram: - Skyldan við blóðið var öðrum skyldum æðri. Þetta eru sögurnar til vitnis um, eins og ég hef sagt þér. Þeir þekktu lögmál Mendels. Allir menn sem eitthvað áttu undir sér urðu að gæta þess að gifta dætur sínar rétt. Þetta var allt vandlega útreiknað. Og það var auðvitað vegna þess að menn áttuðu sig á því hve mik- ið var í húfi, að það var bókstaflega um líf eða dauða að tefla í þessu harðbýla landi. Það var engu líkara en stúdentinn væri að halda ræðu yfir Úlfi. Sá sfðarnefndi virtist vera að glósa hjá sér. Stúdentinn horfði ekki á hann á meðan hann talaði heldur mændi upp eftir hlíðinni. Ég tók eftir því að augu hans stað- næmdust efst í fjallinu. Þar gerði hann stutt hlé á máli sínu. Um leið og hann byrjaði aftur, renndi hann augunum hægt inn með fjallsbrún- inni. Höfuðið fylgdi stefnu augnanna eftir en að öðru leyti stóð hann fullkomlega hreyfingarlaus meðan hann talaði. Hann talaði mjög yfirvegað og röddin var ekki lengur mjó, heldur var allt í einu eins og í hana væri kominn botn. Líkt og þessi renglulegi líkami hefði skyndilega breyst í djúpan og dimman skáp. Maður skynjaði að sterk sannfæring bjó að baki orðunum: - Það var ávallt margt í heimili, oft hátt í tutt- ugu eða þrjátíu manns, en samt sem áður voru það bara bóndinn og húsfreyjan sem gátu eign- ast börn. Vinnufólkið og þrælalýðurinn tímgað- ist ekki. Það var reglan. Það var einfaldlega ekki leyfilegt. Aðeins hæfustu einstaklingarnir höfðu leyfi til að geta afkvæmi. Það gat ekki hver sem er gert. Og þetta skildu allir. Líka þeir sem ekki var ætlað að auka kyn sitt. Samfélag- ið var allt saman náttúrulegt, hver maður skildi sitt hlutverk og sína ábyrgð. Þetta var bara lífs- nauðsyn. Allir skildu að framtíðin var undir því komin að kynið spilltist ekki. - Bara eins og hjá úlfunum, hvíslaði sá þýski svo hátt að við heyrðum það allir. Það varð augnabliksþögn. Síðan fór Úlfur að hlæja. Hann hló lágt með stuttum og háværum hvellum inni á milli. Stúd- entinn byrjaði líka að hlæja. Hann hló nánast hljóðlaust en hristist allur. Ragnar hló ekki. Hann skildi ekki orð. Brosti þó hálfvandræða- legur og smjattaði hátt á brauðinu um leið. Ég hló ekki heldur. Horfði bara ofan ( bollann. Heimilisfólkið á bænum var allt komið út á stétt þegar við renndum í hlað. Ragnar hoppaði út og fór að ræða við bóndann. Hann heilsaði öllum með handabandi og tók niður sixpensar- ann. Við hinir sátum inni í bílnum á meðan. Mér varð litið á Úlf. Það var greinilegt að bærinn og fólkið vakti forvitni hans. Hann setti upp gler- augu og horfði mjög einbeitt í áttina heim að bæjarhúsunum. Hann bað stúdentinn að hleypa sér út: - Mig langar að taka nokkrar myndir, sagði hann eins og upprifinn. Þegar börnin sáu þennan dökka og hávaxna mann nálgast, sá ég ekki betur en að þau yrðu hálf skelkuð. Ein telpan, á að giska þriggja eða fjögurra ára, sem stóð nokkrum metrum fyrir aftan húsfreyjuna, hljóp til móður sinnar og greip í pilsið. Eldri börnin þrjú stóðu í hnapp þétt uppi við bóndann og hörfuðu öll lítið eitt aftur á bak þegar Úlfur nálgaðist. Öll börnin voru Ijóshærð, nánast hvíthærð. Úlfur var mjög kurteis og háttvís maður, eins og við var að búast af vel menntuðum Þjóð- verja. Hann hneigði höfuðið um leið og hann heilsaði bónda og húsfreyju. Hjónin bugtuðu sig öll og beygðu um leið og hann heilsaði

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.