Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 41
fari svo að einhver bandarískur þegn verði sak-
felldur í slíku réttarhaldi hafi Bandaríkjamenn
rétt til að senda herlið á vettvang," segir hann.
„Það herlið skyldi þá marséra beint inn i réttar-
salinn, sækja hinn grunaða, og að sjálfsögðu
skjóta hvern þann sem reyndi að hindra þá.
Þetta er algerlega blygðunarlaust, þeir læðast
sannarlega ekki með veggjum þessa dagana."
Pinter brosir í kampinn að þessari þróun
heimsmálanna og kannski lýsir það manninum
ágætlega að honum skuli þykja þetta „skond-
ið". Hann hefur staðið svo lengi í andófi gegn
ríkjandi yfirvöldum að ekkert kemur honum
lengur á óvart. Öðru hverju gerir hann hlé á
máli sínu til að hlæja að þeim útskýringum sem
breskir ráðamenn bera á borð fyrir almenning
og þeim réttlætingum sem þeir finna gerðum
sínum.
Hvað grimmdarverkin í Bandaríkjunum þann
11. september varðar segir hann: „Það er fá-
ránlegt að halda því fram að þetta hafi verið
handahófskennd og sjálfhverf aðgerð. Þetta
var hefndaraðgerð. En hvers var verið að
hefna? Ef við spyrjum okkur ekki þeirrar spurn-
ingar megum við sannarlega eiga von á dóms-
degi á hverri stundu."
Hann heldur því fram að Bandaríkin hafi, allt
frá Víetnamstríðinu og fram til viðskiptabanns-
ins á írak, gerst sek um „valdbeitingu og hern-
að í fjölda landa, sem hafa leitt af sér dauða
milljóna manna, þegar allt er talið." Hann telur
því að það hafi verið „barnaskapur og fáviska"
að ímynda sér að Bandaríkin yrðu ekki fyrr eða
síðar skotmark hryðjuverkamanna, í hefndar-
skyni fyrir aðgerðir þeirra í ýmsum löndum.
Þessi afstaða er tilraun til að skýra, frekar en
réttlæta, atburðina sem áttu sér stað 11. sept-
ember sl. og þetta hafa nú bæði dagblaðið Gu-
ardian og blaðamaðurinn Hitchens viðurkennt.
[ augum margra annarra eru slíkar tilraunir til
að skýra og skilja atburðina þó óforsvaranlegar.
Við lifum jú á dögum siðferðislegrar hreintrúar-
stefnu og í krafti þeirrar stefnu heldur George
W. Bush því hiklaust fram að „annaðhvort
standið þið með okkur eða hryðjuverkamönn-
unum." Sá sem gerir tilraun til að leggja annan
skilning í þessa deilu en „hið góða gegn því
illa" er nánast úthrópaður landráðamaður. Pint-
er telur þá ákvörðun að senda ekki út viðtal
sem tekið var við hann fyrir þáttinn Newsnight
hjá BBC vera afleiðingu af þessu hugarástandi.
Pinter var beðinn að koma í þáttinn skömmu
eftir árásirnar í Bandaríkjunum og tjáði sig þar
um atburðina út frá sögulegum og stjórnmála-
legum forsendum þeirra. Hann bað svo stjórn-
endur þáttarins að láta sig vita hvenær viðtalið
yrði sent út en fékk aldrei neina tilkynningu.
„Ég hringdi í þá og spurði hvað hefði orðið um
viðtalið," segir hann, „og náunginn sagði: „Æ,
ég veit það ekki, það hrannast svo upp hjá okk-
ur efni, það er svo mikið að gerast. Ég er viss
um að það verður sent út einhvern daginn."
Þetta viðtal var látið hverfa."
Grunsemdir skáldsins eru ekki gripnar úr
lausu lofti. I samtali við dagblaðið Scotland on
Sunday staðfesti talsmaður Newsnight að ekki
hefði fundist hentugur tími til að senda viðtalið
út og að ekki stæði til að senda það út í kom-
andi þáttum.
Einhverjir kunna að líta svo á að með því að
hafna viðtalinu hafi útvarpsstöðin viljað þagga
niður i rödd sem þekkt er fyrir að tala gegn rfkj-
andi skoðunum. Þetta telja margir áhyggjuefni
og þykir það bera vott um hugleysi af hálfu
BBC, einkum í kjölfar þess að útvarpsstjórinn,
Greg Dyke, baðst afsökunar á því að utanríkis-
stefna Bandaríkjanna hefði verið gagnrýnd í
umræðu um árásirnar 11. september, sem
fram fór í sjónvarpsþættinum Question Time.
Hverjar sem ástæður Newsnight kunna að
hafa verið ber ákvörðun stjórnendanna bresk-
um hugsunarhætti skýrt vitni. Þannig væri það
óhugsandi að svona væri komið fram við virtan
og þekktan einstakling úr menningargeiranum
hjá til að mynda ríkisrekinni sjónvarpsstöð í
Frakklandi. Þetta ber ekki aðeins vott um kjark-
leysi af hálfu fjölmiðilsins heldur lýsir líka því
virðingarleysi gagnvart hugsuðum og mennta-
mönnum sem Bretar eru öðrum fremur þekkt-
ir fyrir.
Sú gagnrýni sem Pinter setti fram á utanrík-
isstefnu Bandaríkjamanna hefði sannarlega
ekki átt að koma stjórnendum Newsnight í
opna skjöldu. Hann hefur árum saman látið í
Ijósi andstöðu sína við íhlutanir Bandaríkja-
manna og Breta hvar sem er í heiminum og
gert það umbúðalaust. Hann er, svo dæmi sé
tekið, yfirlýstur stuðningsmaður herferðar
skoska þingmannsins George Galloway, frá
Glasgow Kelvin, gegn viðskiptabanni, refsiað-
gerðum og sprengjuárásum á írak, en það er
barátta sem Pinter telur mikilvægari en nokkru
sinni fyrr nú f kjölfar umsvifamikilla breytinga á
landslagi alþjóðastjórnmála.
Pinter vísar til skýrslu þar sem fram kemur
að undanfarinn áratug hafi meira en ein milljón
íraka látið lífið, þeirra á meðal meira en 500.000
börn, og segir: „Þetta eru óhrekjanlegar stað-
reyndir og allir sem hafa séð þetta með eigin
augum eru til vitnis um það, þeirra á meðal
tveir rannsóknarmenn frá Sameinuðu þjóðun-
um, þeir Denis Halliday og Hans von Sponeck,
sem hafa sagt af sér vegna þess að þeim er
svo misboðið. Ef þetta er sú siðmenning sem
þeir Bush og Blair telja sig standa vörð um er
það afar frumstæð og villimannleg siðmenn-
ing."
Hann vandar heldur ekki kveðjurnar þegar
stríðið í Afganistan berst í tal, ekki fremur en
Galloway. „í mínum augum leikur enginn vafi á
þvf að ástæðurnar fyrir sprengjuárásunum á
Afganistan eru ekki þær yfirlýstu," staðhæfir
hann, „það er að hafa uppi á bin Laden, því það
er ekki það sem þeir ætla sér. Hver sem þróun-
in kann að verða ætla þeir sér einfaldlega að
troða Afganistan endanlega niður í skítinn. Þeir
ásælast völd á þessu svæði, yfirráð yfir olíulind-
um þess. Þegar þeir hafa öðlast þau völd munu
þeir stjórna gjörvöllum heiminum, en þannig er
það í raun ef við lítum á staðreyndir mála."
Skoðanir Pinters á styrjöldinni í Afganistan,
og raunar flest af því sem hann segir um önn-
ur umræðuefni, endurspegla stjórnmálalega og