Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 64
- Já, sagði hann - það er sama hvernig á það er litið, það er engin önnur leið fær. Þetta sjá allir núna. Það verður að uppræta illgresið svo það spilli ekki uppskerunni. - Ég óttast því miður, hélt stúdentinn áfram - að í Ijós muni koma að gæðum kynsins hefur hrakað afskaplega míkið á seinni öldum. Rasinn hefur veikst. Þetta hafa menn hér svo sem ver- ið sammála um lengi en við höfum hingað til ekki haft beinharðar vísindalegar sannanir í höndunum. Menn þurfa að hafa þetta svart á hvítu. - Það er þó bót í máli, sagði Úlfur, að hér hef- ur hættan þó einungis komið innan frá, ef svo má segja. Úlfur hljómaði hughreystandi. Hann tók píp- una út úr sér og bætti svo við: - Eins og þú hefur sjálfur sagt, þá hefur það verið gæfa ykkar að þið hafið ekki þurft að ótt- ast mengun að utan, ég meina framandi element. - Já, það er náttúrlega rétt, svaraði stúdent- inn - við höfum ennþá sloppið blessunarlega við allt slíkt, svona að mestu. Það er auðvitað ólíku saman að jafna, meginlandinu og okkur að því leyti. Hingað hefur ekki þvælst sami ruslara- lýðurinn. En menningin og andlega lífið hefur náttúrlega orðið fyrir alls kyns áhrifum. Við erum ekki óhult þótt við séum einangruð. Eins og þú sást í Reykjavík, þá hefur óeðlið náð að grafa um sig hér líka, því miður. Hér er rottu- gangur í öllu menningarlífi og fólk, sérstaklega unga fólkið, er berskjaldað fyrir alls kyns áróðri. Úlfur jánkaði: - Niðurrifsöflin eru alls staðar, sagði hann og stakk pípunni aftur upp í sig. Ragnar var kominn langt á undan okkur. Það stóð bókstaflega strókurinn á eftir honum. Ég sá ekki betur en hann væri að leita að ein- hverju. Hann æddi fram og aftur í sandinum. Stúdentinn nam staðar stundarkorn og horfði í átt til Ragnars. Hann tók ofan hattinn og stakk honum undir handarkrikann. Hárið var farið að þynnast í hvirflinum: - Auðvitað veltur það allt á því hvernig okkur gengur í dag, sagði hann - en ég er sannfærð- ur um að þegar menn fá áþreifanlegar sannan- ir verða þeir ekki í neinum vafa um hvað beri að gera. Þá munu allir sjá að við höfum rétt fyrir okkur. - mm... mm... heyrðist í Úlfi, um leið og hann tottaði pípuna án afláts. Það lá einhvers konar hvatning í umlinu. Reykurinn fór nú allur beint framan í mig. Hann var súr og mér fannst lyktin vond. Ég leyfði mér að dragast aftur úr, hafði hvort sem er ekki hugmynd um hvað mennirnir voru að tala. - Hérna! æpti Ragnar - búinn að finna það. Hann stóð og rótaði með annarri löppinni í sandinum. Stúdentinn og Úlfur röltu rólega til hans. Ég var langsfðastur og tók því á sprett. Forvitnin var nú alveg að drepa mig. Þegar ég kom að krupu Ragnar og stúdentinn á fjórum fótum og rótuðu með höndunum í sandinum. Úlfur stóð yfir þeim og var enn að totta pípuna þótt greinilegt væri að glóðin var dauð. Skyndilega stóð stúdentinn upp og sneri sér að okkur Úlfi. Hann hélt á hauskúpu af manni: - Þetta er ótrúlega heillegt, sagði hann á ís- lensku og bætti svo við á þýsku - sjáðu, þetta er einstakt. Hann rétti Úlfi hauskúpuna. Ég gapti af undrun. Þarna í miðri eyðimörk- inni, í svörtum sandinum, vikri og gjósku. En ég komst ekki lengra með þessa hugsun því Ragnar kallaði á mig: - Komdu hérna strákur með skóflurnar, sagði hann skipandi. Svo sneri hann sér að stúdentinum - það er víða grunnt á þessu, þetta ætti ekki að vera mikið mál. V. Þegar ég stóð og horfði ofan í kassana í kjallar- anum við Jurgenstrasse 9, skildi ég allt í einu hvers vegna ég var þangað kominn. Þá var eins og það rynni skyndilega upp fyrir mér hvað það var sem rak mig til að leita uppi þessa svipi úr fortíðinni. Auðvitað hefur maður svo sem ekkert alltaf verið að velta sér upp úr þessu, síður en svo. Og þetta hefur ábyggilega ekki haft nein afger- andi áhrif á líf mitt. Það held ég að ég geti sagt alveg hreint út. En þessir atburðir hafa nú samt reglulega leitað á mig gegnum árin. Mér hefur alltaf fundist sem ég ætti eitthvað óuppgert út af þessu. Það má auðvitað ekki gleyma því að ég var bara óharðnaður unglingur og það hefur eflaust haft sitt að segja. Enda átti ég það til að vakna upp við martraðir. Mig dreymdi alls konar vit- leysu: Ég stend einn í svartri auðn, ráfa um og skima til allra átta. Yfir öllu liggur þykk og dimm þoka. (fjarska nem ég dauft Ijós og geng í átt- ina að því en það sýnist alltaf jafnfjarri. Meðan ég geng heyri ég líkt og þungan árnið sem magnast og færist nær. Ég er berfættur en sandurinn er brennheitur og mig svíður í iljarn- ar. Svo fer jörðin að hristast. Skyndilega rísa lóðrétt upp úr sandinum allt í kringum mig blóð- ugar beinagrindur. Þær hvessa á mig augum úr glóandi vikri. Hryllingurinn gagntekur mig. Þá vakna ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.