Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 39
fyrirtækið skipuleggur tómstundastarf fyrir fjöl-
skyldu starfsmannsins, í frítíma hans.
Mikil áhersla hefur verið lögð á gildi hópvinn-
unnar í íslensku atvinnulífi undanfarin ár.
Sterkast hefur þessi krafa komið fram innan
hugbúnaðargeirans og hafa fyrirtæki jafnvel
gengið svo langt að láta nöfn sín bera þetta
boðorð í sér, um það er hugbúnaðarfyrirtækið
Teymi gott dæmi. Þannig er lögð ofuráhersla á
að vinnustaðurinn sé sameinuð heild sem
standi sterk í samkeppnisumhverfi. Upplýs-
ingaflæði sé tryggt í opnu vinnurými, enginn
eigi sér fyrirtækjaleg leyndarmál þar sem allir
eigi sömu kröfu til upplýsinganna. Andstæð
þessu boðorði samvinnunnar eru persónuleg
markmíð einstaklingsins sem stefnir að því að
koma sjálfum sér í sffellt hærri tröppu á kostn-
að heildarinnar. Þessir tveir kraftar koma fyrir í
riti Schraders sem sitt hvort boðorðið en hafa
líklega allar götur síðan verið uppspretta tog-
streitu og spennu á vinnustöðum. Starfsmað-
urinn er annars vegar eitt tannhjól í sigurverki
eigenda sinna en á sama tíma á hann að freista
þess að vera besta tannhjólið: „Reyndu að
skara fram úr. [ öllum sýslunum er einn maður
hinum fremri. Reyndu að verða sá maður með
gaumgæfni og með því að vera vandvirkari en
allir hinir. Til þess að hækka í tign verður þú að
ýta undir sjálfan þig, því enginn vill ýta þér upp
í sína eigin stöðu."5
Markaðsstraumar
Það kerfi sem hér hefur verið lýst í grófum
dráttum og kenna má við markaðshugsun og
verðbréfaviðskipti hefur síðustu hundrað árin
reynst árangursríkt við að mynda fjármagn og
hefur fært notendunum auðlegð umfram aðra.
Kerfið felur þó í sér ýmsar aukaverkanir sem
nauðsynlegt er að koma auga á, þ.e.a.s. ef hið
æðsta markmið er að gera jarðvistina að eins
konar paradísargöngu eins og fyrirheit peninga-
eignar fela í sér. Krafan um endalausan vöxt og
aukna arðsemi fyrirtækja frá einum ársfjórðungi
til annars kyndir undir friðleysi og setur fyrir-
tæki í þá stöðu að færa megi miklar fórnir til
þess að ná takmarki sínu. Krafan um að sama
arðsemi eigi að gilda í einkalífi einstaklinga get-
ur leitt til samfélagslegrar ófrjósemi. Þannig
væru markmið peningaeignar sett ofar öllum
öðrum og einstaklingar veigruðu sér við því að
taka sér þær athafnir fyrir hendur sem færðu
þeim ekki tryggan fjárhagslegan ávinning.
Enginn getur verið laus við samneyti við pen-
inga og þær kröfur sem þeir gera til þess hvern-
ig við högum lífi okkar. Umhugsunarvert getur
þó verið á hvaða hátt hugsun markaðarins ætti
að fá að vera þátttakandi í daglegu lífi okkar.
Ættu t.d. að vera til einhver griðlönd þar sem
markaðshugsun á ekki möguleika á inngöngu?
Þorfinnur Skúlason: Frá Kaupþingi til Casablanca tmm bls. 37
Eða eru slíkar hugsanir ídealískir draumórar?
Tilraun rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar
við útgáfu Bónusljóða var skemmtilegt dæmi
um samspil markaðshugsunar og hugsjóna.
Þar var hið helgasta vé hugsjónamennskunnar,
Ijóðið, dregið út á miðjan markaðsvöllinn, bæði
hvað varðar útgáfu bókarinnar, en Bónus stóð
straum af kostnaði bókarinnar, sem og inni-
haldið, en Ijóðin voru öll sprottin af innkaupa-
ferð í Bónus. Þær raddir komu fram eftir útgáfu
bókarinnar sem sögðu að hér væri lágt lagst og
að höfundur hefði gengist markaðsöflunum á
hönd á ósmekklegan hátt. Aðrir bentu á að rit-
höfundurinn væri enn við stjórnvölinn og tækist
á mjög slyngan hátt að sýna fram á hvernig hin
helgu vé gætu aldrei verið undanskilin grunn-
lögmálum á markaði.
Það er til lítils að reyna að flýja þá sterku
strauma markaðshugsunar sem hingað hafa
borist. Slík viðleitni er aðeins að stinga draum-
órahöfði í sand. Það er fyrir öllu að koma auga
á þá krafta sem eru að verki og læra að um-
gangast þá. Þannig geta kaup á verðbréfum
eða ávöxtun fjármuna ekki verið slæm í sjálfu
sér svo lengi sem markmið okkar eru ekki blind
ásókn í fé eða að færðar séu fórnir sem draga
úr mennsku okkar. Hér er kveðin gamalkunn
stemma, nýja hagkerfið var ekki eins nýtt og
áður var haldið. Þrátt fyrir breytt samfélagslegt
landslag eru boðorðin þau sömu og áður og
nærri hundrað ára gömul orð eru jafnsönn í dag
og þau voru þá: „Látið yður umhugað um ann-
að meira og hærra en að græða fé. Peningar
eiga aðeins að vera meðal til að ná tilgangi, og
látið takmark ykkar verða: áhyggjulaust líf."6
Tilvísanir
1 Kennedy, Douglas. Chasing Mammon. Travels
in Pursuit of Money. HarperCollins Publishers
1992.
2 Schrader, George H.F. Hestarog reiðmenn á ís-
landi. Akureyri 1913. Bls. 209.
3 Schrader, George H.F. Heilræði fyrir unga menn
í verzlun og viðskiptum. Akureyri 1913. Bls. 5.
4 Sama rit. Bls. 6.
5 Sama rit. Bls. 12-13.
6 Sama rit. Bls. 35.
Þorfinnur Skúlason (f. 1971) er íslenskufræðingur. Myndir eru
eftir greinarhöfund.