Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 45
Ármann Jakobsson: Rangtúlkun veruleikans tmm bls. 43 hafi vera rétt sé blekking. Vanmat umheimsins á frú Serrocold er þannig hluti af blekkingu sög- unnar. Lesandinn fellur fyrir henni þó að hann viti ósköp vel að gamlar konur eru iðulega van- metnar. Hversu oft hafa menn ekki afgreitt það sem ungfrú Marple hefur að segja sem þrugl? Þannig er í fléttunni ákveðin umræða um for- dóma samfélagsins. Það er engin tilviljun að það er gömul kona sem hefur verið hunsuð sem mikilvægt vitni vegna þess að samkvæmt viðmiðum samfélagsins eru gamlar konur álitn- ar úr tengslum við veruleikann. í They Do It With Mirrors eru.það hins vegar aðeins þessar tvær gömlu konur sem átta sig á því hvað er raunverulega að gerast, hvor með sínum hætti. Frú Serrocold hefur ekki sama sjálfstraust og ungfrú Marple og efast að lokum um eigin skynjun þó að hún hafi í fyrstu skilið mætavel að henni var ekki ógnað. Ungfrú Marple lætur í fyrstu blekkjast eins og aðrir en sér að lokum í gegnum leiktjöldin og fordómana. Sams konar fordómar eru meginefni sög- unnar Evil Under the Sun (1941). Eins og marg- ar sögur Agöthu Christie- en ekki allar! - ger- ist þessi saga í lokuðum heimi, meðal gesta á eyju við strönd Englands. Þar eru hinir og þess- ir gestir, þar á meðal Hercule Poirot. Athygli allra beinist að rauðhærðu leikkonunni Arlenu Stuart. Hún gengur inn á baðströnd fulla af fólki í miðjum samræðum um illskuna og hin karl- mannlega og veðurbitna Emily Brewster er fljót að lýsa því yfir að henni þyki Arlena holdgerv- ingur illskunnar. Skömmu síðar tekur hin skyn- sama Rosamund Darnley undir þetta og bendir á að nú muni Arlena vefja hinum einfalda en laglega Patrick Redfern um fingur sér. Slíkir menn séu „meat and drink" (ær og kýr) Arlenu sem hún kallar „that man-eating tiger" (25) (mannætutígrisdýr).10 Almannarómurinn í sög- unni ákveður þannig strax í upphafi að Arlena sé hin seka í þeim þríhyrningi sem skapast. Hin eiginlegu fórnarlömb séu Redfernhjónin. Sjálf kvartar frú Redfern undan meðaumkun og reynir að bera sig vel við Hercule Poirot. Síðan er Arlena myrt og sú morðgáta virðist óleysanleg. Miklu máli skiptir þar að morðingj- arnir hafa komið sér upp að því er virðist óhrekj- anlegri fjarvistarsönnun. Hitt er raunar ekki síð- ur mikilvægt að löngu áður en morðið er framið er búið að túlka söguna Arlenu í óhag. Hercule Poirot virðist í fyrstu látast blekkjast en vinnur þó eftir annarri tilgátu og finnur sér að lokum skoðanabróður í hinum þögla Ameríkana Odell Gardener sem telur að Arlena hafi verið „pretty much of a darned fool" (146) (bölvaður bjáni).11 Þá fyrst opnar sagan lesendum leið að túlkun Poirots sem hann hefur fram að því haldið fyrir sig. Sjálfur orðar Poirot þetta svona: I saw her, first, last, and all the time, as an eternal and predestined victim. Because she was beautiful, because she had glamour, because men turned their heads to look at her, it was assumed that she was the type of woman who wrecked lives and destroyed souls. But I saw her very differently. It was not she who fatally attracted men - it was men who fatally attracted her. (176) (Ég sá hana fyrst og síðast og alltaf sem hið eilífa undankomulausa fórnarlamb. Hún var fögur, hún hafði sjarma, karlmenn sneru sér við til að horfa á hana og fyrir bragðið var álit- ið að hún væri kona sem eyðilegði líf og sál- ir manna. En það var ekki hún sem laðaði karlmenn svona að sér - það var hún sem laðaðist að þeim.)12 Tæfan Arlena reynist þvert á móti vera ástsjúk kona sem erfórnarlamb óprúttins flagara. Strax í öðrum kafla sögunnar hefur raunar komið fram að lávarður einn sem hafði haldið við Ar- lenu hefði hætt við að giftast henni og hún hefði höfðað mál. Þannig hafa frá upphafi legið fyrir staðreyndir sem benda til þess að túlkun almannaróms á Arlenu sé röng. Raddirnar í sögunni kæfa þær hins vegar og koma í veg fyr- irað morðgátan sé leyst. Um leið leikur Agatha Christie sér með algengar klisjur um eldri kon- ur (og kannski ekki síst rauðhærðar leikkonur) sem séu glyðrur, sírenur og mannætukonur. Hún beinir sjónum að því hvernig konum er iðu- lega kennt um framhjáhald og þær sakaðar um að draga menn á tálar, ekki öfugt. Þessar klisj- ur reynast öflugri en staðreyndirnar í málinu. En þær eru afhjúpaðar í bókarlok. í Evil Under the Sun notfærir Agatha Christie sér þannig fordóma gagnvart konum til að blekkja lesendur og afhjúpar þá um leið. Hinn raunverulegi flagari í sögunni reynist vera karl- maður og hin auma litla eiginkona er aðeins að leika hlutverk. Það er rauðhærða flagðið sem er fórnarlambið. Ekki aðeins fórnarlamb morðingj- ans heldur einnig fordóma í samfélaginu. Agatha Christie vinnur þannig með klisjur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.