Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 66
Rúllandi heimar Kápumynd tmm er af verki Margrétar H. Blöndal Ljósmyndin sem prýðir kápu tmm er nærmynd af verki eftir Margréti H. Blöndal myndlistar- mann. Verkið samanstendur af boltum, svampi, skafti og blöðrum sem vatn hefur gufað upp úr og verður til sýnis á sýningunni MYND - ís/ensk samtíma/ist í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í sumar. Margrét segir að skopparaboltarnir á kápumyndinni séu eins og litlir heimar með mismunandi íbúum. Þeir kitli forvitnina enda sé um litríkar og framandi verur að ræða. Undirlag- ið sem verurnar hvíla á er úr gúmmíi og á það að vísa til skúlptúranna á gólfinu. Skúlptúrarnir eru gerðir úr svömpum og gúmmíefnum og búa yfir eins konar dempunareiginleikum í rým- inu, að sögn Margrétar, - þeir fá áhorfandann til að staldra við meðan „heimarnir" rúlla áfram. Það vekur athygli að verk Margrétar saman- stendur ekki bara af boltum sem hún hefur augljóslega keypt í leikfangabúðinni, heldur líka hlutum sem finna má í næstu kompu eða kjallara. Margrét segist gjarnan notast við efni sem hún finnur úti á götu, á mörkuðum eða heima hjá sér í myndlist sinni. Oft þurfi hún að hafa efnin lengi í kringum sig áður en hún finni þeim farveg. Sumir hlutir ferðist jafnvel milli verka og þannig hafi blöðrurnar gegnt annars konar hlutverki áður fyrr. Margrét líkir listinni að þessu leyti við súrdeig - með því að að taka hluta af því skapast undirstaða að nýju deigi, rétt eins og hlutar verka hennar ala stöðugt af sér ný verk. Áhugaverð sýning Boltaheimar Margrétar eru eitt af mörgum nýstárlegum verkum á sýningunni Mynd - íslensk samtímalist. Aðrir sem eiga verk á sýn- ingunni eru Anna Líndal, Birgir Andrésson, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðjón Bjarnason, Jón Óskar, Ómar Stefánsson, Svava Björnsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Sýningin er stærsti myndlistarviðburður Listahátíðar í Reykjavík í ár en hún var fyrst opnuð í Henie Onstad listamiðstöðinni í Noregi 2001. Með því að setja innlendu samtímalistina í öndvegi í tengslum við Listahátíð er Listasafn Reykjavíkur að minna á að það sem er að gerast í íslenskri myndlist er í fullu samræmi við það sem er að gerast í listalífinu á alþjóðleg- um vettvangi. íslensk samtímalist þykir fyrir margar sakir athygliverð. Listamennirnir hafa flestir numið í framandi löndum og tileinkað sér þar ríkjandi myndmál en leitast engu að síður við að Ijá því persónulegan blæ. Bæði íslensk menning og aðstæður hafa síðan haft áhrif á útkomuna og eiga sinn þátt í að móta íslenska samtímalist. Sýningin Mynd - íslensk samtímalist í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, stendur frá 12. maí til 11. ágúst í sumar. Listasafnið er opið daglega kl. 11:00-18:00 og á fimmtudögum kl. 11:00-19:00. Margrét H. Blöndal (f. 1970) útskrifaðist frá MHÍ 1993 og lauk MFA prófi frá Rutgers University, N.J., í Bandaríkjunum 1997. Hún starfar að myndlist og hefur auk þess kennt f Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.