Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 53
að hreiðra um sig í hlýju stofunnar eftir baráttu dagsins við ofureflið, lesa Paradísarheimt og horfa innávið. Innsetningin „náttúra" í Skerjafirðinum í Reykjavík eftir Borghildi Óskarsdóttur (mynd 3) vísar á undirfurðulegan hátt í þessa tvöföldu nálgun á því sem umlykur okkur. Sjálfir stafirn- ir í verkinu eiga uppruna sinn í einu „sjömílna- skrefinu" í þróunarsögu mannsins: stafrófinu - þar sem miðlun efnis var allt í einu möguleg í ritun tákna, sem gerði fólki kleift að safna upp- lýsingum og geyma þær í áður óþekktum mæli, þó fjarlægðin við efnið sjálft ykist kannski að sama skapi. Stafirnir í verkinu eru steyptir í ná- kvæm mót, efnið er eitt hugleiknasta bygging- arefni íslendinga: steypa, sem ertiltölulega nú- tímalegt efni, en leturgerðin er gömul, hún rek- ur ættir sfnar til Rómar við fæðingu Krists. Orðsins hljóðan er eins og merkimiði á sandin- um, eða þurfum við orðið þess konar leiðbein- ingar til að rata? Þessi einfaldi skúlptúr á svartri strönd yngsta lands Evrópu er þannig ekki allur þar sem hann í fyrstu er séður. Sjórinn lætur sig þetta allt litlu varða; flóð og fjara hafa sinn gang og eru þegar farin að riðla upprunalegri teinréttri niðurröðun stafanna, en þyngd þeirra og lögun trufla skrið sandsins fram og til baka, máttlítið viðnám sem hlýtur að lúta í lægra haldi fyrr eða síðar. Stígurinn meðfram verkinu á ströndinni er ekki gamall. Hann er hluti af manngerðum framkvæmdum sem auðvelda okkur mannfólk- inu aðgang að hreinni náttúrunni. Hinum meg- in við hann hefur miklu verið til kostað að temja sömu náttúru undir vandaða steypu sam- göngumannvirkja. ísland er að sönnu land and- stæðnanna! Heimsmynd og hugmyndir Sögulegu sjónarhorni á samhengi lands og hugar má beita í ýmsum tilgangi. Það sýnir framþróun og tengsl manns og náttúru í gegn- um tíðina, hvernig notkun mannsins og sýn á landslagið hafa sveiflast reglulega með breyti- legum áherslum mismunandi menningarstigs og heimsmyndar. Það vekur kannski upp spurningar og hugmyndir sem greiða leiðina út úr gamalli trú og staðhæfingum og það sýnir líka hversu erfitt er að túlka siðmenningu og ákvarðanir hinna ýmsu tímaskeiða með beinum hætti yfir á okkar tíma. Á miðöldum var heimsmynd manna bundin við það sem þeir sáu þerum augum. Annað var í höndum Guðs, miðlað dyggilega af kirkjunni. Jörðin var enda í líki pönnuköku, flöt og vand- lega skilgreind í kerfi sem ekki bauð upp á efa- semdir eða villutrú. Allt var hvað öðru háð og maðurinn hluti af náttúrunni í holdi sínu og und- Guja Dögg Hauksdóttir: Landslag hugans - staðir og staðleysur tmm bls. 51 Mynd 3 „Náttúra", höfundur Borghiidur Óskarsdóttir Mynd 4 Heimsmynd manna á miðöldum irgefni fyrir veðri, vindum og vilja Guðs (mynd 4). Uppgötvanir endurreisnartímans blésu mönnum byr í brjóst, hugvitssamleg þróun á segldúkum kom forvitnum landkönnuðum eins og Kólumbusi yfir pönnukökuna og á hnöttinn, og þar varð ekki aftur snúið: evrópski maðurinn tók sér ógnandi stöðu við hlið skaparans, nam ókunn lönd og tilfallandi frummenn án nokkurra efasemda. Fegurð var nú ákvörðuð út frá mannlegum gildum, hlutfallaprýði rakin til mannslíkamans og vísindaleg rök hyllt sem óbrigðull sannleikur. Barokktiminn var tiltölulega stutt en áhrifa- ríkt tímabil, þar sem auðmýktin gagnvart ein- hverju manninum æðra var tekið upp að nýju, ekki síst í byggingarlist og tónlist þar sem magnað var upp af ákafa sannfæringarkraftur hins huglæga. (Tónlistina má vissulega hlýða á enn í dag þegar vísindalegar útskýringar finnast á öllu milli himins og jarðar og sumt fólk lifir lengur en það langar till). Dagdraumar rómantíkurinnar, sem minnst var á fyrr í textanum, upp á fjöll og út að sjó eru annað dæmi um hugmyndafræði, sem kemur í kjölfar tímabils allsráðandi rökhyggju og mann- legra reglukerfa (mynd 5).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.