Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 43
tmm bls. 41 Agatha Christie (1890-1976) er tíktega frægasti og vinsæiasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar hafa hins vegar aidrei þótt sér- lega flóknareða torskildar. í Englandi eralgengt að unglingar taki til við að lesa bækur Agöthu Christie á 12. eða 13. ári og svipaða sögu munu margir íslendingar geta sagt. Ástæðan er ein- föld. Agatha Christie er hálfgerð Enid Blyton fullorðinsbókanna. í bókum sínum býr hún til ævintýraheim þar sem allt er rökrétt og greitt er úr öllum flækjum, heim sem er talsvert þægilegri en heimurinn er í raun og veru.' Lík finnst á setrinu, leynilögreglumaðurinn er kall- aður til og leysir málið og síðan geta allir feng- ið sér kaffi í konjaksstofunni. Lausn gátunnar minnir á hverja aðra krossgátu en óhugnaður raunverulegra giæpa er víðs fjarri. Ármann Jakobsson Rangtúlkun veruleikans Enid Blyton morðsögunnar? Þessi algenga mynd af glæpasögum Agöthu Christie er rétt en þó röng þar sem aðeins er hálf sagan sögð. Bækur Agöthu Christie eru vissulega einfaldar og auðlesnar. Þær eru á sinn hátt hálfgerð ævíntýri. En stundum er það einfalda flókið líka og á það við um sögur Agöt- hu Christie. í þessari grein og tveimur í viðbót verður reynt að styðja það rökum hvað sé flók- ið við þessar einföldu sögur. Því að það er ekki alveg satt að óhugnaðurinn sé víðs fjarri í sög- um Agöthu Christie - þó að hann sé alls ekki á yfirborðinu. Um það verður fjallað síðar. í sög- um Agöthu Christie er líka fjallað um það hvernig greinendur veruleikans eru misskildir og vanmetnir. Að því verður líka vikið síðar. En fyrst verður fjallað um það hvernig morðgáturn- ar í sögum Agöthu Christie grundvallast á því hvernig ýmsar algengar goðsagnir í samfélag- inu eru sprottnar af rangtúlkun veruleikans. Líkið er kveikja morðsögunnar. Sakamála- saga er sprottin af þeirri einföldu félagslegu for- sendu að öðru hverju eru framdir glæpir sem torvelt reynist að leysa. En hvers vegna varð til sérstakt sagnaform sem snýst um glæpi undir lok 19. aldar og hvers vegna náði það form svo feiknarlegum vinsældum á 20. öld? Um það verður ekki fjallað hér.2 Um hitt verður varla deilt að glæpasögur þrífast á gátum, grun- semdum og óvissu. Þær fela því í eðli sínu í sér efa um skynjun og túlkun veruleikans og raun- ar tengjast þær einnig óvissu um náungann. [ morðsögunni getur hver sem er verið morðingi í dulargervi og sú staðreynd skiptir miklu máli í sögum Agöthu Christie. Sjónhverfingalist höfundarins Agatha Christie velti glæpasagnaforminu greinilega mikið fyrir sér og fjallar um það beint og óbeint í bókum sínum. Á yfirborðinu skop- ast hún að glæpasagnahöfundum og notar til þess glæpasagnahöfundinn Ariadne Oliver. Ungfrú Oliver þarf eins og Agatha að burðast með vinsæla en sérvitra söguhetju frá litlu landi sem hún þekkir ekkert til. Ráðgáturnar sem ungfrú Oliver er að semja eru oftast fremur kjánalegar og reiða sig stundum á ótrúlegar til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.