Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 34
berjatrénu og kaupa aldrei skartgripi sem vega minna en 700 grömm munu aldrei kjósa „jakka- fatamennina". Og þægilegu Útilífs-mennirnir með Birkenstock-munstrið á iljunum munu aldrei kjósa hinar andlitsstrekktu, gulltenntu og ginkenndu dísir Valhallar. Þannig eru íþrótta- búningar stjórnmálanna, þar til liðin fara inn á völlinn: Á Alþingi er öllum gert að ganga í jakka- fötum með bindi. „Vinstri-mennirnir" bæta sér það upp með öllum tegundum af skeggi. Eng- inn þingmaður Sjálfstæðisflokksins myndi láta sér detta í hug að mæta órakaður til þings. It's all about hair. Ég sé á mynd í Morgun- blaðinu í dag að þú ert búinn að raka af þér skeggið. Þessi skilgreining á pólitískum dilkadrætti fólks kann að virka yfirborðskennd en hún er það ekki. Þörfin að tilheyra öðru hvoru liðinu ristir dýpra en svo að nokkur málefnaleg um- ræða fái nokkru sinni breytt henni. Þetta hef ég reynt á eigin skinni: Ég varð þeirrar óvæntu ánægju aðnjótandi í vetur að Hannes Hólm- steinn Gissurarson skrifaði hólgrein um bók eftir mig í Morgunblaðið. Málefni greinarinnar var reyndar að mestu fremur sjálfsögð for- dæming á alltof áralöngum stalínisma Halldórs Laxness: sorglegum þætti í ævi stórskálds, sem allir gætu tekið undir, en greinin var skrif- uð af röngum manni; hann var einn af „hin- um". Dagana á eftir leið mér eins og ég væri skyndilega orðinn stórhættulegur smitberi. Gömlu kunningjarnir, þessar þægilega kratíser- uðu vinstri-sálir, hlupu út í horn þegar þeir sáu mig. Vildu helst ekki þurfa að tala við mig. Ein sú stórundarlegasta og miður skemmtilegasta tilfinning sem ég hef upplifað. I had been touched by evil. Smám saman skriðu menn svo úr sínum skúmaskotum með gamla nóbel sem sína brjóstvörn; með Laxness-biblíunum reyndu þeir að berja á hverjum þeim eldi sem grein Hannesar hafði kveikt því logarnir vörp- uðu Ijósi á hálfrar aldar gamlan stalínisma Hall- dórs Kiljans. Það mátti ekki ræða það vegna þess að búið var að ræða það og því engin þörf á því að ræða það. Halldór Laxness er af sama árgangi og hin enska Queen Mother sem Bret- ar eyddu tveimur vikum í að jarða. Djúpt í okk- ar kæru vinstri-sálum liggur hinn kommúníski Kiljan hinsvegar enn ójarðaður í grafhýsi hins heilaga sósíalisma; líkaminn uppstoppaður af skáldsins barnaskap og lygum; smurður á hverju ári af viðkvæmni, vernd og lotningu varð- sveitarinnar um minningu Nóbelsskáldsins. HKL á betra skilið en helga slepju. Rauðir draugar deyja seint. 4. Öllum þjóðfélögum má skipta í tvennt: í þá sem kjósa að ráða og þá sem kjósa heldur að berjast á móti ráðandi öflum. Þá sem vilja eiga og þá sem vilja ekki eiga. Þá sem láta verkin tala og þá sem tala. Þá sem elska peninga og þá sem fyrirlíta peninga; þá sem eru snjallir í því að afla þeirra og þá sem eru snjallir í því að eyða þeim. Öllum þjóðfélögum má skipta í tvennt: Þá sem kunna best við sig í stjórn og þá sem kunna betur við sig í stjórnarandstöðu. 5. Kæri Jón. Þú telur Norðurlanda-sósíalismann hafa sigrað í kapphlaupi sögunnar og að sá fullnaðarsigur birtist nú hvað best í yfirburðum hans á ný- mörkuðum tækni og tölvuskipta. Og satt er það. Sammála þar. Sænska jafnaðarstefnan skiiaðí af sér bestu þjóðfélögum heims. Það eina sem kemur í veg fyrir nýtt Víkinga-stór- veldi er fólksfæðin. Hér í norðrinu líður flestum best, hér er menntunarstigið hæst og hér lifa menn lengst. Og nú stöndum við okkur lika vel á heímsmarkaði verslunar og viðskipta. En þar kemur fleira til en kratisminn einn. [ hálfa öld hafa Norðurlöndin starað stóreyg og opinmynnt í átt að stærri löndum. Þau hafa verið nemendur heimsins. The Students of the World. Þau hönnuðu að vísu sinn eigin skóla- bekk (samkvæmt „sænska módelinu") og sátu þar prúð og stillt, en augun störðu stíft á hina stóru skólatöflu heimsins. Hvernig fara þeir að þessu? Við viljum verða eins og þeir. Utan enska heimsins tala Skandínavar bestu ensku í heimi. Besta fólkið fór útum allan heim til náms. Allt stóð þeim opið. Skyldunám í Krata- skóla. Framhaldsnám í Kanaskóla. Markaðs- fræðin var lögð ofan á sósíal-grunninn og út- koman varð ósigrandi. IKEA og NOKIA. Norwegian Salmon og Danish Dogma. Benny, Björn og Björk. Þegar gengið er um götur í Stokkhólmi dylst engum að á móti honum ganga herrar og dömur heimsins. Og eigi mað- 3 ur þess óvæntan kost að fá að sitja eitt korter f bissness-lunganu á Kastrup, innan um 100 Finna á Armani-jakkafötum, sem allir eru ann- aðhvort að kaupa og selja hlutabréf í símanum eða fylgjast með NASDAQ á opnum fartölvum, fer ekki á milli mála að þar sitja hönnuðir okkar nánustu framtíðar. Sjálfstraustið er óbilandi. Það eina sem kemur í veg fyrir nýja Víkingaöld er fámennið. Annað hvert mark í enska boltan- um er skorað af norrænum drengjum, hitt er varið af Ijóshærðum markvörðum. Þopptónlist tímans er skrifuð við Stureplan. Farsímaeign og tölvunotkun er hvergi almennari. Framtíðin tal- ar SAS-ensku. Hin skandínavíska sveita- mennska er á undanhaldi. Nú er bæði hægt að panta sér cappuchino í Haparanda og á Blöndu- ósi. Okkur hefur skilað fram á veg: We have gone from Nerdic to Nordic. Norðurlöndin hafa lokið sínu hálfrar aldar námi, eru útskrifuð og heimurinn stendur þeim opinn. Jafnaðarmennskan byggði handa okkur fyrir- myndarþjóðfélög en gerði sjálfa sig óþarfa um leið. Og þegar hin nauðsynlega og balanserandi bylgja frá hægri bættist við í formi hins nýja hagkerfis, opnun hlutabréfamarkaða, skilaði það okkur þessu súperþjóðfélagi (guð veit hvað það mun standa lengi) sem færir okkur vel- gengni og velmegun dagsins í dag: Niðurstað- an er sú: Vinstrið og hægrið hafa lokið hlutverk- um sínum. Við erum handan, kannski ekki góðs og ills, en hægrisins og vinstrisins. Jafnaðarmennskan er því óþörf stefna í þjóð- félagi jafnaðarmennskunnar; hún er orðin að al- mennri skynsemi sem kveikir hugmyndir hjá Birni Bjarnasyni jafnt og Monu Sahlin. Hún hef- ur afskrifað sjálfa sig líkt og frjálshyggjan mun gera þegar við erum búin að klípa af henni þær flísar sem við erum flest sammála um að þurfi. Kannski er þetta skýringin á stefnuleysi Sam- fylkingarinnar. Hún hefur engin skýr markmið lengur. Þrátt fyrir góðan vilja tekst okkur ekki að festa nein ákveðin stefnumál (ég þori nú ekki að leyfa mér að nefna svo háfleygt og gamalt orð sem „hugsjónir") við forystufólk hennar. Hin almennilega og almennt orðaða „fjölskylduvæna" félagshyggja hennar er of nærri auðvitað-þurfum-við-að-hugsa-um-smæl- ingjana-líka-stefnu Sjálfstæðisflokksins og hún hefur hingað til veigrað sér við því að taka tíl sín hin stóru stefnumál framtíðar eins og Evrópu- málin. Og síðustu lagfæringar á súperþjóðfé- laginu hafa hitt Samfylkinguna illa fyrir: Einka- rekstur og einkaútboð í ríkisgeiranum. [ sínu gamla og sjálfvirkt þenkjandi prinsippi er vinstra liðið á móti slíkum aðgerðum. Nóg er að þurfa að sætta sig við einkavæðinguna sem skal þó aðeins framkvæmd „upp að vissu marki, og sé þess enda gætt að hagsmunir starfsfólks verði ekki bornir fyrir róða" (I guess you recognize
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.