Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 47
Ármann Jakobsson: Rangtútkun veruleikans tmm bls. 45 öll nútímaþægindi en þau eru dulin og jafnvel kökuuppskriftirnar eru eins og í gamla daga - því að Agatha Christie veit allt um mikilvægi kökuuppskrifta. Jane Marple dvaldist á Bertram's Hotel þegar hún var fjórtán ára og kemur þangað á gamals aldri til að finna æsk- una aftur. Ótrúlegt en satt virðist allt óbreytt á Bertram's Hotel. Eins og ungfrú Marple hugsar sjálf: „It really seemed too good to be true." (11) (Þetta virtist eiginlega of gott til að vera satt.)16 Og það er einmitt lóðið. Því fer fjarri að Bertram's Hotel sé sá draumastaður sem það virðist vera. í fyrstu fannst henni hótelið dá- samlegt. Eins og að halda aftur til fortíðar og einmitt þess hluta fortíðarinnar sem hún hafði elskað og notið: But of course, it wasn't really like that. I le- arned (what I suppose I really knew already) that one can never go back, that one should not ever try to go back - that the essence of life is going forward. Life is really a one way street. (129) (En auðvitað var þetta ekki þannig. Ég skildi það sem ég hef sjálfsagt vitað fyrir: að mað- ur getur aldrei snúið við og að maður á ekki að reyna að snúa við - kjarni lífsins er að halda áfram. Lífið er eiginlega einstefnu- gata.) Þeir sem lesa Agöthu Christie til að flýja veru- leikann fá þarna enn eitt kjaftshöggið frá ungfrú Marple. Hótelið reynist vera glæsileg leiktjöld utan um vel skipulagðan glæpahring. Virðuleiki staðarins er brella til að draga athyglina frá hvers konar misferli sem lyktar vitaskuld í morði. Fyrir gamlar konur eins og ungfrú Marple er þessi blekking Ijúf en jafnvel þó að henni þyki það leitt er ekki um annað að ræða en að rjúfa blekkinguna. Rangtúlkun veruleik- ans kann að vera þægileg en til lengdar dugar hún ekki. Það er ákveðið sannleikskorn í því að Agatha Christie sé Enid Blyton glæpasagnanna. Ekki aðeins eru bækur hennar auðlesnar heldur not- ar hún eins og Enid Blyton iðulega sömu flétt- urnar oftar en einu sinni. Á hinn bóginn tekst henni í hvert sinn að blekkja lesendur með sjónhverfingum sínum og notkun sviðsmuna. Blekkingin er raunar oft skyld þeirri sem Hercule Poirot og ungfrú Marple beita. Við les- endur höldum að skrýtna útlendingnum eða gömlu konunni sé farið að förlast en í raun eru þau betur með á nótunum en aðrir. Við lestur The Pale Horse láta lesendur blekkjast til þess að halda að hún ætli að grípa til yfirnáttúrulegra skýringa og í At Bertram's Hotel virðist hún ætla að gleyma sér í að velta sér upp úr fortíð- arþrá. Hvorugt er rétt. Sögur Agöthu Christie fjalla ekki aðeins um eina blekkingu, þá sem morðinginn beitir til að komast upp með glæp sinn. Þær fjalla einnig um það hvernig hvers konar rangtúlkun á veru- leikanum hindrar fólk í að sjá einfaldasta sann- leika. Það geta verið trúgirni, fortíðarþrá eða fordómar gagnvart konum og gömlu fólki, jafn- vel eðlislæg þörf fyrir að flækja það sem er ein- falt. Gátan verður aðeins leyst með því að líta framhjá öllu þessu og einblína á það einfalda og rökrétta, eins og Hercule Poirot og Jane Marple. Tilvísanir 1 Nicholas Tucker, The child and the book: a psychological and literary exploration. Cambridge 1981, bls. 18 og 171. 2 Á hinn bóginn er nýkomin út bók um íslenskar glæpasögur (Katrín Jakobsdóttir, Glæpurinn sem ekki fannst: Saga og þróun íslenskra giæpasagna. Rvík 2001) þar sem fjallað er nánar um þetta. 3 Þetta má sjá ýmis dæmi um í þeim sögum þar sem ungfrú Oliver kemur við sögu og Hercule Poirot gagnrýnir hana fyrir þetta í The Clocks (bls. 107). Agatha Christie á það raunar einnig til að nota ungfrú Oliver til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð annarra á sögum hennar, einkum í Mrs. McGinty's Dead (1952). 4 Agatha Christie skrifaði raunar ekki aðeins saka- málasögur heldur einnig hasarbækur þar sem fjall- að er um alþjóðastjórnmál og alþjóðleg samsæri, dálítið í anda James Bond. Á slíkum málum hefur hún litla þekkingu og flestar af þessum hasarsög- um standa sakamálasög.um hennar langt að baki, einkum The Big Four (1927), Destination Unknown (1954) og Passenger to Frankfurt (1970). Sumar hasarbækur hennar eru hins vegar iðandi af lífi og skemmtilegar þó að hin pólitíska greining risti ekki djúpt, m.a. The Man in the Brown Suit (1924) og They Came to Baghdad (1951). 5 Ég hef notað sem alfræðirit um bækur Agöthu Christie ágætt verk eftir Charles Osborne [The Life and Crimes ofAgatha Christie. London 1982). 6 Hér er notuð íslensk þýðing þessarar bókar sem er nýkomin út: Brögð í tafli. Ragnar Jónasson þýddi. Rvík 2001, bls. 167. 7 Brögð í tafli, bls. 169. 8 Brögð í tafli, bls. 9. 9 Brögð i tafli, bls 172. 10 íslensk þýðing: Sólin var vitni. Magnús Rafnsson þýddi. Rvík 1983, bls. 28. 11 Sólin var vitni, bls. 168. 12 Sólin varvitni, bls. 201. 13 íslensk þýðing: Dularfulla kráin. Jónas St. Lúðvíks- son þýddi. 1965, bls. 34. 14 Dularfulla kráin, bls. 186. 15 Þetta á m.a. við Taken at the Flood (1948) sem er tvímælalaust ein af bestu bókum Agöthu Christie þó að hún láti lítið yfir sér. 16 At Bertram's Hotel hefur aldrei verið þýdd á ís- lensku þannig að höfundur snarar tilvitnunum í hana sjálfur. Ármann Jakobsson (f. 1970) er stundakennari við Heimspeki- deild Háskóla íslands og vinnur jafnframt að doktorsritgerð í (s- lenskum bókmenntum. Bók hans, /leit að kortungi, kom út hjá Háskólaútgáfunni 1999. Myndireru úr Agöthu Christie-seríu Skjaldborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.