Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 37
Þorfinnur Skúlason: Frá Kaupþingi til Casablanca tmm bls. 35 um, kom út í íslenskri þýðingu á Akureyri 1913 og er eftir þýskættaða auðjöfurinn og Banda- ríkjamanninn George H.F. Schrader. Þó að nærri heil öld sé á milli ritunar þessara tveggja bóka er sem heyra megi í þeim samhljóm. Á peningaslóð Ferðasagnahöfundurinn Douglas Kennedy, sem áður hafði skrifað bækur um ferðalög sín til Egyptalands, ákvað í lok ní- unda áratugarins að leggja í leiðangur um heim verðbréfa- viðskipta. Með ferðalagi sínu vildi hann freista þess að leita svara við því hvað fengi fólk til þess að helga líf sitt peninga- leit, hverjir draumar þess fólks væru og væntingar. Ferðalag Kennedys hófst í vöggu verð- bréfaviðskiptanna í New York en þar eftir lá leið hans til Marokkó, Ástralíu, Singapore og Ungverjalands áður en ferð- inni lauk í London á þeim tíma- punkti þegar blikur voru á lofti í kauphöllum víða um heim. Efnahagslægð hafði þá tekið við af miklum uppgangstíma. Á leið sinni ræddi Kennedy við fjölda fólks sem á einn eða annan hátt starfaði við verð- bréfaviðskipti og er bók hans byggð á þeim samtölum. í New York var sú skoðun mjög útbreidd að til þess að ná árangri væri nauðsynlegt að hver einstaklingur setti sér markmið á sama hátt og gert væri í fyrirtækjarekstri. Lífið er þannig eins og fyrirfram skilgreint leikkerfi sem er alsett ýmiss konar áfangasigrum. Ljóst er að þessi grunnhugsun er veigamikill þáttur í hin- um mikla efnahagslega árangri Bandaríkja- manna. Þetta lífsviðhorf er þó ekki án vand- kvæða. Oftar en ekki færir áfangasigurinn ein- staklingnum tómleikatilfinningu, takmarkið virðist þá hafa verið merkingarlítið og ný mark- mið eru ekki í sjónmáli. Einn af viðmælendum Kennedys hafði fengið sportútgáfu af Golf sem umbun fyrir störf sín hjá fyrirtækinu en setti sér það markmið að fá Jaguar. Aðeins þannig tæk- ist honum að sanna það að hann tilheyrði hópi stórlaxanna. Eftir nokkurra ára fórnir fyrir fyrir- tækið varð draumur hans að veruleika en í stað þess að veita þá fullnægju sem ætlast var til, skildi þessi langþráði árangur eftir tómarúm. Að hverju skyldi nú stefnt? Þetta friðleysi virðist á einhvern hátt vera fylgifiskur auðlegðar. Annar viðmælandi Kenn- edys hafði tekið við grónu fjármálafyrirtæki í New York sem hafði verið í eigu fjölskyldu hans um nokkurra áratuga skeið. Árslaun hans voru um 250.000$ sem samsvarar á núverandi gengi dollars um 25 milljónum íslenskra króna. I stað þess að una sáttur við sitt óttaðist við- mælandinn það helst að hann gæti ekki haldið uppi sömu lífsgæðum og foreldrar hans gátu og höfuðmarkmið hans var að tryggja Kfsviður- væri sitt í óöruggum heimi. Samsvörun fann Kennedy í skrifum franska heimspek- ingsins M. de Tocqueville sem ritaði um bandaríska þjóðarsál árið 1835, þar sem höfundur undrast það ský óhamingju sem hvíli yfir mönnum sem að hans mati ættu að vera skýjum ofar. Vel upplýstir menn sem þéna vel og hafa kom- ið sér vel fyrir geta ekki notið þess heldur finna sig knúna til þess að ná til sín sífellt stærri sneið af kök- unni. Drottning afleiðu- viðskiptanna Sá vísir að kauphöll sem Kennedy fann í Marokkó myndaði athyglisverða andstæðumynd við rótgró- ið markaðshagkerfi Banda- ríkjanna. í Casablanca var kauphöllin opin hálftíma á dag. Allir verðbréfasalar heilsuðust áður en við- skipti hófust og heildaryfirbragð minnti meira á kaffiklúbb en verðbréfahöll. Samkeppni manna á milli var nærri óþekkt hugtak. Sviptingar voru litlar sem engar á gengi bréfa og það viðhorf ríkti meðal þeirra sem tóku þátt að kaup og sala verðbréfa væri ekki lífsspursmál heldur eitt- hvað sem menn gerðu hálftíma á dag. Viðhorf kauphallarhéðna var að mati Kennedys hægt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.