Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Side 30
Hallgrímur Helgason Vinstra megin við Washington Tölvupóstur til Jóns Baldvins From: Hallgrímur Helgason grim@islandia.is Date: Wed, 10 Apr 2002 21:22:57 +0200 To: jon.baldvin@utn.stjr.is Subject: Beyond left and right er tryggður réttur til tækifæra en enginn tryggð- ur ef hann missir af þeim. Ameríka: Ein stór og endalaus þáttaröð af „Survivor". Það er vissulega heillandi heimur sem mæt- ir manni í fyrsta skiptið sem maður lendir á Kennedy-flugvelli, gengur út á bílastæðið og sér að í þessu þjóðfélagi þarf enginn að spenna beltin. Ríkinu er skítsama þótt þú drepir þig á næstu hraðbraut. Við erum komin úr mjúkum móðurhöndum hins evr- ópska velferðarríkis; hér ætlar enginn að hafa vit fyrir þér annar en þú sjálfur; við erum komin úr hinu algóða austri í villta vestrið. En eftir sex mánuði í frumbýlings- skóginum erum við öll orðin leið á sálar- leysinu og sundurleysinu, hinu stöðuga óöryggi sem getur fótbrotið þig á næsta götuhorni og gert þig að glötuðum manni: Þú ert sendur heim með næstu vél eins og hver annar lúser í Survivor, þvi Ameríka er ekki fyrir hina veiku heldur aðeins þá sterku. Við verðum leið á því að geta ekki horft á sjónvarp nema 6 mínútur í senn, því dollara-kapítalism- inn þarf að reka við á 6 mínútna fresti, og við verðum leið á því að sjá að allir þeir sem birtast okkur á skján- um hafa verið skikkaðir í lýtaaðgerð, ef ekki á andlitinu, þá á sálinni. En að- allega verðum við þó leið á því að finna ekki lengur fyrir þjóðfélagslegri samkennd, hinni evrópsku þjóðarvit- und. Og við förum að sakna gamla góða mömmuríkisins og komum síð- an öll heim að lokum. Aðeins þeir allra hörðustu verða eftir. Þess vegna er bandarískt þjóðfélag svo hart í eðli sínu. Heima er allt í sóma. Bílbeltin faðma okkur að sér í stæðinu við Leifsstöð. Frá nýja heiminum séð er sá gamli einn vinstriheimur, þó svo að á næstu gatnamótum sé okkur frjálst að gefa stefnuljós til hægri jafnt sem vinstri. 2. Og þú hefur áhyggjur af meintri hægri- mennsku minni. Ég hefði kannski ekki átt að hræða þig með kommenti mínu um að vinstri- mennskan væri hér deyjandi afl, sem ég lét í bríaríi flakka til þín yfir hafið, en hvað um það; þá hefði þetta bréf heldur aldrei verið skrifað. Þú gerir þér ekki grein fyrir því sem gerst hefur hér á umferðareyjunni okkar eftir að þú settist í helgan sendiráðsstein í Washington. Við, gamla Alþýðuflokksfylgið, hægri-kratarnir góðu, erum nú landlausir, flokkslausir og alls- lausir; villuráfandi sauðir í leit að einhverju til að kjósa. Viðyfirgáfum ekki Samfylkinguna heldur getum ekki fyrirgefið henni upphurðarleysið. Einhverstaðar á sinni krókóttu þrautagöngu frá talsmanni til formanns, frá rauðum fána til síns nýjasta merkis, - sem þróaðist einhvernveginn úr sígandi rauðri sól allaballa-sósíalismans yfir í appelsínugult ess auglýsinga-sósíalismans en er nú (frá því fyrir tveimur mánuðum síðan) orð- ið að rísandi rauðri morgunsól á la Japon (sem á líklega að tákna markaðsroðann í hinu fjar- læga austri; nýja landvinninga í Asíu) - einhver- staðar á leiðinni frá slaufu Össurar til bindis Össurar, frá hinu ímyndaða 40% fylgi og niður í 20%, tókst Samfylkingunni að láta stela frá sér öllum stefnumálum og ráfar nú um villt í frumskógi hvatvísinnar og hentistefnunnar og gerir lítið annað en að bregðast við hverjum þeim snáki sem hún sér og þykist sjá skríða um í laufþykkninu. Þingmenn hennar keppast við að komast í næsta lausa ræðustól, að næsta lausa fréttamanni, til þess að segja álit sitt á nýjasta hneykslinu sem dettur niður á borð þeirra úr hinum háu sætum ríkisstjórnarinnar (og af þeim virðist nóg), fullir af hinni hvimleiðu og alltof auðveldu eftirá-réttlætiskennd: Sam- fylkingin hefur gert viðbragðapólitíkina að sinni sérgrein. Flokkurinn er eins og alkóhólisti sem Kæri Jón. Takk fyrir varnaðarorðin og fyrirlesturinn sem þú hélst í Scandinavian House í New York og lést fylgja með sem viðhengi; þar sem þú fær- ir sönnur á yfirburði hins evrópska krataríkis gagnvart huggulega heimsveldinu í vestri. Átti hann að bjarga mérfrá „hægrivillu"? Ójafnaðarlandið stóra hefur gert þig að enn meiri jafnaðarmanni. Allir sannir Evrópumenn eru vinstrimenn í Ameríku. Kanarnir eiga svo langt í okkar lönd. Þeir vilja ekki velferðarríkið og við skiljum það ekki. Fyrir þeim táknar „welfare" bara óþarfa ríkisútgjöld; fátækra- styrkur til svartra mæðra svo þær geti haldið heimili fyrir sína krakkneytandi krakka. Banda- ríkin eru ennþá óttaleg landnemabyggð þar sem menn vilja sjálfir fá að skjóta óvininn ef hann birtist inní stofu hjá þeim. Þeirra tvö hund- ruð ára ríki er á sama stað og við vorum stadd- ir eftir tvö hundruð vetur á íslandinu: Á Sturl- ungaöld. Hverjum er gert að spjara sig. Öllum

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.