Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 30
Hallgrímur Helgason Vinstra megin við Washington Tölvupóstur til Jóns Baldvins From: Hallgrímur Helgason grim@islandia.is Date: Wed, 10 Apr 2002 21:22:57 +0200 To: jon.baldvin@utn.stjr.is Subject: Beyond left and right er tryggður réttur til tækifæra en enginn tryggð- ur ef hann missir af þeim. Ameríka: Ein stór og endalaus þáttaröð af „Survivor". Það er vissulega heillandi heimur sem mæt- ir manni í fyrsta skiptið sem maður lendir á Kennedy-flugvelli, gengur út á bílastæðið og sér að í þessu þjóðfélagi þarf enginn að spenna beltin. Ríkinu er skítsama þótt þú drepir þig á næstu hraðbraut. Við erum komin úr mjúkum móðurhöndum hins evr- ópska velferðarríkis; hér ætlar enginn að hafa vit fyrir þér annar en þú sjálfur; við erum komin úr hinu algóða austri í villta vestrið. En eftir sex mánuði í frumbýlings- skóginum erum við öll orðin leið á sálar- leysinu og sundurleysinu, hinu stöðuga óöryggi sem getur fótbrotið þig á næsta götuhorni og gert þig að glötuðum manni: Þú ert sendur heim með næstu vél eins og hver annar lúser í Survivor, þvi Ameríka er ekki fyrir hina veiku heldur aðeins þá sterku. Við verðum leið á því að geta ekki horft á sjónvarp nema 6 mínútur í senn, því dollara-kapítalism- inn þarf að reka við á 6 mínútna fresti, og við verðum leið á því að sjá að allir þeir sem birtast okkur á skján- um hafa verið skikkaðir í lýtaaðgerð, ef ekki á andlitinu, þá á sálinni. En að- allega verðum við þó leið á því að finna ekki lengur fyrir þjóðfélagslegri samkennd, hinni evrópsku þjóðarvit- und. Og við förum að sakna gamla góða mömmuríkisins og komum síð- an öll heim að lokum. Aðeins þeir allra hörðustu verða eftir. Þess vegna er bandarískt þjóðfélag svo hart í eðli sínu. Heima er allt í sóma. Bílbeltin faðma okkur að sér í stæðinu við Leifsstöð. Frá nýja heiminum séð er sá gamli einn vinstriheimur, þó svo að á næstu gatnamótum sé okkur frjálst að gefa stefnuljós til hægri jafnt sem vinstri. 2. Og þú hefur áhyggjur af meintri hægri- mennsku minni. Ég hefði kannski ekki átt að hræða þig með kommenti mínu um að vinstri- mennskan væri hér deyjandi afl, sem ég lét í bríaríi flakka til þín yfir hafið, en hvað um það; þá hefði þetta bréf heldur aldrei verið skrifað. Þú gerir þér ekki grein fyrir því sem gerst hefur hér á umferðareyjunni okkar eftir að þú settist í helgan sendiráðsstein í Washington. Við, gamla Alþýðuflokksfylgið, hægri-kratarnir góðu, erum nú landlausir, flokkslausir og alls- lausir; villuráfandi sauðir í leit að einhverju til að kjósa. Viðyfirgáfum ekki Samfylkinguna heldur getum ekki fyrirgefið henni upphurðarleysið. Einhverstaðar á sinni krókóttu þrautagöngu frá talsmanni til formanns, frá rauðum fána til síns nýjasta merkis, - sem þróaðist einhvernveginn úr sígandi rauðri sól allaballa-sósíalismans yfir í appelsínugult ess auglýsinga-sósíalismans en er nú (frá því fyrir tveimur mánuðum síðan) orð- ið að rísandi rauðri morgunsól á la Japon (sem á líklega að tákna markaðsroðann í hinu fjar- læga austri; nýja landvinninga í Asíu) - einhver- staðar á leiðinni frá slaufu Össurar til bindis Össurar, frá hinu ímyndaða 40% fylgi og niður í 20%, tókst Samfylkingunni að láta stela frá sér öllum stefnumálum og ráfar nú um villt í frumskógi hvatvísinnar og hentistefnunnar og gerir lítið annað en að bregðast við hverjum þeim snáki sem hún sér og þykist sjá skríða um í laufþykkninu. Þingmenn hennar keppast við að komast í næsta lausa ræðustól, að næsta lausa fréttamanni, til þess að segja álit sitt á nýjasta hneykslinu sem dettur niður á borð þeirra úr hinum háu sætum ríkisstjórnarinnar (og af þeim virðist nóg), fullir af hinni hvimleiðu og alltof auðveldu eftirá-réttlætiskennd: Sam- fylkingin hefur gert viðbragðapólitíkina að sinni sérgrein. Flokkurinn er eins og alkóhólisti sem Kæri Jón. Takk fyrir varnaðarorðin og fyrirlesturinn sem þú hélst í Scandinavian House í New York og lést fylgja með sem viðhengi; þar sem þú fær- ir sönnur á yfirburði hins evrópska krataríkis gagnvart huggulega heimsveldinu í vestri. Átti hann að bjarga mérfrá „hægrivillu"? Ójafnaðarlandið stóra hefur gert þig að enn meiri jafnaðarmanni. Allir sannir Evrópumenn eru vinstrimenn í Ameríku. Kanarnir eiga svo langt í okkar lönd. Þeir vilja ekki velferðarríkið og við skiljum það ekki. Fyrir þeim táknar „welfare" bara óþarfa ríkisútgjöld; fátækra- styrkur til svartra mæðra svo þær geti haldið heimili fyrir sína krakkneytandi krakka. Banda- ríkin eru ennþá óttaleg landnemabyggð þar sem menn vilja sjálfir fá að skjóta óvininn ef hann birtist inní stofu hjá þeim. Þeirra tvö hund- ruð ára ríki er á sama stað og við vorum stadd- ir eftir tvö hundruð vetur á íslandinu: Á Sturl- ungaöld. Hverjum er gert að spjara sig. Öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.