Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 6
Harold Pinter List, sannleikur og stjórnmál Ræða við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 Árið 1958 skrifaði ég eftirfarandi: „Það eru engin skörp skil milli þess sem er raunverulegt og þess sem er óraunverulegt. Ekkert er endilega annað hvort satt eða logið; það getur verið hvort tveggja.“ Ég held að enn sé vit í þessum fullyrðingum og þær séu enn nothæfar við rannsókn á veruleikanum gegnum listina. Ég get því staðið við þær sem rithöfundur, en ekki sem þjóðfélagsþegn. Sem þegn hlýt ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er logið? Sannleikurinn hörfar sífellt undan í dramatískum texta. Maður finn- ur hann aldrei fyrir víst en verður að leita hans. Leitin knýr leikinn áfram. Leitin er ykkar verk. Oftar en ekki rekist þið á sannleikann í myrkrinu, dettið um hann eða sjáið í sjónhending ímynd eða skugga- mynd sem virðist samsvara sannleikanum, oft án þess að átta ykkur á því. En sannleikurinn er sá að sannleikurinn er aldrei einn og einhlítur í dramatísku verki. Hann er margur. Þessir sannleikar bjóða hver öðr- um byrginn, hrökkva hver undan öðrum, spegla hver annan, hunsa hver annan, stríða hver öðrum, eru blindir hver á annan. Stundum finnst ykkur þið hafa gripið sannleika augnabliksins, svo rennur hann milli fingra ykkar og týnist. Ég hef oft verið spurður hvernig leikritin mín verði til. Ég get ekki sagt það. Ekki get ég heldur tekið verk mín saman efnislega, bara rakið atburðarásina. Þetta sögðu þau. Þetta gerðu þau. Flest leikritin verða til út frá setningu, orði eða mynd. Gefnu orði fylgir iðulega mynd. Ég skal nefna tvö dæmi um setningar sem skaut niður í huga minn, svo fylgdi mynd og svo ég sjálfur. Leikritin eru Heimkoman og Liðin tíð. Fyrsta setningin í Heimkom- unni er „Hvað gerðirðu við skærin?“ Fyrsta línan í Liðinni tíð er „Dökkt.“ í báðum tilvikum hafði ég engar frekari upplýsingar. í fyrra tilvikinu var einhver greinilega að leita að skærum og spurði einhvern annan um þau sem hann grunaði um að hafa stolið þeim. En 4 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.