Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 85
Menningarvettvangurinn
Ropartz sjálfs, segir í frétt frá Listahátíð. Ári síðar var hún sýnd í Opera-
Comique í París og var það sérstakur heiður fyrir Ropartz. Svo virðist sem tvær
aðrar uppfærslur hafi verið gerðar, önnur í Þýskalandi 1914 og hin í Genf árið
1918, en síðan mun hún aldrei hafa verið sett á svið. Óperan hefur þó verið
hljóðrituð í flutningi Fílharmóníusveitar Lúxemborgar með frönskum söngv-
urum, Mireille Delunsch, Gilles Ragon og Olivier Lallouette. Einnig er til
útvarpsupptaka frá 1964 með hljómsveit franska útvarpsins.
Árið 2004 voru nokkur lög úr óperunni flutt á Frönskum dögum á Fá-
skrúðsfirði af Bergþóri Pálssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Gunnari Guð-
björnssyni ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Hlutverkin í
óperunni eru bara þrjú, og í vor munu þessir sömu söngvarar flytja óperuna í
heild sinni með Sinfóníuhljómsveit íslands í porti Listasafns Reykjavíkur,
Hafnarhúsi. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky og leikstjóri Stefán Baldurs-
son.
í Le Pays er sögð saga mikilla örlaga, ástar og hefndar. Bretónski sjómaður-
inn Tual er sá eini sem kemst af úr hörmulegum skipsskaða undan suðurströnd
Islands. Jörundur bóndi finnur Tual, illa á sig kominn, og kemur honum heim
á bæ sinn þar sem heimasætan, Kata, hjúkrar honum til lífs. Þau fella hugi
saman, en Kata er tortryggin á staðfestu hans og lætur Tual sverja sér trúnað
við Hrafnagjá eins og venja er á heimaslóðum hennar: Megi ég hverfa ofan í
Hrafnagjá ef ég svík heit mín við þig.
Þegar vorar kemst Tual að því að frönsku skúturnar eru aftur komnar á
Islandsmið og verður hugsjúkur af heimþrá. Hann laumast út, söðlar hest sinn
og leggur af stað stystu leið til Seyðisfjarðar um Hrafnagjá. Kata eltir hann þótt
ólétt sé, af því hana langar til að sjá hann í hinsta sinn, og það tekst henni: Hún
horfir á eftir honum sökkva ofan í kviksyndi í Hrafnagjá.
Annað spennandi verkefni á Listahátíð er Tár Díónýsusar, þar sem Caput-
hópurinn leikur tónlist Lars Graugaard við kvikmynd sem danshöfundurinn
Thomas Hejlesen byggir meðal annars á gömlum, svart-hvítum, þöglum eró-
tískum kvikmyndum frá Argentínu. Auk Caputliða taka fjórir slagverksleik-
arar og rafgítarleikari þátt í flutningnum. Textinn er úr Díónýsískri heims-
skoðun eftir Nietzsche og verður fluttur af Bergman-leikkonunni Bibi Ander-
son. Guðni Franzson stjórnar öllu saman. Verkið kemur út á mynddiski í vor.
Vinsælust á hátíðinni í vor verður þó eflaust dívan Miriam Makeba, og má
nærri geta að slegist verður um miða á tónleika hennar. Miðasala á viðburði
Listahátíðar hefst 1. mars á netinu.
Á vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands ber fyrst að nefna tónleika 9.
mars til heiðurs tónskáldinu Jóni Nordal sem er áttræður í ár. Hljómsveitar-
stjóri er Petri Sakari og einleikarar eru ekkert minna en rosalega spennandi.
Píanókonsert Jóns, sem að margra mati er hinn fegursti sem saminn hefur
verið af íslensku tónskáldi, leikur ungi píanósnillingurinn Víkingur Ólafsson,
„Tvísöng“ leika þær með hljómsveitinni Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og
Ásdís Valdimarsdóttir á lágfiðlu, „Haustvísu" leikur Einar Jóhannesson á klar-
ínettu sína með hljómsveitinni og loks leikur sjálfur Erling Blöndal Bengtsson
TMM 2006 ■ 1
83