Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 85
Menningarvettvangurinn Ropartz sjálfs, segir í frétt frá Listahátíð. Ári síðar var hún sýnd í Opera- Comique í París og var það sérstakur heiður fyrir Ropartz. Svo virðist sem tvær aðrar uppfærslur hafi verið gerðar, önnur í Þýskalandi 1914 og hin í Genf árið 1918, en síðan mun hún aldrei hafa verið sett á svið. Óperan hefur þó verið hljóðrituð í flutningi Fílharmóníusveitar Lúxemborgar með frönskum söngv- urum, Mireille Delunsch, Gilles Ragon og Olivier Lallouette. Einnig er til útvarpsupptaka frá 1964 með hljómsveit franska útvarpsins. Árið 2004 voru nokkur lög úr óperunni flutt á Frönskum dögum á Fá- skrúðsfirði af Bergþóri Pálssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Gunnari Guð- björnssyni ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Hlutverkin í óperunni eru bara þrjú, og í vor munu þessir sömu söngvarar flytja óperuna í heild sinni með Sinfóníuhljómsveit íslands í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky og leikstjóri Stefán Baldurs- son. í Le Pays er sögð saga mikilla örlaga, ástar og hefndar. Bretónski sjómaður- inn Tual er sá eini sem kemst af úr hörmulegum skipsskaða undan suðurströnd Islands. Jörundur bóndi finnur Tual, illa á sig kominn, og kemur honum heim á bæ sinn þar sem heimasætan, Kata, hjúkrar honum til lífs. Þau fella hugi saman, en Kata er tortryggin á staðfestu hans og lætur Tual sverja sér trúnað við Hrafnagjá eins og venja er á heimaslóðum hennar: Megi ég hverfa ofan í Hrafnagjá ef ég svík heit mín við þig. Þegar vorar kemst Tual að því að frönsku skúturnar eru aftur komnar á Islandsmið og verður hugsjúkur af heimþrá. Hann laumast út, söðlar hest sinn og leggur af stað stystu leið til Seyðisfjarðar um Hrafnagjá. Kata eltir hann þótt ólétt sé, af því hana langar til að sjá hann í hinsta sinn, og það tekst henni: Hún horfir á eftir honum sökkva ofan í kviksyndi í Hrafnagjá. Annað spennandi verkefni á Listahátíð er Tár Díónýsusar, þar sem Caput- hópurinn leikur tónlist Lars Graugaard við kvikmynd sem danshöfundurinn Thomas Hejlesen byggir meðal annars á gömlum, svart-hvítum, þöglum eró- tískum kvikmyndum frá Argentínu. Auk Caputliða taka fjórir slagverksleik- arar og rafgítarleikari þátt í flutningnum. Textinn er úr Díónýsískri heims- skoðun eftir Nietzsche og verður fluttur af Bergman-leikkonunni Bibi Ander- son. Guðni Franzson stjórnar öllu saman. Verkið kemur út á mynddiski í vor. Vinsælust á hátíðinni í vor verður þó eflaust dívan Miriam Makeba, og má nærri geta að slegist verður um miða á tónleika hennar. Miðasala á viðburði Listahátíðar hefst 1. mars á netinu. Á vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands ber fyrst að nefna tónleika 9. mars til heiðurs tónskáldinu Jóni Nordal sem er áttræður í ár. Hljómsveitar- stjóri er Petri Sakari og einleikarar eru ekkert minna en rosalega spennandi. Píanókonsert Jóns, sem að margra mati er hinn fegursti sem saminn hefur verið af íslensku tónskáldi, leikur ungi píanósnillingurinn Víkingur Ólafsson, „Tvísöng“ leika þær með hljómsveitinni Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Ásdís Valdimarsdóttir á lágfiðlu, „Haustvísu" leikur Einar Jóhannesson á klar- ínettu sína með hljómsveitinni og loks leikur sjálfur Erling Blöndal Bengtsson TMM 2006 ■ 1 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.