Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 7
List, sannleikur og stjórnmál
ég vissi að sá sem ávarpaður var hafði engan áhuga á þessum skærum og
ekki heldur á þeim sem spurði um þau.
„Dökkt“ hélt ég að ætti við hárið á einhverjum, líklega konu, og væri
svar við spurningu. í báðum tilfellum varð ég að rannsaka málið. Það
gerðist sjónrænt, mjög hægt, úr skugga yfir í birtu.
Ég byrja alltaf á því að nefna persónurnar A, B og C.
í leikritinu sem varð Heimkoman sá ég mann ganga inn í tómlegt
herbergi og spyrja yngri mann þessarar spurningar þar sem hann sat í
ljótum sófa og las blað um veðreiðar. Einhvern veginn grunaði mig að A
væri faðir og B sonur hans, en ég hafði enga sönnun fyrir því. Hún kom
skömmu seinna þegar B (sem seinna varð Lenny) segir við A (sem
seinna varð Max): „Er þér sama þótt ég skipti um umræðuefni, pabbi?
Ég þarf að spyrja þig að dálitlu. Hvað heitir maturinn sem við fengum?
Hvað kallarðu hann? Af hverju kaupirðu ekki hundaket? Þú ert hundlé-
legur kokkur. Alveg satt. Þú heldur að þú sért að elda fyrir hunda.“ Úr
því að B kallar A „pabba“ virðist einsýnt að líta á þá sem feðga. A var líka
greinilega kokkur en ekki var eldamennska hans mikils metin. Þýddi
þetta að þarna væri engin mamma? Ég vissi það ekki. En, eins og ég
sagði við sjálfan mig, þá vitum við ekki endinn í byrjun.
„Dökkt.“ Stór gluggi. Kvöldhiminn. Maður, A (sem seinna varð Dee-
ley) og kona, B (sem seinna varð Kate), sitja og staupa sig. „Feit eða
mögur?“ spyr maðurinn. Hvern eru þau að tala um? Þá sé ég konu, C
(sem seinna varð Anna), standa við gluggann í öðru ljósi, snúa baki í
þau, dökkhærð.
Það er einkennilegt augnablik þegar persónur fæðast sem fram að því
hafa ekki verið til. Það sem fylgir er slitrótt, ótryggt, minnir jafnvel á
ofsjónir þó að stundum geti það verið óstöðvandi snjóflóð. Staða höf-
undarins er einkennileg. Að sumu leyti taka persónurnar honum illa.
Þær streitast á móti honum, þær eru ekki auðveldar í sambúð, það er
engin leið að skilgreina þær. Maður getur sannarlega ekki skipað þeim
fyrir. Að sumu leyti er maður í endalausum leik við þær, leik kattarins
að músinni, skollaleik, feluleik. En að lokum er maður kominn með fólk
af holdi og blóði í hendurnar, fólk með vilja og einstaklingsbundnar til-
finningar, sett saman úr einingum sem maður getur ekki breytt, fiktað
við eða afskræmt.
Tungumál listarinnar er afar margslungið, kviksyndi, trampólín,
tjörn lögð ísi sem gæti látið undan þunga höfundarins hvenær sem er.
En eins og ég sagði linnir aldrei leitinni að sannleikanum. Og henni
er engin leið að slá á frest. Það verður að horfast í augu við hana hér og
nú.
TMM 2006 • 1
5