Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 88
Bókmenntir Böðvar Guðmundsson . hjá okkur, hér“ Þorsteinn frá Hamri: Dyr að draumi. Mál og menning 2005. Ég er ekki viss um að Þorsteini frá Hamri mundi líka að vera kallaður afkasta- mikill, en hvaða lýsingarorð annað skal nota um skáld sem hefur sent frá sér tuttugu ljóðabækur, auk annarra rita, og hver einasta ljóðabók hans hefur verið fagnaðarefni þeirra sem ljóðum unna? Og þeim mun meira fagnaðarefni sem fleiri og fleiri blekberar freistast til að leita sér fjár og frægðar með því að ein- beita penna sínum að ofbeldi og glæpum og öðrum óþverra sem ekki á heima í töfraheimi ljóðsins. En nóg um það. í haust er leið kom út tuttugasta ljóðabók Þorsteins frá Hamri og nefnist Dyr að draumi. Enn eitt fagnaðarefni og ekki það minnsta. Það eru margir ismar og tískubrögð sem laumast að skáldum og því ekki nema eðlilegt að skáld verði dregin á ákveðna dilka í skilaréttum bókmenntanna. Það er þó grunur minn að þar verði Þorsteinn frá Hamri þungur í drætti. Þegar hans fyrsta ljóðabók, í svörtum kufli, kom út fyrir senn hálfri öld kvað þar við sérstæðan tón sem var engum öðrum líkur. Og þó svo að blæbrigði þessa tóns hafi aukist og marg- faldast í áranna rás þá er hann samur og fyrr, hann gerir það að verkum að torvelt er að draga höfundinn í dilk, tónn hans er engum öðrum tóni líkur. Það má reyna að leita að orðum til að lýsa honum, það má reyna að búa til lista yfir yrkisefni Þorsteins, en hverju erum við bættari með það? Víst er hægt að segja sem svo að lífið, fegurðin, dauðinn, óttinn, ástin og söknuðurinn séu viðfangs- efni ljóða hans, - en það greinir hann ekki frá öðrum skáldum. Um hvað yrkja skáld, hvort sem þeim var gefið það sem fram eða aftur fór úr erninum, ef ekki einmitt þetta? Víst má segja að öll skáld yrki „um eitthvað ákveðið," hafi eitthvað ákveðið í huga, noti ákveðnar myndir og mál, og stundum tekst þeim reyndar að telja lesandanum trú um að hér sé einmitt ort um tiltekið, eitt og ákveðið, efni. Hitt ber þó oftar við að (gott) ljóð leysir úr læðingi kenndir og sýnir hjá lesanda, sem kannski tengjast allt öðru en því sem skáldið hafði í huga. Meðvitað hefur Þorsteinn valið ljóðum sínum þetta hlutverk. Hann hefur viljandi sveigt ljóð sín af vegi einræðninnar yfir til margræðni og oft á tíðum á svo meistaralegan hátt að það verður ekki betur gert. Af eldri ljóðum Þorsteins má benda á 86 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.