Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 114
Leiklist þræði framar. Vissulega er reynt að koma táknvísunum til skila í verkinu í gegnum leikmynd, leik og tónlist, en þær eru ekki nógu sterkar til að áhorfand- inn átti sig á vísbendingunum, túlkun hans fipast og merking sagnanna tapast. Einkenni skrifa Svövu, mynd- og táknsæi, þar sem snilldarlegur leikur að orðum afbyggir raunveruleikann og gerir hann fantastískan, hentar jarð- bundnara listformi leikhússins illa. En sögur hennar bjóða upp á marga fleti. Hún skapar persónur og umhverfi sem vel er hægt að laga að leikhúsi og það er þráður í sögum hennar sem leikgerðin raskar ekki mikið. Vala hefur ekki nútímavætt sögur Svövu, eins og algengt er þegar byggt er á gömlum grunni. Konurnar í verkunum berjast ekki um laun, stöðuhækkanir og fæðingarorlof, eins og jafnréttisbarátta dagsins snýst að miklu leyti um. En þó að sögur Svövu gerist að mestu inni á heimilunum, sem vel að merkja eru enn vígvöllur kven- frelsisbaráttunnar, fjalla þær í grunninn um vanda sem er sá sami og alltaf; stöðu kvenna og tilvistarkreppu í karllægu samfélagi. Vala nær að fanga þenn- an rauða þráð í sögum Svövu og lætur eftir rými fyrir túlkanir áhorfenda nútímans. Á árinu 2005 var haldið upp á nokkra áfanga í jafnréttissögu íslands; 90 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, 30 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 25 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fyrsti kvenforseti þjóðarinnar. Að ýmsu leyti voru þessi hátíðahöld sætbeisk þar sem margir töldu að íslendingar ættu enn alltof langt í land, að árin hefðu ekki skilað nægilegum árangri í jafnréttisbaráttunni og að á sumum sviðum værum við föst í sama óþolandi farinu. En það er gaman að fagna tímamótum, að horfa til baka og fram á veginn, endurnýja kraftana og berjast áfram í átt að betri tíð. Sem rithöfundur var Svava Jakobsdóttir tvennt; stórkostlegur stílisti sem ruddi veg módernískra skrifa á íslandi, og sterkur ádeilupenni sem ruddi kvenréttindabaráttunni leið. í Eldhúsi eftir máli finnum við sérstaklega fyrir því síðara og þvílík ósköp sem það á vel við okkar tíma. Skrif Svövu voru mikilvægt liðsinni við hina nýju kvennahreyfingu sem var að fæðast undir lok sjöunda áratugarins en það er vel við hæfi að rifja sögur hennar upp, setja þær í nýtt form og róta aðeins upp í meðvitund fólks um samtíma sinn. Ég leyfi mér að fullyrða að þegar áhorfendur ganga út af þessari sýningu grípur þá löngun til að lesa sögur Svövu. Hvort sem bækur hennar verða þá lesnar í fyrsta skipti eða í það þúsundasta, þá sprettur sætbeiskt bragðið fram þegar við áttum okkur á þeirri sorglegu staðreynd að sögurnar hafa elst vel. Þær eru ekki minnisvarði um gamla tíma og vandamál sem hafa verið yfirstigin. Við heiðrum Svövu, en ég hugsa að innst inni óski allir þess að sögur hennar væru okkur ekki svo kunnuglegar. Sögur Svövu eru nefnilega hvassar ádeilur á samfélagsmunstur sem okkur gengur illa að brjótast út úr og vinna á. f sögunum, jafnt sem leikritinu, speglast hryllilegur hversdagsleiki okkar allra. 112 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.