Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 112
LEIKLIST Þórhildur Ólafsdóttir Sætbeiskt liðsinni Svövu Vala Þórsdóttir: Eldhús eftir máli. Hversdagslegar hryllingssögur. Byggt á smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 29. des. 2005. „Er ekki svolítil tímaskekkja að setja upp á svið einhverjar eldhúsbaráttur?“ spurði vinkona mín þegar við örkuðum í Þjóðleikhúsið til að sjá Eldhús eftir máli - hversdagslegar hryllingssögur. „Voru þessar sögur ekki skrifaðar fyrir mæður okkar, til að hvetja þær til að gera það sem við gerum í dag?“ spurðum við okkur sjálfar. Án þess að hafa lesið sögurnar sem leikritið var unnið úr vissum við að Svava hafði skrifað um konur og að framsetning hennar og túlk- un á aðstæðum þjóðfélagsins hafði sjokkerað þegar þær birtust fyrst, en þær blésu líka baráttuhug í brjóst margra. Það var í lok sjöunda áratugarins og við ekki fæddar. Tæpum fjörutíu árum síðar göngum við á fund Svövu, sem hefði orðið 75 ára í fyrra, til að sjá sýninguna sem sett er upp í minningu þessarar konu sem lagði svo stóran skerf til jafnréttisbaráttunnar. Vala Þórsdóttir byggir verkið á fimm smásögum eftir Svövu: „Gefið hvort öðru ...“, „Saga handa börnum", „Krabbadýr, brúðkaup, andlát ...“, „Eldhús eftir máli“ og „Veisla undir grjótvegg". Konur eru miðjan í hverri sögu. Hver saga stendur sem heild, en þær eru fléttaðar saman og því geta konurnar heimsótt sögu hver annarrar, farið í brúðkaup, veislur og saumaklúbba til hinna. Þessar kvenhetjur Svövu eiga það sameiginlegt að reyna að standa undir væntingum samfélags, eiginmanna og barna til þeirra. Þær eru undir álagi, sorgmæddar og þjáðar, en sýna hver annarri það aldrei. Þegar þær hittast keppa þær innbyrðis og segja innantóm orð á innsoginu. Úti í sal situr áhorf- andinn og fær að sjá þær einar, eins og þær eru í alvörunni, óttaslegnar og þreyttar, með óljósa sjálfsmynd. Um leið og önnur persóna birtist á sviðinu fer annað leikrit í gang. Leikrit sem er skrifað af karlmönnum, þar sem konur taka nauðugar viljugar að sér hlutverk sem þeim hefur verið talin trú um að sé það rétta. Það er allt í þessu fína á sviðinu. En frá áhorfendapöllunum séð er eitt- hvað meira en lítið að. í raun eru sögurnar sex, en ein er ekki byggð beint á neinni sögu eftir Svövu þó að hún sé klárlega áhrifavaldur. Þar er fjallað á óþægilega hreinskilinn hátt um móðurhlutverkið, stöðu sem fólk veigrar sér við að tala opinskátt um. 110 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.